Fréttir

Myndaveisla frá sigri KA á Fram

Hann var ansi hreint mikilvægur sigur KA liðsins á Fram í KA-Heimilinu í gær í Olís deild karla í handbolta en með sigrinum komst KA liðið 5 stigum frá fallsæti þegar 8 umferðir eru eftir af deildinni. Stemningin í húsinu var magnþrungin og mætingin frábær þrátt fyrir að leikurinn færi fram á matmálstíma á sunnudegi

Seiglusigur KA í fjögurra stiga leiknum

Það var ansi mikið undir þegar KA tók á móti Fram í fyrsta leiknum í Olís deild karla eftir jólafrí. Gestirnir í Fram voru í fallsæti fyrir leikinn en KA aðeins þremur stigum fyrir ofan í 9. sætinu. Leikurinn var því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik og klárt mál að okkar lið var búið að einblína mikið á þennan leik í undirbúning sínum fyrir síðari hluta deildarinnar

Risaleikur gegn Fram kl. 18 í kvöld

Það er enginn smá leikur sem fer fram í KA-Heimilinu í dag klukkan 18:00 þegar KA tekur á móti Fram í Olís deild karla í handboltanum. Bæði lið eru að berjast fyrir áframhaldandi veru í deild þeirra bestu en Framarar sitja í fallsæti með 7 stig á meðan KA er í 9. sætinu með 10 stig. Leikurinn er því algjört skólabókardæmi um fjögurra stiga leik

KA vann Þór sem og Kjarnafæðismótið

KA og Þór mættust í kvöld í hreinum úrslitaleik í Kjarnafæðismótinu en leikurinn var liður í lokaumferð mótsins og dugði KA jafntefli til að tryggja sigur sinn á mótinu. Þar sem liðin leika ekki í sömu deild þá vill oft verða meira undir í leik sem þessum og var ansi góð mætingin í Bogann í kvöld

KA og Glerártorg í samstarf - leikir KA auglýstir

Glerártorg og KA hafa gert með sér samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að heimaleikir KA verða auglýstir á risaskjám sem standa við Glerártorg. Þetta er mikið gleðiefni enda skýrt markmið félagsins að reyna að vera sem sýnilegast og að fá sem flesta á leiki okkar liða

Stórafmæli í febrúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli febrúar innilega til hamingju.

Tap með minnsta mun í hörkuleik gegn Þór

Það var heldur betur hart barist í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tók á móti Þór í 3. flokki karla í handboltanum. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik og fyrri leikur þeirra í vetur hafði endað með jafntefli og mátti því búast við svakalegum leik sem úr varð

Gríðarlega mikilvægur leikur á sunnudaginn

Olís deild karla í handbolta fer aftur af stað á sunnudag þegar KA tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik. Framarar eru í fallsæti með 7 stig en KA er á sama tíma með 10 stig og leikurinn því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik. Strákarnir okkar eru staðráðnir í að halda sér í deild þeirra bestu og ljóst að þetta verður lykilleikur í þeirri baráttu

KA - Þór á morgun í Kjarnafæðismótinu

KA mætir Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins annaðkvöld í Boganum kl. 19:15. Allur aðgangseyrir að leiknum mun renna óskiptur til Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar en aðeins kostar 500 krónur inn á leikinn. Frítt er fyrir 16 ára og yngri. Athugið að ekki verður posi á svæðinu

KA Deildarmeistari í blaki karla

KA varð í gærkvöldi Deildarmeistari í Mizunodeild karla í blaki en þetta varð ljóst eftir að HK sem situr í 2. sæti deildarinnar tapaði gegn Aftureldingu. KA liðið sem hefur aðeins tapað einum leik í vetur er með 32 stig í efsta sæti en HK er með 18 stig og getur ekki lengur náð KA að stigum