Fréttir

Blaklandsliðin luku leik í forkeppni EM í kvöld

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki luku í kvöld leik í undankeppni EM. Liðin hafa undanfarnar vikur undirbúið sig fyrir lokaleikina í undankeppninni sem spilaðir voru í vikunni. Hjá körlunum átti KA tvo fulltrúa en það voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Sigþór Helgason en hjá konunum var Gígja Guðnadóttir fulltrúi KA

Önnur myndaveisla frá sigri KA/Þórs

Við erum enn í skýjunum yfir frábærri frammistöðu KA/Þórs í 33-22 stórsigri á Selfyssingum í fyrsta leiknum í Olís deild kvenna eftir um tveggja mánaða jólafrí. Stelpurnar léku á alls oddi og sigldu inn gríðarlega mikilvægum tveimur stigum með sigrinum góða. Egill Bjarni Friðjónsson myndaði leikinn og birtum við myndaveislu hans frá leiknum hér með

Myndaveisla frá stórsigri KA/Þórs í gær

KA/Þór sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi er liðið vann 33-22 stórsigur á Selfossi í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur stelpnanna í tæpa tvo mánuði og var hrein unun að fylgjast með spilamennsku liðsins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan

Stórsigur KA/Þórs í leiknum mikilvæga

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann 33-22 stórsigur á Selfyssingum í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir jólafrí. Leikurinn var sannkallaður fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn var lið gestanna á botni deildarinnar með 4 stig en KA/Þór með 8 stig í 5. sætinu, það var því ansi mikið í húfi í baráttunni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu

Glæsilegir handboltatreflar til sölu

Handknattleiksdeild KA hefur hafið sölu á glæsilegum treflum. Mjög takmarkað upplag er í boði og kostar trefillinn 2.500 krónur. Það er því um að gera að mæta á leik KA/Þórs í kvöld og versla trefil í leiðinni, ekki missa af tækifærinu á að eignast þessa glæsilegu flík, handboltinn er kominn heim gott fólk

KA/Þór tekur á móti Selfoss í kvöld

Baráttan hefst aftur í Olís deild kvenna í handbolta eftir um tveggja mánaða jólafrí með leik KA/Þórs og Selfoss í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:30. Það er vægast sagt mikið undir í leiknum en Selfyssingar verma botnsætið með 4 stig á sama tíma og KA/Þór er með 8 stig í 5. sætinu

Ávarp formanns KA á 91 árs afmælinu

Ingvar Már Gíslason formaður KA flutti áhugavert og flott ávarp í gær á 91 árs afmælisfagnaði félagsins. Þar fór hann yfir viðburðarríkt ár sem nú er að baki auk þess að flytja fréttir af samningstöðu félagsins við Akureyrarbæ

Filip íþróttamaður KA 2018

91 árs afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur

Júdóæfingar hefjast

Næstkomandi mánudag (7. janúar) hefjast júdóæfingar eftir jólafrí. Tímar hópanna eru þeir sömu og á haustönn nema að krílahópur (4-5 ára) verða nú á föstudögum frá 16:15 til 17:00. Sjá æfingatöflu. Nýir iðkendur hjartanlega velkomnir.

Fríar tækniæfingar í handboltanum

Unglingaráð KA í handbolta býður upp á sérhæfðar tækniæfingar fyrir stráka og stelpur á eldra ári í 6. flokki og upp í 3. flokk. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er þriðja árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið