30.10.2018
Það er mikið framundan hjá okkur í KA-heimilinu föstudaga í nóvember. Þjálfarar meistaraflokkanna okkar munu halda framsögur í hádeginu milli 12:00 og 13:00 og Vídalín Veitingar munu framreiða dýrindis hádegisverð. Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir. Hvar er betra að byrja helgina en í KA-heimilinu?
29.10.2018
Sandra Mayor og Bianca Sierra skrifuðu í dag undir nýja samninga við lið Þór/KA og munu því leika með liðinu næsta sumar. Þetta eru frábærar fréttir enda báðar algjörir lykilleikmenn í okkar liði. Þær munu koma til liðs við liðið í janúar en undanfarnar vikur hafa þær verið að leika í undankeppni HM með Mexíkóska landsliðinu
24.10.2018
Næstkomandi laugardag 27.október er komið að hinum árlega foreldratíma hjá okkur.Þá taka foreldrar þátt með börnunum eða fylgja þeim eftir í salnum.Börnunum finnst mjög spennandi að sjá pabba og mömmu eða afa og ömmu koma og reyna við sömu æfingar og þau er sjálf að leysa af hendi ásamt því að sýna hvað þau geta sjálf.
23.10.2018
Vegna fjölda fyrirspurna hefur Handknattleiksdeild KA hafið nýja pöntun á treyjum og er hægt að kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum út 1. nóvember og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar eru frábær eign sem og sniðug gjöf
22.10.2018
Ungmennalið KA er á toppi 2. deildar karla í handboltanum eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins og það með fullt hús stiga. Strákarnir lögðu um helgina ungmennalið ÍR 45-28 en í dag var strákunum dæmdur 10-0 sigur í bæjarslagnum gegn Akureyri U sem fór fram á dögunum
22.10.2018
Knattspyrnudeild KA og framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson hafa framlengt samningi sínum um tvö ár. Elfar Árni sem er 28 ára gamall kom fyrst til KA fyrir sumarið 2015 og hefur því leikið fjögur tímabil með liðinu, þar af tvö síðustu í Pepsi deildinni
22.10.2018
Það voru tveir flottir handboltaleikir í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar KA og ÍR gerðu jafntefli 25-25 í Olís deild karla og þegar Ungmennalið KA rótburstaði Ungmennalið ÍR 45-28. Þórir Tryggvason mætti á lið aðalliðanna og má sjá myndir hans frá þeim leik með því að smella á myndina hér fyrir neðan
21.10.2018
Það var nýliðaslagur í Digranesi í Olís deild kvenna í dag þegar HK tók á móti KA/Þór. Bæði lið höfðu farið vel af stað þrátt fyrir hrakspár sérfræðinga og spennandi leikur framundan. Fyrir leikinn var okkar lið í 3. sæti deildarinnar og hefði með sigri getað komið sér í enn betri stöðu
20.10.2018
KA tók á móti ÍR í KA-Heimilinu í dag i 6. umferð Olís deildar karla. KA liðið sem hafði byrjað tímabilið svo vel hafði tapað síðustu þremur leikjum á sama tíma og gestirnir úr Breiðholtinu voru aðeins með 2 stig. Það var því ljóst að það voru mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið og bar leikurinn svo sannarlega merki um það
20.10.2018
KA og ÍR berjast í KA-Heimilinu í dag í heildina um 4 stig en bæði aðallið og ungmennalið félaganna mætast. KA liðið byrjaði veturinn frábærlega en hefur nú tapað þremur síðustu leikjum og er ekki spurning að strákarnir ætla að koma sér aftur á beinu brautina með sigri