Fréttir

Sverre aðstoðar KA út tímabilið

Handknattleiksdeild KA barst í dag mikill styrkur því Sverre Andreas Jakobsson mun aðstoða þá Stefán Árnason og Heimi Örn Árnason út tímabilið. Sverre býr yfir gríðarlegri reynslu og er ljóst að það mun gefa liðinu aukinn kraft á lokasprettinum í Olís deildinni þar sem strákarnir okkar eru staðráðnir í að halda liðinu í deild þeirra bestu

KA Podcastið - 30. janúar 2019

Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson mæta aftur með KA Podcastið eftir smá frí og fara þeir yfir stöðu mála í fótboltanum, handboltanum og blakinu enda ýmislegt búið að ganga á frá síðasta hlaðvarpsþætti

Anna Soffía vann gull á RIG um helgina

Júdódeild KA átti hvorki fleiri né færri en 10 keppendur á Reykjavík International Games um sem fram fór um helgina. Árangurinn var í heildina frekar góður en uppúr stóð að Anna Soffía Víkingsdóttir sótti gull í flokki +70 hjá konunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn

Fram of stór biti fyrir KA/Þór

KA/Þór sótti Íslandsmeistara Fram heim í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var vitað að verkefnið væri ansi krefjandi þó stelpurnar hefðu borið sigur af hólmi í fyrri leik liðanna í vetur. Leikur kvöldsins var lokaleikurinn í annarri umferð deildarinnar og verður þriðju og síðustu umferðinni raðað upp í kjölfarið

Dregið í Kjörísbikarnum í blaki

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blaki. Bæði lið KA voru að sjálfsögðu í pottinum en karlalið KA er eins og flestir vita ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið bikarkeppnina þrisvar á síðustu fjórum árum

Þorrablót KA haldið 16. febrúar

Það verður heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu laugardaginn 16. febrúar þegar Þorrablót KA fer fram. Þorrablót félagsins hafa vakið gríðarlega lukku undanfarin ár og lofum við skemmtilegri dagskrá og miklu fjöri eins og alltaf

KA/Þór sækir Fram heim í kvöld

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sækir Íslandsmeistara Fram heim í kvöld klukkan 19:00. Þetta er síðasti leikurinn í annarri umferð deildarinnar en leikin er þreföld umferð og verður leikjaplan þriðju umferðar raðað upp eftir úrslit kvöldsins

Strákarnir í 3. flokki með flottan sigur

Strákarnir í A-liði 3. flokks karla í handboltanum unnu í gær sinn fyrsta leik í vetur en þeir keppa í efstu deild. Mikill stígandi hefur verið í leik liðsins í vetur og í gær kom fyrsti sigurinn og það gegn öflugu liði ÍR en fyrir leikinn voru þeir með 1 stig eftir jafntefli gegn Þór fyrr í vetur

Áfram fullt hús í Kjarnafæðismótinu

KA tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Kjarnafæðismótinu í dag en leikurinn var næstsíðasti leikur liðanna í mótinu. Fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga og markatöluna 22-0 en þurfti á sigri að halda til að fara upp fyrir Þór sem hafði leikið einum leik meira og var stigi fyrir ofan liðið

Sannfærandi 0-3 sigur á Þrótti Reykjavík

Kvennalið KA í blaki lék í dag lokaleik sinn fyrir NEVZA Evrópukeppnina þegar liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Mizunodeildinni. Fyrr um helgina hafði liðið unnið góða sigra á Álftanesi og Álftanesi 2 en KA og HK eru í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og mátti okkar lið alls ekki misstíga sig í leik dagsins