Fréttir

Stór vika hjá Lyftingadeild KA

Það var stór vika hjá Lyftingadeild KA í síðustu viku. Alex Cambrey Orrason gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet þegar hann keppti á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði. Mótið fór fram í Hamm í Lúxemburg, 7.–12. maí. Árangur Alex skilaði honum fimmta sæti í -93kg. flokki.

Einar og Matea best á lokahófi | Skarphéðinn og Bergrós efnilegust

Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þór fór fram á miðvikudaginn og var gleðin við völd

Komdu í fótbolta! Sumaræfingar hafnar

Fótboltasumarið er hafið og hvetjum við alla áhugasama til að mæta á æfingu. Við leggjum mikinn metnað í starfið okkar og tökum vel á móti nýjum iðkendum

Aðalfundur KA haldinn 21. maí

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 21. maí næstkomandi klukkan 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta

KA Íslandsmeistari þriðja árið í röð!

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna þriðja árið í röð eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur á liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Um var að ræða fjórða leik liðanna og leiddi KA einvígið 2-1 fyrir leik dagsins

Kamil Pedryc til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA barst í dag góður liðsstyrkur þegar Kamil Pedryc skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kamil sem verður 29 ára síðar í mánuðinum er afar öflugur línumaður sem ætti bæði að styrkja sóknar- og varnarlínu okkar unga liðs á komandi vetri

Myndir frá stórbrotnum sigri KA

KA vann stórkostlegan 3-2 sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar en frábær karakter KA-liðsins sneri leiknum

Unnar Þorgilsson í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó

KA maðurinn Unnar Þorgilsson lenti í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó um síðustu helgi en hann keppti í -81kg. flokki. Unnar er gríðarlega öflugur keppnismaður sem sýnir sig með þessum frábæra árangri. Innilega til hamingju með árangurinn Unnar !

Stórafmæli félagsmanna í maí

Lydía og Bergrós á HM með U18

KA/Þór á tvo fulltrúa í lokahóp U18 ára landsliðs kvenna í handbolta sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Kína dagana 14.-25. ágúst næstkomandi en þetta eru þær Lydía Gunnþórsdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir. Auk þess er Sif Hallgrímsdóttir valin til vara