04.10.2018
Það er alvöru handboltaleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti ÍBV í 3. umferð Olís deildar kvenna. Athugið að leikurinn fer fram klukkan 19:30 en ekki 18:00 eins og upphaflega stóð til
02.10.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppir á fjögurra liða móti í Frakklandi dagana 24.-28. október næstkomandi. KA á einn fulltrúa í hópnum og er það Arnór Ísak Haddsson. Maksim Akbashev er þjálfari liðsins
01.10.2018
Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi KA er látinn 93 ára að aldri.
01.10.2018
Óli Stefán Flóventsson skrifaði í dag undir 3 ára samning við KA og mun því taka við sem aðalþjálfari knattspyrnudeildar félagsins. Hann kemur til félagsins eftir að hafa stýrt Grindavík undanfarin þrjú ár sem aðalþjálfari þar sem hann kom liðinu meðal annars upp í efstu deild og hefur tryggt Grindavík í sessi sem stöðugt úrvalsdeildarfélag
01.10.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.
01.10.2018
Þá er keppnistímabilinu lokið sumarið 2018 og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr gagnagrunn KSÍ ásamt upplýsingum sem heimasíðan hefur tekið saman
30.09.2018
Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. KA festi sig í sessi sem úrvalsdeildarfélag er liðið endaði í 7. sæti deildarinnar. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir
30.09.2018
Lokahóf Þórs/KA fór fram um helgina og eins og vanalega voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir fyrir sína frammistöðu í sumar. Stelpurnar áttu frábært sumar en liðið varð Lengjubikarmeistari og Meistari Meistaranna. Þá varð liðið í 2. sæti deildarinnar og komst alla leið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið stóð vel í stórliði Wolfsburg
29.09.2018
Í dag klukkan 14:00 fer fram lokaumferðin í Pepsi deild karla og sækir KA lið Breiðabliks heim á Kópavogsvöllinn. Þetta verður síðasti leikur KA undir stjórn Tufa og hvetjum við að sjálfsögðu alla KA menn fyrir sunnan til að drífa sig á völlinn og styðja strákana
26.09.2018
Meistaradeildarævintýri Þórs/KA lauk í dag eftir 2-0 tap gegn stórliði Wolfsburg í Þýskalandi. Wolfsburg hafði áður unnið fyrri leikinn 0-1 á Þórsvelli og fer því áfram í næstu umferð eftir 3-0 samanlagðan sigur. Það verður að segjast að þetta er mikið afrek hjá stelpunum að halda jafn vel í við jafn sterkt lið og Wolfsburg