Fréttir

Grótta lagði KA á Norðlenska Greifamótinu

Norðlenska Greifamótið í handbolta hófst í dag þegar KA tók á móti Gróttu í karlaflokki og KA/Þór lék gegn Ungmennaliði KA/Þórs kvennamegin. Mótið fer skemmtilega af stað en í karlaflokki er leikið í tveimur riðlum, annar er leikinn í KA-Heimilinu og hinn í Höllinni

KA Podcastið - 23. ágúst 2018

Hlaðvarspþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson vel yfir handboltann. Þeir hita vel upp fyrir Norðlenska Greifamótið í handboltanum sem hefst í dag og lýkur á laugardag en alls keppa 6 lið hjá körlunum og 4 kvennamegin

Vetrartaflan í handboltanum

Handboltavertíðin er hafin en undanfarnar vikur hafa 3.-6. flokkur æft tvisvar í viku en mánudaginn 27. ágúst tekur vetrartaflan við og þá hefjast æfingar hjá 7. og 8. flokk ásamt því að æfingaálag eykst hjá öðrum flokkum

Norðlenska Greifamótið hefst á fimmtudag

Það verður sannkölluð handboltaveisla fyrir norðan í kringum helgina þegar Norðlenska Greifamótið fer fram. Leikið verður bæði í karla- og kvennaflokki en hjá körlunum keppa 6 lið um titilinn en 4 lið hjá konunum en spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Höllinni

Flott umfjöllun um KA í Taktíkinni

Á dögunum hófust nýir þættir á N4 sem nefnast Taktíkin þar sem farið er yfir íþróttamálin hér á Akureyri. Umsjónarmaður þáttarins er Skúli Bragi Magnússon og var knattspyrnulið KA umfjöllunarefni fyrsta þáttarins.

Upplýsingar um vetrarstarf Fimleikafélagsins haustið 2018.

Nú þegar hafa eldri keppnishópar hafið þjálfun fyrir veturinn en aðrir hópar munu byrja mánudaginn 3.september.Laugardagshóparnir hefjast svo 8.september.Allir sem voru hjá okkur á vorönn eru sjálfkrafa skráðir áfram í haust, vinsamlegast tilkynnir okkur á skrifstofa@fimak.

Myndaveisla frá leik KA og KR

Það var stórslagur í gær þegar KA tók á móti KR í 17. umferð Pepsi deildar karla en bæði lið eru að berjast um 4. sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og tók eftirfarandi myndir frá hasarnum. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndirnar

Anna Rakel og Sandra María í landsliðinu

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu gaf í dag út hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í lokaleikjum undankeppni HM í september. Í hópnum eru tveir fulltrúar frá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen

U-18 fékk silfur, Dagur besti vinstri hornamaðurinn

Dagur Gautason og liðsfélagar hans í Íslenska landsliðinu í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri þurftu að sætta sig við silfur á EM í Króatíu í dag eftir 27-32 tap gegn Svíum í úrslitaleik mótsins. Strákarnir höfðu fyrr í mótinu unnið Svía sannfærandi en frændur okkar komu fram hefndum í dag

KR vann leikinn mikilvæga

Það var stórslagur á Greifavellinum í dag þegar KA tók á móti KR. Í vikunni varð ljóst að 4. sætið í deildinni mun gefa Evrópusæti en fyrir leik dagsins sátu KR-ingar í því sæti en KA aðeins tveimur stigum á eftir og gat því með sigri farið upp fyrir Vesturbæinga