Fréttir

KA sótti stig á Selfossi á lokasekúndunum!

Það var ansi krefjandi verkefnið sem beið handknattleiksliðs KA í Olís deildinni í dag þegar liðið sótti Selfyssinga. Selfoss hefur leikið frábærlega á tímabilinu og var án taps á toppi deildarinnar auk þess sem liðið hefur komist tvívegis áfram í Evrópukeppni. KA liðið hefur hinsvegar ekki verið nægilega öflugt á útivelli og því ekki margir sem reiknuðu með öðru en heimasigri í dag

Tveir 3-0 sigrar um helgina

Kvennalið KA í blaki fer gríðarlega vel af stað í Mizunodeildinni en liðið vann Álftanes tvívegis um helgina og báða leikina 3-0. Mikið hefur verið talað um styrkleika KA liðsins fyrir veturinn og var spenna að sjá hve langt liðið væri komið á leið í undirbúningi sínum

Titilvörnin hefst á tveimur sigrum

Karlalið KA í blaki hefur tímabilið af krafti en liðið lagði um helgina lið Álftanes tvívegis í KA-Heimilinu. Liðið varð Meistari Meistaranna fyrir skömmu og bætti þar við enn einum titli í safnið en liðið vann eins og frægt er orðið Íslands-, Bikar- og Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð

KA og Álftanes mætast aftur í dag

KA mætir Selfossi í dag (bein útsending)

Eftir nokkurt hlé á Olís deild karla halda KA strákarnir á Selfoss og mæta þar gríðarlega sterku liði heimamanna. Selfyssingar hafa verið á mikilli siglingu í deildinni, sitja þar í toppsætinu og aðeins tapað einu stigi

Nýr félagsfatnaður FIMAK

Í dag skrifaði Fimleikafélagið undir samning við fimleika.is um nýjan félagsfatnað frá GK sem fer í sölu í desember og verður tekin í notkun árið 2019.Línan er orðin nokkuð stærri en verið hefur þar sem við verðum með til sölu 3 tegundir af æfingabolum ásamt öðrum æfingafatnaði og svo keppnisboli í bæði áhaldafimleikum og hópfimleikum.

Tveir blakleikir í KA heimilinu í dag

KA/Þór áfram í Bikarnum

Coca-Cola bikarinn hófst í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sótti Aftureldingu heim. Heimastúlkur úr Mosfellsbænum eru deild neðar en okkar lið auk þess sem okkar lið er nýbúið að leggja Íslandsmeistara Fram að velli. Það mátti þó búast við krefjandi verkefni rétt eins og bikarleikir verða yfirleitt

Fimleikar.is með sölu um helgina

Söluaðilar frá fimleikar.is munu vera með sölu í fimleikahúsinu alla helgina meðan haustmótið stendur yfir.Salan hefst í dag föstudaginn 2.nóvember kl.16:30- 18:00 og verður meðan mótið er í gangi á morgunn laugardag og sunnudag.

KA/Þór hefur leik í bikarnum (Í beinni)

KA/Þór hefur leik í Coca-Cola bikarnum í kvöld er liðið sækir Aftureldingu heim. KA/Þór hefur vakið verðskuldaða athygli í Olís-deildinni það sem af er vetri en liðið lagði meðal annars Íslandsmeistara Fram að velli í síðustu umferð