Fréttir

7 frá Þór/KA í æfingahóp A-landsliðsins

Jón Þór Hauksson valdi í dag sinn fyrsta æfingahóp en hann var nýverið ráðinn landsliðsþjálfari hjá kvennalandsliðinu. Hópurinn er nokkuð stór eða alls 30 leikmenn og eru allir á mála hjá íslenskum félagsliðum. Þór/KA á alls 7 fulltrúa í hópnum sem er auðvitað mikil viðurkenning á því flotta starfi sem hefur verið unnið í kringum liðið undanfarin ár

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Fram

KA/Þór lagði Íslandsmeistara Fram í mögnuðum handboltaleik í KA-Heimilinu í gær. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og tóku forystuna á lokamínútum leiksins og skoruðu svo sigurmarkið er 10 sekúndur lifðu leiks. Egill Bjarni Friðjónsson var á svæðinu og tók helling af myndum frá þessum flotta sigri. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndir Egils frá leiknum

KA/Þór skellti Íslandsmeisturunum!

Það var svo sannarlega búist við erfiðum leik í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tók á móti Íslandsmeisturum Fram í 7. umferð Olís deildar kvenna. Fyrir leikinn voru Framarar á toppnum og höfðu leikið ákaflega vel það sem af er tímabilinu. Á sama tíma var okkar lið fjórum stigum á eftir toppliðinu eftir flotta byrjun

KA Podcastið - 27. október 2018

Eftir smá tæknivandræði þá birtum við hér nýjustu útgáfu hlaðvarpsþáttar KA. Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson renna yfir stöðuna í handboltanum en KA gerði jafntefli við ÍR á dögunum eftir stórt tap gegn Stjörnunni þar áður. KA/Þór hefur farið vel af stað en tapaði þó síðasta leik á ævintýralegan hátt

KA/Þór tekur á móti Fram í kvöld

Það er alvöru verkefni framundan í kvöld hjá kvennaliði KA/Þórs í Olísdeildinni en Íslandsmeistarar Fram koma í heimsókn í KA-Heimilið klukkan 18:00. Leikurinn er liður í 7. umferð deildarinnar en Framarar eru á toppnum með 10 stig á sama tíma og okkar lið er með 6 stig í 4.-6. sæti

Föstudagsframsagan - Hádegisverður í KA-heimilinu í nóvember

Það er mikið framundan hjá okkur í KA-heimilinu föstudaga í nóvember. Þjálfarar meistaraflokkanna okkar munu halda framsögur í hádeginu milli 12:00 og 13:00 og Vídalín Veitingar munu framreiða dýrindis hádegisverð. Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir. Hvar er betra að byrja helgina en í KA-heimilinu?

Sandra Mayor og Bianca Sierra áfram hjá Þór/KA

Sandra Mayor og Bianca Sierra skrifuðu í dag undir nýja samninga við lið Þór/KA og munu því leika með liðinu næsta sumar. Þetta eru frábærar fréttir enda báðar algjörir lykilleikmenn í okkar liði. Þær munu koma til liðs við liðið í janúar en undanfarnar vikur hafa þær verið að leika í undankeppni HM með Mexíkóska landsliðinu

Foreldratími hjá krílahópum

Næstkomandi laugardag 27.október er komið að hinum árlega foreldratíma hjá okkur.Þá taka foreldrar þátt með börnunum eða fylgja þeim eftir í salnum.Börnunum finnst mjög spennandi að sjá pabba og mömmu eða afa og ömmu koma og reyna við sömu æfingar og þau er sjálf að leysa af hendi ásamt því að sýna hvað þau geta sjálf.

KA og KA/Þór treyjur aftur til sölu!

Vegna fjölda fyrirspurna hefur Handknattleiksdeild KA hafið nýja pöntun á treyjum og er hægt að kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum út 1. nóvember og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar eru frábær eign sem og sniðug gjöf

KA U með fullt hús - dæmdur 10-0 sigur

Ungmennalið KA er á toppi 2. deildar karla í handboltanum eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins og það með fullt hús stiga. Strákarnir lögðu um helgina ungmennalið ÍR 45-28 en í dag var strákunum dæmdur 10-0 sigur í bæjarslagnum gegn Akureyri U sem fór fram á dögunum