06.11.2018
KA/Þór sótti topplið Vals heim í 8. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Stelpurnar lögðu Íslandsmeistara Fram í síðustu umferð auk þess að komast áfram í Coca-Cola bikarnum þannig að þær mættu fullar sjálfstrausts í leik kvöldsins
06.11.2018
KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna í vetur og er í 4. sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar. Stelpurnar sækja topplið Vals heim að Hlíðarenda í dag klukkan 19:30 en einungis þremur stigum munar á liðunum
05.11.2018
Vetraræfingar knattspyrnudeildar hófust á dögunum og má sjá æfingatöfluna hér fyrir neðan. Yngriflokkaráð minnir á að skrá iðkendur í Nóra kerfið og í kjölfarið að borga ársgjaldið. Við minnum að sjálfsögðu á að nýta sér tómstundaávísun Akureyrarbæjar
04.11.2018
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu um helgina er hvorki fleiri né færri en fjórir blakleikir fóru fram. Bæði karla- og kvennalið KA lögðu Álftanes tvívegis að velli í fyrstu leikjunum í Mizunodeildinni í blaki
04.11.2018
Það var ansi krefjandi verkefnið sem beið handknattleiksliðs KA í Olís deildinni í dag þegar liðið sótti Selfyssinga. Selfoss hefur leikið frábærlega á tímabilinu og var án taps á toppi deildarinnar auk þess sem liðið hefur komist tvívegis áfram í Evrópukeppni. KA liðið hefur hinsvegar ekki verið nægilega öflugt á útivelli og því ekki margir sem reiknuðu með öðru en heimasigri í dag
04.11.2018
Kvennalið KA í blaki fer gríðarlega vel af stað í Mizunodeildinni en liðið vann Álftanes tvívegis um helgina og báða leikina 3-0. Mikið hefur verið talað um styrkleika KA liðsins fyrir veturinn og var spenna að sjá hve langt liðið væri komið á leið í undirbúningi sínum
04.11.2018
Karlalið KA í blaki hefur tímabilið af krafti en liðið lagði um helgina lið Álftanes tvívegis í KA-Heimilinu. Liðið varð Meistari Meistaranna fyrir skömmu og bætti þar við enn einum titli í safnið en liðið vann eins og frægt er orðið Íslands-, Bikar- og Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð
04.11.2018
Eftir nokkurt hlé á Olís deild karla halda KA strákarnir á Selfoss og mæta þar gríðarlega sterku liði heimamanna. Selfyssingar hafa verið á mikilli siglingu í deildinni, sitja þar í toppsætinu og aðeins tapað einu stigi
04.11.2018
Í dag skrifaði Fimleikafélagið undir samning við fimleika.is um nýjan félagsfatnað frá GK sem fer í sölu í desember og verður tekin í notkun árið 2019.Línan er orðin nokkuð stærri en verið hefur þar sem við verðum með til sölu 3 tegundir af æfingabolum ásamt öðrum æfingafatnaði og svo keppnisboli í bæði áhaldafimleikum og hópfimleikum.