Fréttir

KA tekur á móti Völsung í kvöld

Kvennalið KA hefur farið frábærlega af stað í Mizunodeildinni í blaki og er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki vetrarins. Í kvöld tekur liðið á móti Völsung í sannkölluðum nágrannaslag en leikurinn hefst klukkan 20:00 í KA-Heimilinu

Haukasigur eftir hörkuleik

KA/Þór tók á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins fyrir jólafrí í Olís deild kvenna. Stelpurnar komu mörgum á óvart er þær unnu 23-24 sigur í fyrri viðureign liðanna og var ljóst að lið gestanna hugði á hefndir. Haukar voru á miklu skriði fyrir leikinn og höfðu unnið síðustu fjóra leiki sína

17 fulltrúar KA á úrtaksæfingum

Yngriflokkastarfið hjá knattspyrnudeild KA er í miklum blóma um þessar mundir og á félagið alls 17 fulltrúa í úrtakshópum U-15 og U-16 ára landsliða Íslands. Antonía Huld Ketilsdóttir var í gær valin á úrtaksæfingar hjá U-16 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun æfa dagana 23.-25. nóvember og er Jörundur Áki Sveinsson þjálfari hjá þessum aldursflokki

Síðasti heimaleikur KA/Þórs fyrir jólafrí

Það styttist í jólafrí í Olís deild kvenna eins furðulega og það kann að hljóma. Stelpurnar í KA/Þór taka í kvöld á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins í bili en leikurinn hefst klukkan 19:30 og hvetjum við ykkur öll eindregið til að mæta og styðja þetta frábæra lið okkar til sigurs

Myndaveisla frá Aftureldingarleiknum

Afturelding lagði KA 28-30 í spennuþrungnum leik í Olís deild karla í gær. Gestirnir náðu sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en KA liðið sneri leiknum í upphafi síðari hálfleiks þökk sé frábærum stuðning áhorfenda í KA-Heimilinu. Mosfellingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og hirtu öll stigin

Afturelding sterkari í sveiflukenndum leik

KA tók á móti Aftureldingu í kvöld í 8. umferð Olís deildar karla. Það mátti búast við hörkuleik sem úr varð en Mosfellingar hafa leikið mjög vel í deildinni og hafa á að skipa stóru og sterku liði. KA liðið ætlaði hinsvegar að svara fyrir frekar dapran síðasta leik er liðið féll úr bikarnum

Guðjón Pétur Lýðsson semur við KA

KA og Guðjón Pétur náðu samkomulagi í dag og skrifar Guðjón undir 3 ára samning við félagið. Guðjón kemur frá Val þar sem hann hefur verið Bikar- og Íslandsmeistari síðustu ár. Guðjón Pétur er 31 árs og hefur spilað 178 leiki í efstu deild og skorað í þeim 44 mörk

Heimaleikur gegn Aftureldingu á morgun

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla á morgun, mánudag, þegar KA tekur á móti Aftureldingu í 8. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og má búast við hörkuleik. Gestirnir sitja í 4. sæti deildarinnar á sama tíma og okkar lið er í 7. sætinu en þó munar einungis þremur stigum á liðunum

Daníel og Aron Elí til Kína með U-21

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri er á leiðinni til Kína þar sem liðið mun taka þátt í fjögurra liða móti dagana 15.-19. nóvember næstkomandi. Strákarnir munu þar leika gegn Mexíkó, Kína og Tælandi í borginni Chongqing

KA lagði Aftureldingu öðru sinni

Afturelding tók á móti KA öðru sinni um helgina í Mizunodeild karla í blaki í dag. KA vann sannfærandi 0-3 sigur í gær og var ljóst að heimamenn ætluðu sér að gefa KA liðinu meiri mótstöðu í dag enda Afturelding með vel mannað lið