Fréttir

Hulda, Sólveig og Ásdís léku með B-landsliðinu

Olís deild kvenna í handboltanum er í jólafríi þessa dagana og hefst ekki aftur fyrr en 8. janúar. Það er þó nóg að gera hjá nokkrum leikmönnum liðsins en þær Hulda Bryndís Tryggvadóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir voru allar valdar í B-landslið Íslands sem mætti Færeyjum í tveimur leikjum

Háspennuleikur þegar KA og Valur mættust í kvöld

KA tekur á móti Val í dag

Það er enginn smá leikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Val í Olís deild karla í handbolta. Þessi félög hafa barist ansi oft í gegnum tíðina á handboltavellinum og má búast við hörkuleik í KA-Heimilinu klukkan 18:30 þegar leikar hefjast

KA sigur á Þrótti Nes í hörkuleik

Meira blak í KA heimilinu í dag

Sigur og tap hjá KA liðunum í dag

Tveir blakleikir í KA heimilinu í dag

Það verður sannkölluð blakveisla í KA heimilinu í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA taka á móti Þrótti frá Neskaupstað. KA liðin hafa farið vel af stað og hafa unnið alla sína leiki til þessa. KA liðin fengu góðan liðstyrk fyrir þessa leiktíð frá Þrótti Nes þannig að búast má við áhugaverðum leikjum fyrir vikið

KA og Þór framlengja samstarfið um rekstur Þórs/KA

Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór hafa undirritað nýjan samning um rekstur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu, sem og í 2. flokki kvenna. Samningurinn er í raun framlenging á eldri samningi sem undirritaður var í mars 2017 og mun nýi samningurinn gilda til haustsins 2023

Síðasti heimaleikur fyrir jól á mánudag

Á mánudaginn tekur KA á móti Val í síðasta heimaleik KA fyrir jólafrí í Olís deild karla. Það má búast við svakalegum leik enda mikil saga milli þessara tveggja liða. Strákarnir unnu magnaðan sigur á þreföldum meisturum ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð og ætla sér svo sannarlega sigur gegn sterku liði gestanna

Við kynnum nýjar leikmannasíður í blakinu

Það er engin smá blakveisla framundan um helgina þegar bæði karla- og kvennalið KA taka á móti Þrótti Neskaupstað. Karlarnir mætast bæði á laugardag og sunnudag klukkan 13:00 en konurnar leika á laugardeginum klukkan 15:00