Fréttir

Þór/KA sótti sigur gegn HK/Víking

Íslandsmeistarar Þórs/KA sóttu nýliða HK/Víkings heim í Víkina í dag í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Mörgum liðum hefur gengið erfiðlega með að brjóta baráttuglatt lið HK/Víkings á bak aftur og stelpurnar þurftu að sýna þolinmæði í dag til að sigla sigrinum heim

Sigþór Gunnar í 8-liða úrslit á EM

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið áfram í 8-liða úrslit eftir magnaða endurkomu í riðlakeppninni. Íslenska liðið lék gegn Rúmeníu, Svíþjóð og Þýskalandi og á KA einn fulltrúa en það er Sigþór Gunnar Jónsson. Bjarni Fritzson er þjálfari liðsins

Ólafur Aron Pétursson á láni til Magna

Ólafur Aron Pétursson er genginn til liðs við Magna frá Grenivík á láni frá KA út tímabilið.

KA tekur á móti Fylki á sunnudag

KA liðið hefur verið að klífa upp töfluna í Pepsi deildinni eftir mjög gott gengi að undanförnu. Nú þegar 12 umferðir eru búnar þá er KA með 15 stig og er aðeins 4 stigum frá 4. sætinu en á sama tíma aðeins 4 stigum frá 11. sætinu sem er fallsæti

Strandhandboltamót um versló!

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games brydda upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi sunnudaginn 5. ágúst og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman

Sæþór lánaður til Völsungs

Knattspyrnudeild KA og Völsungur hafa komist að samkomulagi um að framherjinn ungi hann Sæþór Olgeirsson verði lánaður til Völsungs út tímabilið. Sæþór er uppalinn hjá Völsungum og gekk í raðir KA fyrir sumarið. Sæþór kom við sögu í 6 leikjum í deild og bikar með KA á tímabilinu

KA Podcastið - 19. júlí 2018

Hlaðvarpsþáttur KA er mættur aftur á svæðið eftir smá hlé og mæta þeir félagar Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Þór Hreinsson með þétthlaðinn þátt þessa vikuna. Þeir fara vel yfir frábært gengi KA og Þórs/KA í Pepsi deildunum að undanförnu og rýna í komandi leiki

Þór/KA gjörsigraði Grindavík öðru sinni

Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku á móti Grindavík á Þórsvelli í kvöld í fyrsta leik síðari umferðar Pepsi deildar kvenna. Þór/KA vann fyrri leik liðanna 0-5 í Grindavík en síðan þá höfðu Grindvíkingar náð nokrum góðum úrslitum og bjuggust því flestir við krefjandi leik

Sigþór Gunnar á EM með U-20 landsliðinu

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er á leiðinni á Evrópumeistaramótið í Slóveníu en mótið hefst á morgun, 18. júlí. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er vinstri skyttan okkar hann Sigþór Gunnar Jónsson. Mótið verður leikið í Celje og lýkur 30. júlí

Þór/KA tekur á móti Grindavík á morgun

Pepsi deild kvenna er hálfnuð og er svakaleg barátta um efsta sæti deildarinnar milli Þór/KA og Breiðabliks. Breiðablik er á toppi deildarinnar með 24 stig á meðan okkar lið er með 23 stig og er enn ósigrað í deildinni