07.08.2018
Baráttan er hafin hjá Þór/KA í Meistaradeild Evrópu en í kvöld mættu stelpurnar liði Linfield Ladies í fyrstu umferð undanriðils keppninnar. Riðillinn fer fram í Norður-Írlandi og það einmitt á heimavelli Linfield. Fyrr í dag vann Ajax öruggan 4-1 sigur á Wexford Youths en aðeins efsta liðið í riðlinum er öruggt með sæti í næstu umferð og því mikilvægt fyrir okkar lið að halda í við Ajax
07.08.2018
Það er sannkallaður stórleikur á morgun, miðvikudag, þegar KA tekur á móti FH í 15. umferð Pepsi deildar karla á Greifavellinum klukkan 18:00. Það er gríðarleg barátta á öllum vígsstöðvum í deildinni og það lítur út fyrir að hvert einasta stig muni telja gríðarlega í lok sumars
06.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA hefja leik í Meistaradeild Evrópu á morgun þegar liðið mætir Linfield Ladies. Stelpurnar leika í fjögurra liða riðli og aðeins sigurvegari riðilsins er öruggur um sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en riðillinn fer fram í Norður-Írlandi á heimavelli Linfield
06.08.2018
Handknattleiksdeild KA hélt í gær strandhandboltamót í Kjarnaskógi í samvinnu við Íslensku sumarleikana. Mótið tókst ákaflega vel en keppt var bæði í flokki krakka og fullorðinna. Veðrið lék við keppendur og var mjög skemmtileg stemning á mótsstað enda mættu fjölmargir til að kíkja á þetta skemmtilega mót.
04.08.2018
Á morgun, sunnudag, fer fram strandhandboltamót sem Handknattleiksdeild KA heldur í samstarfi við Íslensku sumarleikana í Kjarnaskógi. Þetta er í fyrsta skiptið sem keppt er í strandhandbolta fyrir norðan og er stefnan á að mótið verði árlegt hér eftir
03.08.2018
Handboltavertíðin er að hefjast og munu yngri flokkar hjá KA og KA/Þór byrja að æfa þriðjudaginn 7. ágúst að undanskildum 7. og 8. flokk. Hér má sjá æfingarnar fram að skólabyrjun en þá birtum við endanlega vetrartöflu auk þess sem æfingar hjá 7. og 8. flokk hefjast
01.08.2018
Þór/KA sótti KR heim í 13. umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld en ansi mikið var undir hjá báðum liðum í leiknum en heimastúlkur eru í harðri botnbaráttu á sama tíma og okkar lið er í sjálfri titilbaráttunni
01.08.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.
01.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA sækja KR heim í 13. umferð Pepsi deildar kvenna í dag klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir undankeppnina í Meistaradeild Evrópu sem fer fram í Norður-Írlandi dagana 7.-13. ágúst og það er ansi mikilvægt að ná sigri í leik kvöldsins
31.07.2018
Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við KA sem gildir út keppnistímabilið 2020. Þetta eru frábærar fréttir en Ívar er 22 ára og er gríðarlega öflugur bakvörður. Undanfarin ár hefur hann stundað nám í Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið knattspyrnu