25.01.2019
Það er farið að styttast í að baráttan í Olís deild karla í handboltanum hefjist að nýju eftir HM hlé en KA leikur fyrsta leik sinn eftir hlé sunnudaginn 3. febrúar þegar liðið tekur á móti Fram. Það er gríðarlega mikið undir í leiknum en Fram er í fallsæti aðeins þremur stigum á eftir okkar liði þegar 9 umferðir eru eftir í deildinni
25.01.2019
Karla- og kvennalið KA í blaki leika bæði fyrir sunnan um helgina, karlarnir leika tvo leiki en konurnar leika þrjá leiki. Stutt er síðan bæði lið léku toppslagi gegn HK og því töluvert álag á leikmönnum þessa dagana en þetta verða síðustu leikir liðanna fyrir NEVZA Evrópukeppnina sem liðin taka þátt í á næstunni í Danmörku
25.01.2019
KA tekur á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Boganum sunnudag kl. 14:15 í Kjarnafæðismótinu. KA liðið hefur leikið gríðarlega vel á mótinu og hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 22-0. Liðið hefur unnið stóra sigra á Völsung, KA2 og nú síðast Magna
24.01.2019
Á laugardaginn mun tíu manna hópur keppa fyrir hönd KA á RIG eða Reykjavik International Games. Um er að ræða alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár er met þátttaka erlendra keppenda í júdó og hefur þátttaka þeirra verið að aukast með árunum og verða þeir nú um 50. Sýnt verður frá bronsglímum og úrslitaglímum á RÚV og hefst útsending klukkan 14:30 á laugardaginn.
24.01.2019
Blakdeild KA er með öflugt og metnaðarfullt starf hvort sem er í meistaraflokki eða yngri flokkum bæði hjá strákum og stelpum. Blak er ákaflega skemmtileg íþrótt sem er ansi frábrugðin öðrum greinum og viljum við benda ungum iðkendum á að frítt er að koma og prófa blak hjá KA
23.01.2019
Það var ansi mikið undir er ungmennalið KA tók á móti nágrönnum sínum í ungmennaliði Akureyrar. Ekki nóg með að montrétturinn í bænum væri í húfi þá eru bæði lið í harðri toppbaráttu í 2. deildinni og ætla sér sæti í Grill-66 deildinni á næsta ári. KA var dæmdur 10-0 sigur í fyrri leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns hjá Akureyri og bæði lið áköf í að sýna hvort liðið væri betra í 60 mínútna leik
22.01.2019
KA/Þór tók á móti HK í uppgjöri nýliðanna í Olís deild kvenna í kvöld. Leikurinn var skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn var HK í 7. sætinu með 7 stig en KA/Þór í 5. sæti með 11 stig. Liðið sem endar í 7. sæti þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni og mikilvægt að sleppa við það
22.01.2019
Bjarni Mark Antonsson er genginn til liðs við sænska liðið IK Brage sem kaupir hann frá KA. Bjarni sem gekk aftur til liðs við KA fyrir síðasta tímabil og lék hreint út sagt stórkostlega með liðinu í Pepsi deildinni og var meðal annars valinn leikmaður ársins af Schiöthurum stuðningsmannasveit KA
22.01.2019
Það er fátt skemmtilegra en innbyrðisleikir Akureyrarliðanna og á morgun tekur ungmennalið KA á móti ungmennaliði Akureyrar í 2. deild karla í handbolta. Bæði lið eru í harðri toppbaráttu og slást um sæti í Grill 66 deildinni á næsta tímabili en fyrir leikinn er KA á toppi deildarinnar og hefur einungis tapað tveimur leikjum í vetur en Akureyri hefur tapað þremur
21.01.2019
Þorvaldur Örlygsson þjálfari U-18 ára landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í úrtaksæfingum dagana 1.-3. febrúar næstkomandi. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Ottó Björn og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum