23.09.2018
KA og Grindavík áttust við í 21. umferð Pepsi deildarinnar. Liðin buðu upp á sannkallaða markaveislu og voru alls skoruð sjö mörk í æsispennandi leik. Þar sem KA hafði betur 4-3.
22.09.2018
Það var krefjandi verkefni sem KA/Þór átti fyrir höndum er liðið sótti Hauka heim að Ásvöllum í Olís deild kvenna enda Haukum spáð góðu gengi í vetur og á toppnum eftir stórsigur í fyrstu umferð. Á sama tíma höfðu okkar stelpur tapað fyrsta leik gegn sterku liði Vals eftir erfiða byrjun
22.09.2018
KA sótti Framara heim í 3. umferð Olís deildar karla en fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, heimamenn í Fram voru hinsvegar með 1 stig eftir jafntefli gegn Val í fyrstu umferð. Báðum liðum var spáð botnbaráttu fyrir tímabilið og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig væru í húfi
22.09.2018
KA tekur á móti Grindavík á morgun, sunnudag í síðasta heimaleik sumarsins. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn en KA er ofar á hagstæðari markatölu
22.09.2018
Handboltinn er svo sannarlega kominn á fullt en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs eiga útileik í Olís deildunum í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leiki dagsins en fyrir ykkur sem ekki eruð fyrir sunnan þá eru jákvæðar fréttir því báðir leikir verða í beinni
22.09.2018
Þór/KA leikur lokaleik sinn í Pepsi deild kvenna í sumar er liðið sækir Stjörnuna heim í dag klukkan 14:00. Stigalega séð er lítið í húfi en fyrir leikinn er ljóst að Þór/KA endar í 2. sæti deildarinnar og Stjarnan nær 3. sætinu
20.09.2018
KA varð á dögunum Bikarmeistari Norður-Austurlands í 3. flokki kvenna eftir flottan sigur 0-1 sigur á sameiginlegu liði Austurlands. Úrslitaleikurinn fór fram á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum og var um hörkuleik að ræða þar sem bæði lið reyndu allt til að ná sigrinum
19.09.2018
Þrír lykilmenn fá ekki að klára tímabilið með liðinu - Fyrr í dag var staðfest að mexíkósku landsliðskonurnar þrjár í herbúðum Þórs/KA, Ariana Calderon, Bianca Sierra og Stephany Mayor, fá ekki að ljúka tímabilinu með liðinu. Þær munu missa af lokaleik liðsins í Pepsi-deildinni gegn Stjörnunni á laugardag og útileiknum gegn VfL Wolfsburg í 32ja liða úrslitum Meistaradeildarinnar miðvikudaginn 26. september
19.09.2018
KA sótti Stjörnumenn heim í Garðabæinn í kvöld í 20. umferð Pepsi deildar karla. Garðbæingar eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á sama tíma og KA er að reyna að komast eins ofarlega í deildinni og hægt er. Stjarnan varð Bikarmeistari um helgina og var ljóst að okkar lið ætlaði sér að rífa þá niður á jörðina í kvöld
19.09.2018
KA á alls sjö fulltrúa sem voru valdir í Hæfileikamót KSÍ og N1 fyrir árganga 2004 og 2005 sem fer fram í lok september í Kórnum Kópavogi