Fréttir

Sveinn Þór ráðinn aðstoðarþjálfari KA

Knattspyrnudeild KA skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Svein Þór Steingrímsson um að hann taki við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Á dögunum skrifaði Óli Stefán Flóventsson undir sem nýr aðalþjálfari liðsins og verður spennandi að fylgjast með samstarfi þeirra Óla og Sveins með liðið

Brotlending í Garðabænum

KA mætti í Garðabæinn og mætti þar Stjörnumönnum í 5. umferð Olís deildar karla. Eftir flotta byrjun á tímabilinu þar sem KA vann tvo magnaða sigra hafa komið tveir tapleikir. Heimamenn höfðu hinsvegar byrjað illa og voru á botninum án stiga fyrir leik dagsins

KA mætir í Garðabæinn í dag

Baráttan í Olís deild karla heldur áfram í dag þegar KA sækir Stjörnumenn heim í Garðabæinn. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er liður í 5. umferð deildarinnar. Við hvetjum að sjálfsögðu alla KA-menn fyrir sunnan til að drífa sig á völlinn en fyrir ykkur sem ekki komist þá verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport

KA/Þór með góðan útisigur á Selfossi

KA/Þór sótti Selfyssinga heim í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum og ljóst að það væru ansi mikilvæg stig í húfi. Þór/KA hafði unnið fyrsta útileik vetrarins og eftir tapið í síðustu umferð var hungrið svo sannarlega mikið í hópnum að sækja sigur í kvöld

Sigþór Gunnar í U-21 og Svavar í U-19

Í dag voru gefnir út æfingahópar hjá U-21 og U-19 ára landsliðum Íslands í handbolta. KA á einn fulltrúa í hvorum hóp en leikstjórnandinn Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 hópnum og Svavar Sigmundsson markvörður er í U-19 hópnum

Jóna og Ninna með U-17 til Danmerkur

KA á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliði Íslands í blaki kvenna sem tekur þátt í NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku í næstu viku. Þetta eru þær Ninna Rún Vésteinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið

KA Podcastið - 12. október 2018

Hlaðvarpsþáttur KA er heldur betur flottur þessa vikuna en þeir Siguróli Magni og Hjalti Hreinsson hefja þáttinn á yfirferð á Olís deildum karla og kvenna hjá KA og KA/Þór. Þá er farið að styttast í blaktímabilið og af því tilefni mæta þau Arnar Már Sigurðsson og Elma Eysteinsdóttir í spjall og ræða spennandi tíma í blakinu

KA/Þór mætir Selfossi á morgun

Á morgun, föstudag, tekur Selfoss á móti KA/Þór í lokaleik 4. umferðar Olís deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Selfossi og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur uppá framhaldið og mikilvæg stig í húfi

Steinþór Freyr framlengir við KA

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið

Fylgir þú KA á samfélagsmiðlunum?

Auk þess að vera með virka heimasíðu þá er KA einnig á helstu samfélagsmiðlunum í dag. Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að fylgja KA á facebook, twitter og instagram enda kemur þar inn efni sem ekki alltaf á erindi á heimasíðu félagsins. Hér fyrir neðan eru hlekkir á síður KA á þessum miðlum