30.11.2018
Það var enginn smá liðsstyrkur sem KA barst í dag þegar tilkynnt var um komu þeirra Almarrs Ormarssonar, Hauks Heiðars Haukssonar og Andra Fannars Stefánssonar. Allir eru þeir uppaldir hjá KA og er gríðarlega jákvætt að sjá þá snúa aftur á heimaslóðirnar. Gríðarleg gleði braust út á föstudagsframsögu KA þar sem koma þeirra var tilkynnt
30.11.2018
KA barst í dag mikill liðsstyrkur frá Noregi er Alexander Groven skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Alexander er 26 ára örvfættur bakvörður og hefur mikla reynslu af fótbolta á háu stigi en hann hefur leikið 93 leiki í efstu deild í Noregi og gert í þeim þrjú mörk
30.11.2018
Þær gleðifregnir voru tilkynntar á föstudagsframsögu dagsins að Callum Williams hefði framlengt samningi sínum við KA um eitt ár. Callum sem er 27 ára gamall miðvörður hefur leikið með KA frá árinu 2015. Hann hefur spilað 79 leiki fyrir félagið og gert í þeim alls þrjú mörk
29.11.2018
KA sótti lið Völsungs heim í Mizunodeild kvenna í blaki í gærkvöldi en liðin mættust nýverið í KA-Heimilinu þar sem KA fór með 3-0 sigur af hólmi. Það var þó ljóst að verkefni kvöldsins yrði ekki auðvelt en í lið KA vantaði þær Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Birnu Baldursdóttur sem leika stórt hlutverk í liðinu
28.11.2018
Það verður skemmtilegt í hádeginu í KA-Heimilinu á sunnudaginn þegar við höldum grautardaginn. Þá bjóðum við félagsmönnum upp á mjólkurgraut og slátur auk þess sem deildir félagsins verða með ýmsan varning til sölu
28.11.2018
Fimleikafélagið hefur til fjölda ára boðið upp á krílaleikfimi á laugardögum.Næstkomandi laugardag 1.desember verður boðið upp á opinn tíma fyrir börn á aldrinum 3-5 ára.
27.11.2018
Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Óli Stefán Flóventsson sem tók nýverið við sem þjálfari KA var viðmælandi Skúla í síðasta þætti þar sem hann ræddi hina ýmsu kanta knattspyrnunnar og framhaldið hjá KA
27.11.2018
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Láru Kristínu Pedersen um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Lára Kristín er öflugur miðjumaður og hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar á undanförnum árum. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst mjög ánægður með að fá hana norður
27.11.2018
Föstudagsframsagan hefur slegið í gegn og núna á föstudaginn leggjum við allt undir! Fjölmiðlamaðurinn Tómas Þór Þórðarson mætir í KA-Heimilið og fer yfir fótboltann hjá KA undanfarin ár eins og honum einum er lagið
27.11.2018
A-landslið Íslands í handbolta undirbýr sig nú fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins 2019 en framundan eru leikir í Makedóníu gegn Tyrklandi, Makedóníu og Aserbaídsjan. Leikirnir fara fram um næstu helgi og er mikið undir í leikjunum. Leikið er í fjögurra liða riðli og fara allir leikirnir fram í Makedóníu