Fréttir

Lokahóf Knattspyrnudeildar á laugardag

Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum. KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er liðið sækir Breiðablik heim, svo verður sumarið gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið. Húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk

Pantaðu handboltatreyju fyrir helgi!

Handknattleiksdeild KA er með treyjusölu í gangi en hægt er kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum til 28. september og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar verða afhendar fyrir næsta heimaleik

Þór/KA sækir Wolfsburg heim á morgun

Síðari viðureign Þórs/KA og Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun í Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og stefnir Wolfsburg á að sýna leikinn beint á facebook síðu sinni

Ólöf Marín í U-19 og Rakel Sara í U-17

Á dögunum voru valdir æfingahópar fyrir yngri landsliðin í handboltanum og á KA/Þór tvo fulltrúa í þeim hópum. Ólöf Marín Hlynsdóttir var valin í U-19 ára landsliðshópinn og Rakel Sara Elvarsdóttir var valin í U-17 ára landsliðið

KA U með tvo útisigra um helgina

Strákarnir í Ungmennalið KA gerðu heldur betur góða ferð suður um helgina þar sem þeir léku fyrstu leiki sína í 2. deild karla

Myndir frá sigri KA á Grindavík

KA vann 4-3 sigur á Grindavík í mögnuðum markaleik á Greifavellinum í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur KA í sumar og fengu áhorfendur svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson, smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúmið

Markaveisla í sigri KA á Grindavík

KA og Grindavík áttust við í 21. umferð Pepsi deildarinnar. Liðin buðu upp á sannkallaða markaveislu og voru alls skoruð sjö mörk í æsispennandi leik. Þar sem KA hafði betur 4-3.

KA/Þór lagði Hauka á Ásvöllum

Það var krefjandi verkefni sem KA/Þór átti fyrir höndum er liðið sótti Hauka heim að Ásvöllum í Olís deild kvenna enda Haukum spáð góðu gengi í vetur og á toppnum eftir stórsigur í fyrstu umferð. Á sama tíma höfðu okkar stelpur tapað fyrsta leik gegn sterku liði Vals eftir erfiða byrjun

Fyrsta tap vetrarins raunin í Safamýri

KA sótti Framara heim í 3. umferð Olís deildar karla en fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, heimamenn í Fram voru hinsvegar með 1 stig eftir jafntefli gegn Val í fyrstu umferð. Báðum liðum var spáð botnbaráttu fyrir tímabilið og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig væru í húfi

Síðasti heimaleikur KA í sumar

KA tekur á móti Grindavík á morgun, sunnudag í síðasta heimaleik sumarsins. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn en KA er ofar á hagstæðari markatölu