Fréttir

Stórafmæli í nóvember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.

Blaktímabilið hefst um helgina!

Blaktímabilið hefst á laugardaginn og það með tveimur hörkuleikjum í KA-Heimilinu! Dagurinn hefst klukkan 13:00 er fjórfaldir meistarar KA taka á móti Álftanesi hjá körlunum og svo klukkan 15:00 mætast kvennalið KA og Álftanes

Æfingar falla niður laugardaginn 3. nóvember

Allar æfingar fimleikafélagsins falla niður laugardaginn 3.nóvember vegna haustmóts FSÍ sem fram fer hér á Akureyri.Næsta æfing hjá krílahópum er laugardaginn 10.nóvember.

7 frá Þór/KA í æfingahóp A-landsliðsins

Jón Þór Hauksson valdi í dag sinn fyrsta æfingahóp en hann var nýverið ráðinn landsliðsþjálfari hjá kvennalandsliðinu. Hópurinn er nokkuð stór eða alls 30 leikmenn og eru allir á mála hjá íslenskum félagsliðum. Þór/KA á alls 7 fulltrúa í hópnum sem er auðvitað mikil viðurkenning á því flotta starfi sem hefur verið unnið í kringum liðið undanfarin ár

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Fram

KA/Þór lagði Íslandsmeistara Fram í mögnuðum handboltaleik í KA-Heimilinu í gær. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og tóku forystuna á lokamínútum leiksins og skoruðu svo sigurmarkið er 10 sekúndur lifðu leiks. Egill Bjarni Friðjónsson var á svæðinu og tók helling af myndum frá þessum flotta sigri. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndir Egils frá leiknum

KA/Þór skellti Íslandsmeisturunum!

Það var svo sannarlega búist við erfiðum leik í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tók á móti Íslandsmeisturum Fram í 7. umferð Olís deildar kvenna. Fyrir leikinn voru Framarar á toppnum og höfðu leikið ákaflega vel það sem af er tímabilinu. Á sama tíma var okkar lið fjórum stigum á eftir toppliðinu eftir flotta byrjun

KA Podcastið - 27. október 2018

Eftir smá tæknivandræði þá birtum við hér nýjustu útgáfu hlaðvarpsþáttar KA. Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson renna yfir stöðuna í handboltanum en KA gerði jafntefli við ÍR á dögunum eftir stórt tap gegn Stjörnunni þar áður. KA/Þór hefur farið vel af stað en tapaði þó síðasta leik á ævintýralegan hátt

KA/Þór tekur á móti Fram í kvöld

Það er alvöru verkefni framundan í kvöld hjá kvennaliði KA/Þórs í Olísdeildinni en Íslandsmeistarar Fram koma í heimsókn í KA-Heimilið klukkan 18:00. Leikurinn er liður í 7. umferð deildarinnar en Framarar eru á toppnum með 10 stig á sama tíma og okkar lið er með 6 stig í 4.-6. sæti

Föstudagsframsagan - Hádegisverður í KA-heimilinu í nóvember

Það er mikið framundan hjá okkur í KA-heimilinu föstudaga í nóvember. Þjálfarar meistaraflokkanna okkar munu halda framsögur í hádeginu milli 12:00 og 13:00 og Vídalín Veitingar munu framreiða dýrindis hádegisverð. Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir. Hvar er betra að byrja helgina en í KA-heimilinu?

Sandra Mayor og Bianca Sierra áfram hjá Þór/KA

Sandra Mayor og Bianca Sierra skrifuðu í dag undir nýja samninga við lið Þór/KA og munu því leika með liðinu næsta sumar. Þetta eru frábærar fréttir enda báðar algjörir lykilleikmenn í okkar liði. Þær munu koma til liðs við liðið í janúar en undanfarnar vikur hafa þær verið að leika í undankeppni HM með Mexíkóska landsliðinu