Fréttir

KA sækir Stjörnuna heim á morgun

Eftir þó nokkuð hlé er loksins komið að næsta leik hjá KA í Pepsi deild karla þegar liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn á morgun, miðvikudag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

KA vann Þór og hampaði bikarnum

Það var Akureyrarslagur í úrslitum bikarkeppni Norður-Austurlands í 3. flokki karla í dag þegar KA tók á móti Þór á KA-vellinum. Liðin höfðu ekki mæst í sumar en KA lék í A-deildinni á sama tíma og Þórsarar léku í C2-deildinni. Það var því eðlilega mikil spenna í loftinu enda montrétturinn og bikar í húfi

KA-Þór í bikarúrslitum 3. flokks í dag

Það er enginn smá leikur í dag á KA-vellinum þegar KA og Þór mætast í bikarúrslitum Norð-Austurlands 3. flokks karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og má búast við svakalegum leik eins og alltaf þegar montrétturinn í bænum er undir og hvað þá bikar að auki

Myndaveisla frá 4-1 sigri Þórs/KA á Val

Þór/KA sýndi magnaða frammistöðu í gær þegar liðið vann 4-1 stórsigur á Val í síðasta heimaleik sínum í sumar. Sandra Mayor gerði 2 mörk og þær Sandra María Jessen og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og með því að smella á myndina hér fyrir neðan má sjá myndir hans frá leiknum

KA og KA/Þór treyjur til sölu!

Handknattleiksdeild KA er með treyjusölu í gangi en hægt er kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum til 28. september og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar verða afhendar fyrir næsta heimaleik

Frábær sigur Þórs/KA dugði ekki til

Þór/KA tók á móti Val í toppslag í Pepsi deild kvenna í dag, fyrir leikinn áttu stelpurnar enn smá von um Íslandsmeistaratitilinn en til að halda þeim vonum á lífi þurftu stelpurnar að vinna Val og treysta á að Breiðablik myndi misstíga sig gegn Selfoss

Stefán Árnason í Taktíkinni

Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Stefán Árnason annar af þjálfurum KA í handbolta mætti í áhugavert viðtal á dögunum þar sem hann tímabilið sem nú er hafið auk þess að fara yfir síðasta ár þar sem KA lék aftur undir eigin merki eftir að hafa slitið samstarfinu um Akureyri Handboltafélag

Síðasti heimaleikur Þórs/KA á morgun

Þór/KA tekur á móti Val í algjörum toppleik í Pepsi deild kvenna á morgun, mánudag, klukkan 17:00 á Þórsvelli. Þetta er síðasti heimaleikur liðsins í sumar og á liðið enn smá möguleika á Íslandsmeistaratitlinum

Myndaveislur frá stórsigrinum á Haukum

KA vann einhvern ótrúlegasta sigur í manna minnum er liðið burstaði Íslandsmeistarakandídatana í Haukum 31-20 í KA-Heimilinu í gær. Stemningin var frábær og gleðin allsráðandi. Egill Bjarni Friðjónsson og Hannes Pétursson voru á staðnum og mynduðu leikinn í bak og fyrir. Myndaveislur þeirra má sjá með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.

Ótrúlegur stórsigur KA á Haukum

KA tók á móti Haukum í 2. umferð Olís deildar karla í KA-Heimilinu í dag. Fyrirfram var reiknað með sigri gestanna en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabil á sama tíma og okkar liði hefur verið spáð neðsta sætinu í deildinni. Spá er hinsvegar bara spá eins og kom svo sannarlega á daginn í dag