Fréttir

KA fékk Hauka og KA/Þór Aftureldingu

Í hádeginu var dregið í fyrstu umferð í Coca-Cola bikarnum í handboltanum og var eðlilega spenna í loftinu. Karlalið KA fékk heimaleik gegn Haukum í 32-liða úrslitum og verður spennandi að sjá þann leik enda ekki langt síðan KA vann ótrúlegan sigur á Haukum í deildinni

Önnur myndaveisla frá sigri KA/Þórs

Það var ansi gaman í KA-Heimilinu í gær þegar KA/Þór vann sinn fyrsta heimaleik í vetur með 23-19 sigri á Stjörnunni. Sigurinn var miklu meira sannfærandi en lokatölurnar gefa til kynna en stelpurnar leiddu með níu mörkum er 20 mínútur lifðu leiks

Akureyri vann en KA dæmdur 0-10 sigur

Það var alvöru bæjarslagur í Höllinni í kvöld þegar ungmennalið KA og Akureyrar áttust við. Töluverð spenna var fyrir leiknum enda margir flottir leikmenn í báðum liðum sem fá flottan möguleika á að láta ljós sitt skína í 2. deildinni

Bæjarslagur í kvöld hjá ungmennaliðunum

Það er áfram líf og fjör í handboltanum en í kvöld er sannkallaður bæjarslagur þegar ungmennalið KA sækir ungmennalið Akureyrar heim í Höllina. Leikurinn er liður í 2. deild karla og má búast við svakalegum leik eins og alltaf þegar liðin í bænum mætast

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs í gær

Kvennalið KA/Þórs gerði sér lítið fyrir og vann ákaflega sannfærandi sigur á Stjörnunni í KA-Heimilinu í gær. Liðið leiddi leikinn frá upphafi og náði á tímabili níu marka forskoti. KA/Þór er því með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar

Ógreidd æfingagjöld innheimt með greiðsluseðli

Vinsamlegast athugði að frestur til að ganga frá greiðslu æfingagjalda í Nori er fram að helgi.Um helgina verða ógreidd æfingagjöld innheimt með einum greiðsluseðli.Ef þú óskar eftir að dreifa æfingagjöldum á fleiri mánuði eða semja um greiðslu á annan hátt vinsamlegast sendu póst á skrifstofa@fimak.

Fimleikafélagið óskar eftir þjálfurum í afleysingu.

Fimleikafélagið óskar eftir að ráða til sín þjálfara í afleysingu.Um er að ræða þjálfun þegar aðrir þjálfarar forfallast.Einnig vantar okkur þjálfara í áhaldafimleika yngri krakka bæði stráka og stelpur og Parkour.

KA/Þór vann frábæran sigur á Stjörnunni

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu í kvöld í 5. umferð Olís deildar kvenna. Stelpurnar höfðu unnið báða útileiki vetrarins en hinsvegar höfðu báðir heimaleikirnir tapast og sást langar leiðir að stelpurnar ætluðu sér að breyta því í kvöld. Byrjunin var eftir því og strax eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 4-0 og spilamennskan algjörlega til fyrirmyndar

Sólveig Lára valin í A-landsliðshóp

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í handknattleik valdi 20 manna æfingahóp sem kemur saman dagana 27.-29. október. Við í KA/Þór eigum einn fulltrúa í hópnum og er það hún Sólveig Lára Kristjánsdóttir

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í dag

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Leikurinn hefst kl. 18:15 í KA-heimilinu