Fréttir

Knattspyrnuskóla KA lauk í dag

Í dag lauk vikulöngum knattspyrnuskóla KA þar sem meistaraflokkur KA var með sérhæfðar æfingar fyrir hressa krakka fædda 2005-2012. Alls tóku þátt um 100 krakkar og var mjög gaman að fylgjast með þeim takast á við öðruvísi æfingar og taka við ráðleggingum frá hetjunum sínum í KA liðinu

Alexander og Berenika júdófólk KA 2018

Alexander Heiðarsson er júdómaður KA 2018 og Berenika Bernat er júdókona KA 2018. Þau eru vel að útnefningunum komin. Alexander var á árinu Íslandsmeistari í flokki fullorðinna í -66 kg flokki og Berenika varð Íslandsmeistari í undir 18 ára flokki, undir 21 árs flokki og opnum flokki fullorðinna. Alexander tók þátt í sex alþjóðlegum mótum og vann þar til tveggja verðlauna. Berenika tók þátt í tveimur alþjóðlegum mótum og stóð sig með sóma. Unnar Þorri Þorgilsson vann hinn árlega bikar sem gefinn er fyrir mestu framfarirnar KA óskar þeim öllum innilega til hamingju.

KA könnurnar eru mættar

Blakdeild KA stóð fyrir hóppöntun á glæsilegum KA kaffikönnum nú á dögunum og eru þær mættar í KA-Heimilið. Þeir sem pöntuðu könnur geta nálgast þær til klukkan 18:00 í dag og á milli 9:00 og 15:00 á morgun, laugardag. Við hvetjum ykkur eindregið til að sækja þær sem fyrst svo hægt verði að drekka jólakaffið eða kakóið úr könnunum góðu

KA Pub Quiz 27. desember

Handknattleiksdeild KA verður með stórskemmtilegt Pub Quiz í KA-Heimilinu fimmtudaginn 27. desember næstkomandi. Greifapizzur sem og drykkir verða til sölu á staðnum. Tveir eru saman í liði og verður spurt út í hina ýmsu hluti og ættu því allir að geta lagt eitthvað til síns liðs

Myndaveisla frá jólaæfingunni

Það var gríðarlega mikið fjör á jólaæfingu 7. og 8. flokks í handboltanum sem fram fór í gær í KA-Heimilinu. Krakkarnir tóku vel á því á síðustu æfingunni fyrir jólafrí auk þess sem jólasveinar litu við og tóku virkan þátt í æfingunni. Að lokum sungu allir jólalög og krakkarnir fengu glaðning að honum loknum

3 leikmenn KA í A-landsliðum blaksins

Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki hefja undirbúning sinn fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2019 milli jóla og nýárs. KA á tvo fulltrúa í karlalandsliðinu og einn í kvennalandsliðinu en þetta eru þau Alexander Arnar Þórisson, Sigþór Helgason og Gígja Guðnadóttir

KA með 13 fulltrúa í landsliðsverkefni

Þó að handboltatímabilið sé að fara í smá jólafrí þá þýðir það ekki að allir muni taka sér frí frá þjálfun því HSÍ hefur boðað öll yngri landslið sín á æfingar hvoru megin við áramótin auk þess sem að Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram

Coerver skólinn er frábær jólagjöf

Undanfarin tvö sumur hefur KA boðið fótboltakrökkum að taka þátt í Coerver Coaching skólanum á KA-svæðinu og verður engin undantekning á því næsta sumar. Nú þegar líður að jólum þá viljum við benda á að það er frábær jólagjöf fyrir áhugasama fótboltakrakka að fá aðgang í skólann næsta sumar í jólagjöf

Jólaæfing handboltans á morgun

Á morgun, miðvikudag, fer fram skemmtilegasta æfing vetrarins þegar 7. og 8. flokkur taka jólaæfinguna sína. Þetta hefur verið frábær hefð í gegnum árin að taka lauflétta æfingu fyrir jól þar sem jólasveinarnir sem komnir eru til byggða kíkja í KA-Heimilið og taka þátt í gleðinni með krökkunum

Knattspyrnuskóli KA hefst á morgun

Knattspyrnuskóli KA hefst á morgun, þriðjudag, en skólinn er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2005-2012. Óli Stefán Flóventsson þjálfari meistaraflokks setur upp æfingarnar sem eru einstaklingsmiðaðar og stuðla að því að bæta leikmenn í sinni eigin stöðu