19.09.2018
Þrír lykilmenn fá ekki að klára tímabilið með liðinu - Fyrr í dag var staðfest að mexíkósku landsliðskonurnar þrjár í herbúðum Þórs/KA, Ariana Calderon, Bianca Sierra og Stephany Mayor, fá ekki að ljúka tímabilinu með liðinu. Þær munu missa af lokaleik liðsins í Pepsi-deildinni gegn Stjörnunni á laugardag og útileiknum gegn VfL Wolfsburg í 32ja liða úrslitum Meistaradeildarinnar miðvikudaginn 26. september
19.09.2018
KA sótti Stjörnumenn heim í Garðabæinn í kvöld í 20. umferð Pepsi deildar karla. Garðbæingar eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á sama tíma og KA er að reyna að komast eins ofarlega í deildinni og hægt er. Stjarnan varð Bikarmeistari um helgina og var ljóst að okkar lið ætlaði sér að rífa þá niður á jörðina í kvöld
19.09.2018
KA á alls sjö fulltrúa sem voru valdir í Hæfileikamót KSÍ og N1 fyrir árganga 2004 og 2005 sem fer fram í lok september í Kórnum Kópavogi
18.09.2018
Eftir þó nokkuð hlé er loksins komið að næsta leik hjá KA í Pepsi deild karla þegar liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn á morgun, miðvikudag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
18.09.2018
Það var Akureyrarslagur í úrslitum bikarkeppni Norður-Austurlands í 3. flokki karla í dag þegar KA tók á móti Þór á KA-vellinum. Liðin höfðu ekki mæst í sumar en KA lék í A-deildinni á sama tíma og Þórsarar léku í C2-deildinni. Það var því eðlilega mikil spenna í loftinu enda montrétturinn og bikar í húfi
18.09.2018
Það er enginn smá leikur í dag á KA-vellinum þegar KA og Þór mætast í bikarúrslitum Norð-Austurlands 3. flokks karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og má búast við svakalegum leik eins og alltaf þegar montrétturinn í bænum er undir og hvað þá bikar að auki
18.09.2018
Þór/KA sýndi magnaða frammistöðu í gær þegar liðið vann 4-1 stórsigur á Val í síðasta heimaleik sínum í sumar. Sandra Mayor gerði 2 mörk og þær Sandra María Jessen og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og með því að smella á myndina hér fyrir neðan má sjá myndir hans frá leiknum
17.09.2018
Handknattleiksdeild KA er með treyjusölu í gangi en hægt er kaupa bæði KA og KA/Þór treyjur í fullorðins- sem og barnastærðum. Tekið er við pöntunum til 28. september og er því um að gera að drífa sig að panta en treyjurnar verða afhendar fyrir næsta heimaleik
17.09.2018
Þór/KA tók á móti Val í toppslag í Pepsi deild kvenna í dag, fyrir leikinn áttu stelpurnar enn smá von um Íslandsmeistaratitilinn en til að halda þeim vonum á lífi þurftu stelpurnar að vinna Val og treysta á að Breiðablik myndi misstíga sig gegn Selfoss
17.09.2018
Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Stefán Árnason annar af þjálfurum KA í handbolta mætti í áhugavert viðtal á dögunum þar sem hann tímabilið sem nú er hafið auk þess að fara yfir síðasta ár þar sem KA lék aftur undir eigin merki eftir að hafa slitið samstarfinu um Akureyri Handboltafélag