Fréttir

Myndir frá Hagkaupsmóti KA og Þórs

Hagkaupsmót KA og Þórs í 6. flokki í handbolta fór fram um síðustu helgi og var mikil gleði enda alls 50 lið sem léku í stráka- og stelpuflokki. Þarna voru margir krakkar að spila sína fyrstu keppnisleiki og var gaman að sjá bætinguna hjá krökkunum frá leik til leiks. Mótið heppnaðist ákaflega vel og hlökkum við strax til næsta móts hér fyrir norðan

Myndaveisla frá leik KA og Gróttu

Feðgarnir Þórir Tryggvason og Hákon Ingi Þórisson mynduðu leik KA og Gróttu í Olís deildinni í gær og birtum við hér myndasyrpu frá hasarnum. Mætingin var til fyrirmyndar í KA-Heimilinu og keyptu flestir stuðningsbol fyrir þau Fanney Eiríksdóttur og Ragnar Snæ Njálsson sem takast nú á við erfiða tíma

Svekkjandi tap gegn Gróttu

KA tók á móti Gróttu í 4. umferð Olís deildar karla en báðum liðum var spáð baráttu í neðri hluta deildarinnar og því ljóst að mikilvæg stig væru í húfi. Leikurinn vakti mikla athygli þar sem ágóði af miðasölu rann til fjölskyldu Fanneyjar Eiríksdóttur og Ragnars Snæs Njálssonar. Mætingin var til fyrirmyndar og var frábær stemning í KA-Heimilinu

Mikilvægur heimaleikur gegn Gróttu

Það er stórleikur í KA-Heimilinu á morgun, mánudag, þegar KA tekur á móti Gróttu í 4. umferð Olís deildar karla. Liðunum var báðum spáð botnbaráttu í vetur og ljóst að það eru gríðarlega mikilvæg stig í húfi er liðin mætast á morgun

KA Meistari Meistaranna eftir 3-0 sigur

Blaktímabilið hófst í dag þegar keppt var um titilinn Meistari Meistaranna á Húsavík. Karlalið KA vann alla þrjá stóru titlana á síðustu leiktíð og þurfti því að mæta HK sem varð í 2. sæti í öllum keppnum síðasta vetrar

Íslandsmót yngra árs 6. flokks drengja og stúlkna

Um helgina fer fram fyrsta mót vetrarins hjá 6. flokki yngra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri og er í umsjón bæði KA og Þór. Alls verða fimm slík mót haldin fyrir þennan aldursflokk í vetur.

Blaktímabilið hefst á Húsavík á morgun

Meistari Meistaranna í blakinu fer fram á morgun, laugardag, á Húsavík og markar þar með upphaf blaktímabilsins. Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og vann alla titlana á síðustu leiktíð og leikur því að sjálfsögðu á morgun. Strákarnir mæta liði HK en Kópavogsbúar enduðu í 2. sæti í Bikarkeppninni og fá því að mæta KA í baráttunni um fyrsta bikar tímabilsins

ÍBV afgreiddi KA/Þór í seinni hálfleik

KA/Þór tók á móti ÍBV í 3. umferð Olís deildar kvenna í KA-Heimilinu í kvöld. Töluverð bjarstýni var fyrir leikinn enda höfðu stelpurnar unnið frábæran útisigur á Haukum í síðustu umferð á sama tíma og ÍBV hafði tapað gegn nýliðum HK á heimavelli

Ítrekun á skáningu í NORA

Ítrekun til þeirra sem eiga eftir að ganga frá skráningu í Nora að gera það sem fyrst.Keppniskrakka þarf að skrá í siðasta lagi á morgunn á mót og ef ekki hefur verið gengið frá skráningu þá er ekki hægt að skrá þau í FSÍ gáttina til þátttöku á haustmóti.

KA Podcastið - 4. október 2018

Eftir smá pásu eru Siguróli og Ágúst mættir aftur með KA Podcastið. Þeir byrja á að renna yfir lok knattspyrnusumarsins hjá KA og Þór/KA og slá á þráðinn til Elvars Geirs Magnússonar ritstjóra Fotbolta.net