Fréttir

Stórafmæli í nóvember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.

Þrjár frá KA í U19 sem náði 5. sæti

KA átti þrjá fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í blaki er keppti á Norður-Evrópumóti NEVZA sem fram fór í Finnlandi undanfarna daga. Þetta eru þær Auður Pétursdóttir, Lilja Kristín Ágústsdóttir og Lilja Rut Kristjánsdóttir en auk þeirra stýrði Miguel Mateo Castrillo þjálfari KA liðinu

Þrepamót í áhaldafimleikum

Helgina 4. - 5. nóvember fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla.

Knattspyrnudeild KA semur við Macron

Knattspyrnudeild KA og Macron á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning til næstu ára. Macron er ítalskur íþróttavöruframleiðandi sem hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Vörur og þjónusta Macron verða kynntar félagsmönnum KA á næstunni

Kvennaverkfall 24.október

FIMAK styður Kvennaverkfall 24.október 2023. Kvennþjálfarar FIMAK hafa leyfi stjórnar til að fella niður æfingar á morgun.

Bleikur dagur

1.- og 2.flokkur í hópfimleikum tóku bleika æfingu í tilefni bleika dagsins og hentu auðvitað í bleiku slaufuna??

Hans Viktor skrifar undir hjá KA

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar Hans Viktor Guðmundsson skrifaði undir samning út keppnistímabilið 2025. Hans Viktor er 27 ára miðvörður sem gengur til liðs við okkur frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril

Harley Willard framlengir út 2025

Harley Willard skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta afar góðar fréttir enda kom Harley sterkur inn í lið KA á nýliðnu tímabili

Mikael Breki stóð fyrir sínu með U17

Mikael Breki Þórðarson stóð sig virkilega vel með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppti í undankeppni EM. Strákarnir unnu góðan sigur á Armeníu, gerðu jafntefli við Írland en töpuðu gegn Sviss

Fimm fulltrúar KA með U17 á Nevza

KA átti fimm fulltrúa í U17 ára landsliðum Íslands í blaki er kepptu á Norður-Evrópumóti NEVZA sem fram fór í Ikast í Danmörku. Báðum liðum gekk vel og enduðu að lokum í fimmta sæti