Fréttir

ÍBV - KA/Þór í dag - sýndur í beinni

Núna klukkan 13:30 hefst leikur ÍBV og KA/Þórs í Olís deild kvenna sem átti að fara fram í gær. Leikurinn fer því fram á laugardag klukkan 13:30 en þetta er lokaleikur liðanna fyrir jólafrí í deildinni.

Stórt Stefnumót á laugardaginn

Það verður engin smá veisla í Boganum á morgun, laugardag, þegar Stefnumót KA fyrir 6.-8. flokk karla og kvenna fer fram. Þetta er stærsta Stefnumót KA til þessa og verða keppendur um 840 talsins, þar af 220 hjá KA. Alls taka þátt 155 lið á mótinu og þar á meðal eru 44 lið frá KA

Myndir frá bæjarslagnum í 3. flokki

Það var alvöru bæjarslagur í Síðuskóla á miðvikudaginn þegar KA sótti lið Þórs heim í 3. flokki karla. KA liðið er að mestu skipað leikmönnum á yngra ári og hefur veturinn því verið mjög krefjandi fyrir liðið enda strákarnir að leika í efstu deild

Nýjung í Nóra

Við viljum vekja athygli ykkar á appinu Nóri sem hugsað er fyrir foreldra. Þar getið þið skráð leyfi/veikindi fram í tímann, séð upplýsingar um netfang og símanúmer þjálfara. Einnig getið þið séð greiðslustöðu allra tímabila iðkenda ykkar í appinu. Enn ein nýjung bættist síðan við í síðustu viku en það er að þið getið séð daga og tíma allra iðkenda sem æfa júdó. Jafnvel látið símann minna ykkur á tíma ef svo ber undir.

Fullt hús stiga eftir nágrannaslaginn

Það virðist fátt geta stöðvað kvennalið KA í blaki um þessar mundir en í kvöld lagði liðið Völsung að velli 3-0 í nágrannaslag í KA-Heimilinu. Það var fín mæting á leikinn og það náðist flott stemning á köflum enda var leikurinn hin ágætasta skemmtun og flott blak sem liðin buðu uppá

Föstudagsframsagan: Ingvar Gíslason

Föstudagsframsagan hefur vakið mikla lukku hjá okkur KA mönnum og nú er röðin komin að Ingvari Má Gíslasyni formanni KA. Ingvar mun meðal annars fara yfir stöðuna á samningsviðræðum við Akureyrarbæ en mikill áhugi og forvitni er meðal félagsmanna KA um stöðu mála

Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Hauka

Haukar lögðu KA/Þór eftir hörkuleik í KA-Heimilinu í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur KA/Þórs fyrir jólafrí. Stelpurnar voru að elta gestina nær allan leikinn en sýndu mikinn karakter að gefast aldrei upp. Stemningin í húsinu var líka flott og hjálpaði okkar liði klárlega við að halda í við sterkt lið gestanna

KA tekur á móti Völsung í kvöld

Kvennalið KA hefur farið frábærlega af stað í Mizunodeildinni í blaki og er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki vetrarins. Í kvöld tekur liðið á móti Völsung í sannkölluðum nágrannaslag en leikurinn hefst klukkan 20:00 í KA-Heimilinu

Haukasigur eftir hörkuleik

KA/Þór tók á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins fyrir jólafrí í Olís deild kvenna. Stelpurnar komu mörgum á óvart er þær unnu 23-24 sigur í fyrri viðureign liðanna og var ljóst að lið gestanna hugði á hefndir. Haukar voru á miklu skriði fyrir leikinn og höfðu unnið síðustu fjóra leiki sína

17 fulltrúar KA á úrtaksæfingum

Yngriflokkastarfið hjá knattspyrnudeild KA er í miklum blóma um þessar mundir og á félagið alls 17 fulltrúa í úrtakshópum U-15 og U-16 ára landsliða Íslands. Antonía Huld Ketilsdóttir var í gær valin á úrtaksæfingar hjá U-16 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun æfa dagana 23.-25. nóvember og er Jörundur Áki Sveinsson þjálfari hjá þessum aldursflokki