Fréttir

KA/Þór með góðan útisigur á Selfossi

KA/Þór sótti Selfyssinga heim í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum og ljóst að það væru ansi mikilvæg stig í húfi. Þór/KA hafði unnið fyrsta útileik vetrarins og eftir tapið í síðustu umferð var hungrið svo sannarlega mikið í hópnum að sækja sigur í kvöld

Sigþór Gunnar í U-21 og Svavar í U-19

Í dag voru gefnir út æfingahópar hjá U-21 og U-19 ára landsliðum Íslands í handbolta. KA á einn fulltrúa í hvorum hóp en leikstjórnandinn Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 hópnum og Svavar Sigmundsson markvörður er í U-19 hópnum

Jóna og Ninna með U-17 til Danmerkur

KA á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliði Íslands í blaki kvenna sem tekur þátt í NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku í næstu viku. Þetta eru þær Ninna Rún Vésteinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið

KA Podcastið - 12. október 2018

Hlaðvarpsþáttur KA er heldur betur flottur þessa vikuna en þeir Siguróli Magni og Hjalti Hreinsson hefja þáttinn á yfirferð á Olís deildum karla og kvenna hjá KA og KA/Þór. Þá er farið að styttast í blaktímabilið og af því tilefni mæta þau Arnar Már Sigurðsson og Elma Eysteinsdóttir í spjall og ræða spennandi tíma í blakinu

KA/Þór mætir Selfossi á morgun

Á morgun, föstudag, tekur Selfoss á móti KA/Þór í lokaleik 4. umferðar Olís deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Selfossi og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur uppá framhaldið og mikilvæg stig í húfi

Steinþór Freyr framlengir við KA

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið

Fylgir þú KA á samfélagsmiðlunum?

Auk þess að vera með virka heimasíðu þá er KA einnig á helstu samfélagsmiðlunum í dag. Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að fylgja KA á facebook, twitter og instagram enda kemur þar inn efni sem ekki alltaf á erindi á heimasíðu félagsins. Hér fyrir neðan eru hlekkir á síður KA á þessum miðlum

Myndir frá Hagkaupsmóti KA og Þórs

Hagkaupsmót KA og Þórs í 6. flokki í handbolta fór fram um síðustu helgi og var mikil gleði enda alls 50 lið sem léku í stráka- og stelpuflokki. Þarna voru margir krakkar að spila sína fyrstu keppnisleiki og var gaman að sjá bætinguna hjá krökkunum frá leik til leiks. Mótið heppnaðist ákaflega vel og hlökkum við strax til næsta móts hér fyrir norðan

Myndaveisla frá leik KA og Gróttu

Feðgarnir Þórir Tryggvason og Hákon Ingi Þórisson mynduðu leik KA og Gróttu í Olís deildinni í gær og birtum við hér myndasyrpu frá hasarnum. Mætingin var til fyrirmyndar í KA-Heimilinu og keyptu flestir stuðningsbol fyrir þau Fanney Eiríksdóttur og Ragnar Snæ Njálsson sem takast nú á við erfiða tíma

Svekkjandi tap gegn Gróttu

KA tók á móti Gróttu í 4. umferð Olís deildar karla en báðum liðum var spáð baráttu í neðri hluta deildarinnar og því ljóst að mikilvæg stig væru í húfi. Leikurinn vakti mikla athygli þar sem ágóði af miðasölu rann til fjölskyldu Fanneyjar Eiríksdóttur og Ragnars Snæs Njálssonar. Mætingin var til fyrirmyndar og var frábær stemning í KA-Heimilinu