11.11.2018
Afturelding tók á móti KA öðru sinni um helgina í Mizunodeild karla í blaki í dag. KA vann sannfærandi 0-3 sigur í gær og var ljóst að heimamenn ætluðu sér að gefa KA liðinu meiri mótstöðu í dag enda Afturelding með vel mannað lið
11.11.2018
KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna og það hefur eðlilega vakið athygli á leikmönnum liðsins. Á dögunum voru valdir æfingahópar hjá U-17 og U-19 ára landsliðum kvenna auk þess sem valinn var hópur hjá B-landsliði Íslands
10.11.2018
Önnur túrnering vetrarins fór fram um helgina hjá yngra ári 5. flokks karla og kvenna í handbolta. Hjá strákunum senti KA tvö lið til leiks en hjá stelpunum senti KA/Þór eitt lið til keppni. Leikið var í Kópavogi og var mikil spenna hjá keppendum okkar fyrir helginni
10.11.2018
KA átti ansi góðan dag í Mosfellsbænum í dag þegar bæði karla- og kvennalið félagsins mættu Aftureldingu í íþróttahúsinu að Varmá. Bæði lið KA unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins um síðustu helgi en strákarnir ætluðu sér að spila betur enda áttu þeir klárlega eitthvað inni þrátt fyrir sigrana á Álftanesi. Stelpurnar höfðu hinsvegar sýnt jafnari spilamennsku í sínum leikjum og virðast vera klárar í veturinn
10.11.2018
Ungmennalið KA í handboltanum átti frábæra ferð suður um helgina en liðið lék tvo leiki og vann þá báða. Fyrir helgina voru strákarnir á toppi 2. deildar með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina
10.11.2018
Karla- og kvennalið KA í blaki sækja Aftureldingu heim í Mizunodeildunum í blaki í dag. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:30 og stelpurnar fylgja svo í kjölfarið klukkan 15:30. Blakveislunni lýkur að vísu ekki í dag því karlarnir leika aftur á morgun, sunnudag, klukkan 13:00
08.11.2018
Það er sannkölluð veisla í hádeginu í KA-Heimilinu á morgun, föstudaginn 9. nóvember. Föstudagsframsagan fór frábærlega af stað í síðustu viku og nú mun Óli Stefán Flóventsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs KA, sitja fyrir svörum og halda framsögu um vonir og væntingar fyrir starfið hjá KA, hvernig hann sér hlutina fyrir sér og hvað það var sem lokkaði hann norður
08.11.2018
KA tók á móti Haukum í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. KA hafði komið mörgum gríðarlega á óvart fyrr í vetur er liðið rótburstaði Hauka í Olís deildinni og var ljóst að gestirnir ætluðu sér að hefna fyrir það
08.11.2018
Leikdagur! KA hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Það má búast við svakalegum leik og ljóst að KA liðið þarf á þínum stuðning að halda til að komast áfram í næstu umferð
07.11.2018
Það er enginn smá leikur sem bíður KA liðinu í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins er liðið fær Hauka í heimsókn. Leikurinn fer fram á fimmtudag og hefst klukkan 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja strákana til sigurs