02.12.2018
Karla- og kvennalið KA í blaki mættu HK öðru sinni í dag en liðin mættust einnig í gær í uppgjöri toppliða Mizunodeildanna. Kvennalið KA vann frábæran sigur í gær á meðan karlaliðið tapaði sínum leik en dæmið snerist algjörlega við í leikjum dagsins
02.12.2018
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu á næsta ári. Liðið lék í fjögurra liða riðli í Makedóníu en andstæðingar Íslands voru Tyrkland, Makedónía og Aserbaídsjan
02.12.2018
KA mætti í Kaplakrika í dag og mætti þar liði FH í lokaumferð fyrri hluta Olís deildar karla. FH sem er í harðri toppbaráttu endurheimti Ásbjörn Friðriksson úr banni og var ljóst að heimamenn ætluðu sér að svara fyrir óvænt tap í síðustu umferð
02.12.2018
Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handbolta í dag þegar KA sækir FH-inga heim í Kaplakrikann klukkan 16:00. Við bendum á að leikurinn verður hvergi sýndur þannig að við hvetjum alla þá KA-menn sem eiga möguleika á að mæta á leikinn að drífa sig í Kaplakrika og styðja okkar lið til sigurs
01.12.2018
Það voru tveir hörkuleikir í Mizunodeildum karla og kvenna í blakinu í dag þegar KA sótti HK heim. Karlalið KA sem var ósigrað fyrir leikinn þurfti að játa sig sigrað í oddahrinu en kvennalið KA gerði sér lítið fyrir og varð fyrsta liðið til að leggja HK að velli
01.12.2018
Það ríkti mikil gleði á föstudagsframsögu KA í gærkvöldi þegar knattspyrnudeild KA tilkynnti um komu Almarrs Ormarssonar, Hauks Heiðars Haukssonar, Andra Fannars Stefánssonar og Alexanders Groven. Þá framlengdi Callum Williams samningi sínum við félagið að auki. Tómas Þór Þórðarson hélt svo ansi skemmtilega tölu sem sló í gegn á meðan gestir gæddu sér á úrvalsgrillkjöti
01.12.2018
Það er alvöru verkefni sem er framundan hjá blakliðum KA í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA sækja HK heim í Fagralund í Kópavogi. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:00 og stelpurnar taka svo við í kjölfarið klukkan 15:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja okkar lið
30.11.2018
Það var enginn smá liðsstyrkur sem KA barst í dag þegar tilkynnt var um komu þeirra Almarrs Ormarssonar, Hauks Heiðars Haukssonar og Andra Fannars Stefánssonar. Allir eru þeir uppaldir hjá KA og er gríðarlega jákvætt að sjá þá snúa aftur á heimaslóðirnar. Gríðarleg gleði braust út á föstudagsframsögu KA þar sem koma þeirra var tilkynnt
30.11.2018
KA barst í dag mikill liðsstyrkur frá Noregi er Alexander Groven skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Alexander er 26 ára örvfættur bakvörður og hefur mikla reynslu af fótbolta á háu stigi en hann hefur leikið 93 leiki í efstu deild í Noregi og gert í þeim þrjú mörk
30.11.2018
Þær gleðifregnir voru tilkynntar á föstudagsframsögu dagsins að Callum Williams hefði framlengt samningi sínum við KA um eitt ár. Callum sem er 27 ára gamall miðvörður hefur leikið með KA frá árinu 2015. Hann hefur spilað 79 leiki fyrir félagið og gert í þeim alls þrjú mörk