01.02.2019
KA og Þór mættust í kvöld í hreinum úrslitaleik í Kjarnafæðismótinu en leikurinn var liður í lokaumferð mótsins og dugði KA jafntefli til að tryggja sigur sinn á mótinu. Þar sem liðin leika ekki í sömu deild þá vill oft verða meira undir í leik sem þessum og var ansi góð mætingin í Bogann í kvöld
01.02.2019
Glerártorg og KA hafa gert með sér samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að heimaleikir KA verða auglýstir á risaskjám sem standa við Glerártorg. Þetta er mikið gleðiefni enda skýrt markmið félagsins að reyna að vera sem sýnilegast og að fá sem flesta á leiki okkar liða
01.02.2019
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli febrúar innilega til hamingju.
31.01.2019
Það var heldur betur hart barist í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tók á móti Þór í 3. flokki karla í handboltanum. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik og fyrri leikur þeirra í vetur hafði endað með jafntefli og mátti því búast við svakalegum leik sem úr varð
31.01.2019
Olís deild karla í handbolta fer aftur af stað á sunnudag þegar KA tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik. Framarar eru í fallsæti með 7 stig en KA er á sama tíma með 10 stig og leikurinn því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik. Strákarnir okkar eru staðráðnir í að halda sér í deild þeirra bestu og ljóst að þetta verður lykilleikur í þeirri baráttu
31.01.2019
KA mætir Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins annaðkvöld í Boganum kl. 19:15. Allur aðgangseyrir að leiknum mun renna óskiptur til Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar en aðeins kostar 500 krónur inn á leikinn. Frítt er fyrir 16 ára og yngri. Athugið að ekki verður posi á svæðinu
31.01.2019
KA varð í gærkvöldi Deildarmeistari í Mizunodeild karla í blaki en þetta varð ljóst eftir að HK sem situr í 2. sæti deildarinnar tapaði gegn Aftureldingu. KA liðið sem hefur aðeins tapað einum leik í vetur er með 32 stig í efsta sæti en HK er með 18 stig og getur ekki lengur náð KA að stigum
30.01.2019
Handknattleiksdeild KA barst í dag mikill styrkur því Sverre Andreas Jakobsson mun aðstoða þá Stefán Árnason og Heimi Örn Árnason út tímabilið. Sverre býr yfir gríðarlegri reynslu og er ljóst að það mun gefa liðinu aukinn kraft á lokasprettinum í Olís deildinni þar sem strákarnir okkar eru staðráðnir í að halda liðinu í deild þeirra bestu
30.01.2019
Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson mæta aftur með KA Podcastið eftir smá frí og fara þeir yfir stöðu mála í fótboltanum, handboltanum og blakinu enda ýmislegt búið að ganga á frá síðasta hlaðvarpsþætti
29.01.2019
Júdódeild KA átti hvorki fleiri né færri en 10 keppendur á Reykjavík International Games um sem fram fór um helgina. Árangurinn var í heildina frekar góður en uppúr stóð að Anna Soffía Víkingsdóttir sótti gull í flokki +70 hjá konunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn