Fréttir

KA tvöfaldur Deildarmeistari í blaki

Kvennalið KA tryggði sér í dag sigur í Mizunodeild kvenna í blaki eftir 1-3 sigur á Þrótti Neskaupstað á útivelli. Stelpurnar töpuðu aðeins tveimur leikjum í vetur en þurftu engu að síður á tveimur sigrum að halda um helgina til að tryggja titilinn og það gerðu þær svo sannarlega

Sigur á Aftureldingu í markaleik

KA lagði Aftureldingu af velli 3-5 í A-deild Lengjubikarsins í dag í Mosfellsbæ. Markalaust var í hálfleik en í þeim síðari komu mörkin á færibandi.

Tveir 0-3 sigrar á Neskaupstað í dag

Fyrri dagur blakliða KA á Neskaupstað var ansi hreint góður en bæði karla- og kvennalið KA uppskáru 0-3 sigra. Það er komið að úrslitastundu í blakinu og stefnir kvennalið KA á að tryggja sér sigur í Mizunodeildinni en það yrði annar titill KA í kvennablaki frá upphafi

Afturelding - KA í Lengjubikarnum

KA sækir lið Aftureldingar heim á Varmárvöll í dag í 3. umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu. KA liðið hefur farið vel af stað í mótinu til þessa og er á toppi 3. riðils í A-deild eftir 4-0 sigur á Val og 1-2 sigur á Fram. Mosfellingar hafa einnig farið vel af stað og eru með 4 stig eftir sína tvo leiki

Verða stelpurnar Deildarmeistarar um helgina

Það er mikið undir í blakinu um helgina þegar bæði karla- og kvennalið KA í blaki sækja Þrótt Neskaupstað heim. Þetta eru lokaleikir liðanna í Mizunodeildinni í vetur en kvennalið KA getur með góðum úrslitum tryggt sér Deildarmeistaratitilinn

KA sækir ÍR heim í mikilvægum leik

Það er skammt stórra högga milli hjá karlaliði KA í handboltanum en strákarnir sækja ÍR-inga heim í 17. umferð Olís deildarinnar í dag. Fyrir leikinn er KA í 7.-8. sæti deildarinnar með 13 stig en Breiðhyltingar eru í 9. sæti og munar einungis einu stigi á liðunum

Stefnumótunarfundur KA 2. mars

Aðalstjórn KA stendur fyrir stefnumótunarfundi laugardaginn 2.mars n.k. frá 10:00-16:00 í sal Greifans, 2.hæð. Aðalstjórn samþykkti á fundi sínum nýlega að halda slíkan fund í kjölfarið á nýjum rekstrarsamning við Akureyrarbæ. Til fundarins eru boðaðir fulltrúar allra deilda félagsins, starfsmenn, iðkendur og aðrir áhugasamir félagsmenn

Guðjón Valur bætist í hóp goðsagna handboltans

Guðjón Valur Sigurðsson var á dögunum vígður inn í goðsagnarhöll Handknattleiksdeildar KA en hann er styrktur inn af Eyjabita á Grenivík. Á myndinni má sjá strigann af Guðjóni sem er komin upp í KA-Heimilinu þar sem hann tekur sér stað við hlið Patreks Jóhannessonar

Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Hauka

KA/Þór tók á móti Haukum í stórleik í Olís deild kvenna í handboltanum í gær. Stelpurnar sýndu gríðarlega mikinn karakter að gefast aldrei upp en gestirnir leiddu nær allan leikinn. KA/Þór fékk lokasókn leiksins en því miður tókst ekki að koma boltanum á markið og 23-24 tap því staðreynd

Aron Elí með 3 ára samning við KA

Aron Elí Gíslason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild KA. Aron Elí sem verður 21 árs á árinu er gríðarlega öflugur markvörður og er uppalinn hjá KA. Það er ljóst að þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir fyrir félagið