05.09.2018
Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.
04.09.2018
Góðan daginn
Af gefnu tilefni langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri.Skv.þeim upplýsingum sem komu fam á aðalfundi félagsins í vor þá sýndu ársreikningar okkar að félagið stendur illa og ljóst að skera þurfti niður launakostnaði í framhaldinu.
04.09.2018
Handknattleiksdeild KA heldur kynningarkvöld sitt á fimmtudaginn klukkan 20:30 í KA-Heimilinu næstkomandi. Farið verður yfir komandi vetur hjá KA og KA/Þór en bæði lið leika einmitt í deild þeirra bestu eftir frábært gengi á síðasta tímabili
04.09.2018
Æfingar hjá Spaðadeild KA eru komnar á fullt en innan deildarinnar er keppt í badminton sem og tennis. Deildin býður öllum að koma og prófa enda eru æfingar í boði fyrir allan aldur. Tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu á sunnudögum og badminton æfingarnar fara fram í Naustaskóla
04.09.2018
Blakdeild KA hóf vetraræfingar sínar í vikunni og hvetjum við að sjálfsögðu alla krakka sem hafa áhuga á að prófa blak að mæta. Það er mikið og flott starf unnið hjá blakdeildinni bæði í meistaraflokki sem og yngri flokkum. Karlalið KA er núverandi Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem kvennalið KA er til alls líklegt í vetur
02.09.2018
KA og Valur gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik á Greifavellinum í 19. umferð Pepsi deildarinnar.
02.09.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.
31.08.2018
Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram þegar KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn klukkan 14:00. Aðeins fjórir leikir eru eftir í deildinni og enn er mikil spenna á toppi og botni deildarinnar. Valur er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og ljóst að þeir þurfa á sigri að halda fyrir norðan
31.08.2018
Baráttan í Olís deildinni í handboltanum fer senn að hefjast en karlalið KA tekur á móti Akureyri í fyrsta leik þann 10. september og kvennalið KA/Þórs tekur á móti stórliði Vals 15. september. Bæði lið unnu sér sæti í deild þeirra bestu með frábærri frammistöðu í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð og framundan er spennandi vetur
31.08.2018
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram og að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir leiki KA og Þórs/KA í fótboltanum sem og komandi lokasprett í Pepsi deildunum. Guðmann Þórisson fyrirliði KA mætti á svæðið í mjög svo skemmtilegt spjall