30.09.2018
Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. KA festi sig í sessi sem úrvalsdeildarfélag er liðið endaði í 7. sæti deildarinnar. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir
30.09.2018
Lokahóf Þórs/KA fór fram um helgina og eins og vanalega voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir fyrir sína frammistöðu í sumar. Stelpurnar áttu frábært sumar en liðið varð Lengjubikarmeistari og Meistari Meistaranna. Þá varð liðið í 2. sæti deildarinnar og komst alla leið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið stóð vel í stórliði Wolfsburg
29.09.2018
Í dag klukkan 14:00 fer fram lokaumferðin í Pepsi deild karla og sækir KA lið Breiðabliks heim á Kópavogsvöllinn. Þetta verður síðasti leikur KA undir stjórn Tufa og hvetjum við að sjálfsögðu alla KA menn fyrir sunnan til að drífa sig á völlinn og styðja strákana
26.09.2018
Meistaradeildarævintýri Þórs/KA lauk í dag eftir 2-0 tap gegn stórliði Wolfsburg í Þýskalandi. Wolfsburg hafði áður unnið fyrri leikinn 0-1 á Þórsvelli og fer því áfram í næstu umferð eftir 3-0 samanlagðan sigur. Það verður að segjast að þetta er mikið afrek hjá stelpunum að halda jafn vel í við jafn sterkt lið og Wolfsburg
26.09.2018
Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum. KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er liðið sækir Breiðablik heim, svo verður sumarið gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið. Húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk
26.09.2018
Handknattleiksdeild KA er með treyjusölu í gangi en hægt er kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum til 28. september og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar verða afhendar fyrir næsta heimaleik
25.09.2018
Síðari viðureign Þórs/KA og Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun í Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og stefnir Wolfsburg á að sýna leikinn beint á facebook síðu sinni
24.09.2018
Á dögunum voru valdir æfingahópar fyrir yngri landsliðin í handboltanum og á KA/Þór tvo fulltrúa í þeim hópum. Ólöf Marín Hlynsdóttir var valin í U-19 ára landsliðshópinn og Rakel Sara Elvarsdóttir var valin í U-17 ára landsliðið
24.09.2018
Strákarnir í Ungmennalið KA gerðu heldur betur góða ferð suður um helgina þar sem þeir léku fyrstu leiki sína í 2. deild karla
24.09.2018
KA vann 4-3 sigur á Grindavík í mögnuðum markaleik á Greifavellinum í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur KA í sumar og fengu áhorfendur svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson, smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúmið