05.10.2018
Meistari Meistaranna í blakinu fer fram á morgun, laugardag, á Húsavík og markar þar með upphaf blaktímabilsins. Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og vann alla titlana á síðustu leiktíð og leikur því að sjálfsögðu á morgun. Strákarnir mæta liði HK en Kópavogsbúar enduðu í 2. sæti í Bikarkeppninni og fá því að mæta KA í baráttunni um fyrsta bikar tímabilsins
04.10.2018
KA/Þór tók á móti ÍBV í 3. umferð Olís deildar kvenna í KA-Heimilinu í kvöld. Töluverð bjarstýni var fyrir leikinn enda höfðu stelpurnar unnið frábæran útisigur á Haukum í síðustu umferð á sama tíma og ÍBV hafði tapað gegn nýliðum HK á heimavelli
04.10.2018
Ítrekun til þeirra sem eiga eftir að ganga frá skráningu í Nora að gera það sem fyrst.Keppniskrakka þarf að skrá í siðasta lagi á morgunn á mót og ef ekki hefur verið gengið frá skráningu þá er ekki hægt að skrá þau í FSÍ gáttina til þátttöku á haustmóti.
04.10.2018
Eftir smá pásu eru Siguróli og Ágúst mættir aftur með KA Podcastið. Þeir byrja á að renna yfir lok knattspyrnusumarsins hjá KA og Þór/KA og slá á þráðinn til Elvars Geirs Magnússonar ritstjóra Fotbolta.net
04.10.2018
Það er alvöru handboltaleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti ÍBV í 3. umferð Olís deildar kvenna. Athugið að leikurinn fer fram klukkan 19:30 en ekki 18:00 eins og upphaflega stóð til
02.10.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppir á fjögurra liða móti í Frakklandi dagana 24.-28. október næstkomandi. KA á einn fulltrúa í hópnum og er það Arnór Ísak Haddsson. Maksim Akbashev er þjálfari liðsins
01.10.2018
Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi KA er látinn 93 ára að aldri.
01.10.2018
Óli Stefán Flóventsson skrifaði í dag undir 3 ára samning við KA og mun því taka við sem aðalþjálfari knattspyrnudeildar félagsins. Hann kemur til félagsins eftir að hafa stýrt Grindavík undanfarin þrjú ár sem aðalþjálfari þar sem hann kom liðinu meðal annars upp í efstu deild og hefur tryggt Grindavík í sessi sem stöðugt úrvalsdeildarfélag
01.10.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.
01.10.2018
Þá er keppnistímabilinu lokið sumarið 2018 og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr gagnagrunn KSÍ ásamt upplýsingum sem heimasíðan hefur tekið saman