10.11.2018
Ungmennalið KA í handboltanum átti frábæra ferð suður um helgina en liðið lék tvo leiki og vann þá báða. Fyrir helgina voru strákarnir á toppi 2. deildar með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina
10.11.2018
Karla- og kvennalið KA í blaki sækja Aftureldingu heim í Mizunodeildunum í blaki í dag. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:30 og stelpurnar fylgja svo í kjölfarið klukkan 15:30. Blakveislunni lýkur að vísu ekki í dag því karlarnir leika aftur á morgun, sunnudag, klukkan 13:00
08.11.2018
Það er sannkölluð veisla í hádeginu í KA-Heimilinu á morgun, föstudaginn 9. nóvember. Föstudagsframsagan fór frábærlega af stað í síðustu viku og nú mun Óli Stefán Flóventsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs KA, sitja fyrir svörum og halda framsögu um vonir og væntingar fyrir starfið hjá KA, hvernig hann sér hlutina fyrir sér og hvað það var sem lokkaði hann norður
08.11.2018
KA tók á móti Haukum í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. KA hafði komið mörgum gríðarlega á óvart fyrr í vetur er liðið rótburstaði Hauka í Olís deildinni og var ljóst að gestirnir ætluðu sér að hefna fyrir það
08.11.2018
Leikdagur! KA hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Það má búast við svakalegum leik og ljóst að KA liðið þarf á þínum stuðning að halda til að komast áfram í næstu umferð
07.11.2018
Það er enginn smá leikur sem bíður KA liðinu í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins er liðið fær Hauka í heimsókn. Leikurinn fer fram á fimmtudag og hefst klukkan 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja strákana til sigurs
06.11.2018
KA/Þór sótti topplið Vals heim í 8. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Stelpurnar lögðu Íslandsmeistara Fram í síðustu umferð auk þess að komast áfram í Coca-Cola bikarnum þannig að þær mættu fullar sjálfstrausts í leik kvöldsins
06.11.2018
KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna í vetur og er í 4. sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar. Stelpurnar sækja topplið Vals heim að Hlíðarenda í dag klukkan 19:30 en einungis þremur stigum munar á liðunum
05.11.2018
Vetraræfingar knattspyrnudeildar hófust á dögunum og má sjá æfingatöfluna hér fyrir neðan. Yngriflokkaráð minnir á að skrá iðkendur í Nóra kerfið og í kjölfarið að borga ársgjaldið. Við minnum að sjálfsögðu á að nýta sér tómstundaávísun Akureyrarbæjar
04.11.2018
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu um helgina er hvorki fleiri né færri en fjórir blakleikir fóru fram. Bæði karla- og kvennalið KA lögðu Álftanes tvívegis að velli í fyrstu leikjunum í Mizunodeildinni í blaki