21.01.2019
Blakdeild KA gat ekki bara glaðst yfir þremur frábærum sigrum hjá karla- og kvennaliðum sínum um helgina því deildin skrifaði undir nýjan og glæsilegan styrktarsamning við Avis bílaleigu. Blakdeild KA rekur gríðarlega metnaðarfullt starf en bæði karla- og kvennalið liðsins eru í efsta sæti Mizunodeildanna auk þess sem þau munu bæði keppa í Evrópukeppni í upphafi febrúar
21.01.2019
Það er ekki bara keppt á HM í handboltanum þessa dagana en um helgina lék yngra ár 4. flokks kvenna tvívegis gegn Aftureldingu auk þess sem bæði lið 3. flokks karla tóku á móti Haukum
21.01.2019
KA/Þór leikur gríðarlega mikilvægan leik í KA-Heimilinu á morgun, þriðjudag, kl. 19:30 þegar HK kemur í heimsókn. Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega í vetur og með sigri koma þær sér í mjög góða stöðu í baráttunni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu
21.01.2019
Það var heldur betur líf og fjör um helgina þegar Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu fór fram í Boganum og á KA-velli. Alls léku 22 lið frá 13 félögum á mótinu og voru leiknir í heildina 55 leikir sem gera rúmlega 32 klukkutíma af fótbolta
20.01.2019
KA tók aftur á móti HK í toppslag Mizunodeildar karla í dag en liðið hafði deginum áður unnið 3-2 sigur í svakalegum leik liðanna. Gestirnir urðu að vinna leikinn og það með þriggja stiga sigri til að hanga í KA í toppbaráttu deildarinnar og úr varð hörkuleikur tveggja bestu blakliða landsins
20.01.2019
KA og Magni mættust í gærkvöldi í Kjarnafæðismótinu en fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið sína leiki og eftir 2-2 jafntefli Þórs gegn Völsung fyrr um daginn var ljóst að liðið sem færi með sigur af hólmi í leiknum myndi taka bílstjórasætið í baráttunni um sigur á mótinu
19.01.2019
Það var annar risaslagur í blakinu í dag þegar KA tók á móti HK í Mizunodeild kvenna. Rétt eins og hjá körlunum var um uppgjör toppliðanna tveggja að ræða en í þetta skiptið var það KA liðið sem var undir meiri pressu að sækja sigurinn. KA var á toppi deildarinnar með stigi meira en HK en hafði leikið einum leik meira
19.01.2019
KA tók á móti HK í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í dag. Það var ljóst að með sigri gæti KA liðið komið sér í kjörstöðu í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn en á sama tíma var leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir lið gestanna enda mikilvægt að saxa á forskot KA liðsins á toppnum
18.01.2019
Þeir gerast vart stærri blakleikirnir sem fara fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag en þá taka bæði karla- og kvennalið KA á móti HK. Bæði lið KA eru á toppi Mizunodeildanna en HK veitir þeim ansi harða keppni og ljóst að þetta eru lykilleikir í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn
18.01.2019
Í dag hefst Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í fótbolta en alls taka þátt 22 lið frá félögum hvaðanæva af landinu. Leikið verður bæði í Boganum og á KA-velli og má sjá niðurröðun mótsins hér fyrir neðan. Allir leikir í Boganum verða sýndir beint á KA-TV