16.12.2018
Það var erfitt verkefni sem beið KA í dag þegar liðið sótti stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deildinni. Haukarnir hafa verið á miklu skriði eftir stórsigur KA í leik liðanna fyrr í vetur og eru þeir í harðri toppbaráttu á sama tíma og okkar lið berst fyrir því að halda sæti sínu í deildinni
16.12.2018
KA sækir stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deild karla í handboltanum. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á Ásvelli og styðja okkar lið til sigurs. Fyrir ykkur sem ekki komist í Hafnarfjörðinn þá verður Haukar-TV með leikinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála
15.12.2018
KA lék sinn fyrsta leik á Kjarnafæðismótinu þetta árið í dag er liðið mætti liði Völsungs. Fyrirfram bjuggust margir við þurrum leik enda fyrsti æfingaleikur undirbúningstímabilsins en svo varð svo aldeilis ekki og KA liðið skoraði næstum því að vild í leiknum
15.12.2018
Búið er að draga í happadrætti meistaraflokkanna í handbolta. Hægt verður að nálgast vinningana í KA-heimilinu alla næstu viku, frá og með klukkan 13:30 á mánudag til 13:30 á föstudag. Ef það hentar ekki verður auglýst önnur vinningaafhending eftir áramót
15.12.2018
Meistaraflokkur KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir Völsung frá Húsavík í Boganum klukkan 16:15. Það er hinsvegar ekki eini leikur dagsins því KA2 mætir Þór klukkan 14:15 og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið í upphafi undirbúningstímabilsins
15.12.2018
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu býður uppá Knattspyrnuskóla í næstu viku í Boganum fyrir krakka fædda 2005-2012 þar sem höfuðáhersla er á einstaklingsþjálfun. Leikmenn meistaraflokks KA munu í samráði við vel menntaða þjálfara setja upp æfingar sem munu nýtast vel ofan á þær æfingar sem krakkarnir stunda venjulega yfir sumarið og veturinn
14.12.2018
Fyrir leik KA og Vals þann 26. nóvember skrifuðu Handknattleiksdeild KA og Nettó undir áframhaldandi samstarf, en Nettó er einn stærsti styrktaraðili deildarinnar. Við hjá handknattleiksdeild KA erum rosalega þakklát fyrir þann stuðning sem Nettó og aðrir samstarfs- og styrktaraðilar veita
14.12.2018
Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska stórliðið Linköpings FC. Þetta er gríðarlega stórt og flott skref fyrir Önnu Rakel sem er tvítug að aldri en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 95 leiki fyrir Þór/KA sem og 4 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd
14.12.2018
Það voru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi í gær þegar alls sex leikmenn framlengdu samninga sína við lið Þórs/KA. Þetta voru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Lára Einarsdóttir og Margrét Árnadóttir
13.12.2018
KA húfurnar eru tilvaldar í jólapakkann í ár! Húfurnar er hægt að nálgast í gegnum Ragnar Þorgrímsson, sem selur þær til styrktar 5. fl kvenna. Húfan kostar 2500.