Fréttir

jólamót Júdódeildar KA

Sunnudaginn 16. desember verður jólamót Júdódeildar KA vera haldið. Mótið hefst kl 14:00 og verður haldið í KA heimilinu. Þetta er frábær vettvangur til þess að æfa sig að keppa, njóta þess að vera með og stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Við hvetjum við alla júdóiðkendur (stelpur og stráka, karla og konur) til þess að taka þátt í honum með okkur.

Síðasti tíminn fyrir jól hjá krílahópum 8. desember

Á morgunn laugardaginn 8.desember er síðasti tíminn fyrir jól í krílahópunum okkar.Okkur langar að gera hann svolítið jólalegan og hvetjum þá sem vilja að mæta með eitthvað jólafínt eða jólahúfu.

Upphitun á Icelandair Hotel

Það verður KA upphitun fyrir bæjarslaginn á morgun á Icelandair Hotel. Þangað ætlum við að mæta uppúr klukkan 15:30 og koma okkur í gírinn fyrir leikinn mikilvæga. Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í gleðinni sem og að mæta gulklædd, við ætlum okkur að vinna bæði leikinn sem og stúkuna, áfram KA

Síðasti séns til að panta KA könnu

Blakdeild KA er með glæsilegar KA könnur til sölu sem er nokkuð sem allir KA menn ættu að eiga. Þá eru könnurnar tilvalin jólagjöf og því um að gera að hafa hraðar hendur því lokað verður fyrir pantanir þann 10. desember næstkomandi

Bæjarslagurinn er á laugardaginn!

Einhver stærsti leikur tímabilsins er á laugardaginn þegar KA sækir Akureyri heim í Íþróttahöllina klukkan 18:00. Bæði lið eru í harðri baráttu um áframhaldandi veru í efstu deild og því miklu meira undir en bara bæjarstoltið, það er ljóst að við þurfum á ÞÉR að halda í stúkunni

Sprettsmótið fór fram um helgina

Sprettsmótið í handbolta var haldið í KA-Heimilinu um helgina þar sem strákar og stelpur í 8. og 7. flokki léku listir sínar. Þetta var fyrsta mót margra keppenda og var mjög gaman að fylgjast með krökkunum læra betur og betur á reglurnar og spil eftir því sem leið á daginn

Grautardagurinn heppnaðist mjög vel

KA bauð félagsmenn sína velkomna í KA-Heimilið á grautardaginn á sunnudaginn en boðið var upp á mjólkurgraut og slátur. Ákaflega ánægjulegt var að sjá hve margir lögðu leið sína í KA-Heimilið og nutu matarins

Föstudagsframsagan: Stebbi og Heimir

Það er komið að síðustu föstudagsframsögu ársins og það er engin smá dagskrá sem við bjóðum uppá í þetta skiptið. Stefán Árnason og Heimir Örn Árnason þjálfarar karlaliðs KA í handboltanum halda skemmtilega tölu þar sem þeir fara yfir veturinn til þessa sem og að hita vel upp fyrir bæjarslaginn á laugardaginn

Happdrætti handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA er nú með glæsilegt happdrætti í gangi þar sem 75 glæsilegir vinningar eru í boði. Einungis 850 miðar eru til sölu og því góðar líkur á að detta í lukkupottinn. Dregið verður 15. desember og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í desember innilega til hamingju.