Fréttir

Jólabingó á sunnudaginn

Það verður svo sannarlega gaman í Naustaskóla á sunnudaginn þegar jólabingó yngri flokka KA í knattspyrnu fer fram. Fjörið hefst klukkan 14:00 og eru allir velkomnir að koma og taka þátt. Yngriflokkar KA í knattspyrnu bjóða upp á fríar rútuferðir úr skóla og út í Boga þar sem krakkarnir æfa og er bingó-ið liður í fjármögnun rútuferðanna

Daníel og Aron Elí sóttu brons í Kína

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri lék á dögunum á æfingamóti í Kína. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þeir Aron Elí Gíslason og Daníel Hafsteinsson. Það var ljóst að þetta mót var gott tækifæri fyrir okkar stráka auk þess sem það er mikið ævintýri að koma til Kína

Stórkostlegur sigur KA í Eyjum!

Það var mikið undir í leik ÍBV og KA í Vestmannaeyjum í dag en bæði lið voru með 6 stig fyrir leikinn og mikilvæg stig í húfi. Þrefaldir meistarar ÍBV eru gríðarlega erfiðir heim að sækja og ljóst að verkefni dagsins væri gríðarlega krefjandi

Bryndís Lára áfram hjá Þór/KA

Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við Þór/KA og verður því í röðum liðsins næstu þrjú árin. Þetta eru mikil gleðitíðindi en Bryndís Lára var algjör lykilmaður sumarið 2017 þegar liðið varð Íslandsmeistari en það var hennar fyrsta tímabil með liðinu

Krefjandi leikur í Eyjum í dag (í beinni)

KA sækir þrefalda meistara ÍBV heim í Olís deild karla í handboltanum í dag. Liðin eru jöfn að stigum með 6 stig fyrir leikinn og má búast við hörkuleik en leikurinn er liður í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður í beinni útsendingu á ÍBV-TV

Tap staðreynd þrátt fyrir góðan leik KA/Þórs

KA/Þór lék lokaleik sinn í Olís deild kvenna fyrir jólafrí er liðið sótti annað af toppliðum deildarinnar, ÍBV, heim til Vestmannaeyja. Það var búist við erfiðum leik hjá okkar liði enda ÍBV verið að leika mjög vel að undanförnu og hafði einmitt unnið fyrri leik liðanna 26-34 í KA-Heimilinu

ÍBV - KA/Þór í dag - sýndur í beinni

Núna klukkan 13:30 hefst leikur ÍBV og KA/Þórs í Olís deild kvenna sem átti að fara fram í gær. Leikurinn fer því fram á laugardag klukkan 13:30 en þetta er lokaleikur liðanna fyrir jólafrí í deildinni.

Stórt Stefnumót á laugardaginn

Það verður engin smá veisla í Boganum á morgun, laugardag, þegar Stefnumót KA fyrir 6.-8. flokk karla og kvenna fer fram. Þetta er stærsta Stefnumót KA til þessa og verða keppendur um 840 talsins, þar af 220 hjá KA. Alls taka þátt 155 lið á mótinu og þar á meðal eru 44 lið frá KA

Myndir frá bæjarslagnum í 3. flokki

Það var alvöru bæjarslagur í Síðuskóla á miðvikudaginn þegar KA sótti lið Þórs heim í 3. flokki karla. KA liðið er að mestu skipað leikmönnum á yngra ári og hefur veturinn því verið mjög krefjandi fyrir liðið enda strákarnir að leika í efstu deild

Nýjung í Nóra

Við viljum vekja athygli ykkar á appinu Nóri sem hugsað er fyrir foreldra. Þar getið þið skráð leyfi/veikindi fram í tímann, séð upplýsingar um netfang og símanúmer þjálfara. Einnig getið þið séð greiðslustöðu allra tímabila iðkenda ykkar í appinu. Enn ein nýjung bættist síðan við í síðustu viku en það er að þið getið séð daga og tíma allra iðkenda sem æfa júdó. Jafnvel látið símann minna ykkur á tíma ef svo ber undir.