14.09.2018
Kríla júdó er fyrir krakka sem ekki eru byrjaðir í skóla. Æfingar eru á sunnudögum 11:00 til 11:45 í Laugagötunni við sundlaugina.
Gert er ráð fyrir að forráðamaður sé viðstaddur á meðan á æfingu stendur.
Þjálfari er Adam Brands og veitir hann nánir upplýsingar í síma 863 4928.
13.09.2018
Í dag fór fram úrslitaleikur Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna þegar KA tók á móti Breiðablik á Greifavellinum. Bæði lið unnu úrslitariðil sinn með fullu húsi stiga og ekki spurning að þarna mættust tvö bestu lið landsins. Mætingin á völlinn var til fyrirmyndar og var flott stemning yfir þessum stóra leik
13.09.2018
Sælt KA-fólk Eftir fund með stjórn knattspyrnudeildar í gær, þá var tekin sameiginleg ákvörðun um að ég verð ekki þjálfari KA á næsta ári, þannig að 13 ára ferð mín hjá þessu frábæra félagi er á enda. Þegar ég horfi til baka, þá geng ég mjög stoltur frá borði. Yfir 100 leikir sem leikmaður, þjálfari alla yngra flokka karla og kvenna frá sjöunda og upp í meistaraflokk, aðstoðarþjálfari mfl í 3 ár og á endanum aðalþjálfari mfl í 3 ár
13.09.2018
-sameiginleg ákvörðun aðila- Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsi-deildarliðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn
13.09.2018
Fimmtudaginn 13.september kl.15:00 - 18:30 verða söluaðilar frá fimleikavörum með vörurnar sínar til sölu á ganginum framan við íþróttasalinn.Þar sem inngangurinn inn í húsið er núna staðsettur í gegnum neyðarútganginn vegna framkvæmda á anddyri þá þarf að fara úr skóm og ganga í gegnum fimleikasalinn til að finna þær.
12.09.2018
Það er hreinn úrslitaleikur á morgun, fimmtudag, þegar KA tekur á móti Breiðablik á Greifavellinum klukkan 17:00 í 4. flokki kvenna. Stelpurnar hafa verið algjörlega magnaðar í sumar en þær unnu úrslitariðil sinn á dögunum og leika því gegn Breiðablik í úrslitaleiknum
12.09.2018
Það var alvöru leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA tók á móti Wolfsburg í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrirfram var reiknað með býsna erfiðum leik fyrir okkar lið enda Wolfsburg eitt af allra bestu liðum heims
12.09.2018
Við erum enn í sigurvímu eftir ótrúlegan sigurleik KA á nágrönnum okkar í Akureyri á mánudaginn og höldum áfram að dæla inn myndum frá leiknum. Þórir Tryggvason ljósmyndari tók fjölmargar myndir og má sjá þær með því að smella á myndina fyrir neðan
11.09.2018
KA vann magnþrunginn 28-27 sigur á Akureyri í bæjarslagnum í fyrstu umferð Olís deildar karla í gær. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á svæðinu og myndaði leikinn í bak og fyrir
11.09.2018
Einn stærsti knattspyrnuleikur sem hefur farið fram á Akureyri er á morgun, miðvikudag, þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar í þessum magnaða leik. Alls verður pláss fyrir um 3.000 manns á vellinum þannig að það ættu flestir að komast fyrir