02.07.2018
KA og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í gær á Greifavellinum í 10. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur en KA lék manni færri nær allan síðari hálfleikinn en náðu að halda út og sigla inn góðu stigi gegn öflugu liði Blika
02.07.2018
N1-mót KA hefst á þriðjudaginn og er mótið í ár það 32. í röðinni en fyrsta mótið var haldið árið 1987. Mótið er í dag orðið gríðarlega stórt og taka þátt alls 188 lið í ár og eru leiknir samtals 840 leikir frá miðvikudegi til laugardags. Mótið hefur stækkað frá ári til árs og er eitt af aðalsmerkjum félagsins
01.07.2018
Myndir af Vorsýningu eru komnar úr framköllun.Hægt er að nálgast myndirnar í Fimak dagana:
3.júlí (Þri) kl.17-18,
10.júlí ( Þri) kl.17-18 og
1.ágúst (Mið) kl.
01.07.2018
N1-mót KA hefst á miðvikudaginn og verður mótið í ár það stærsta í sögunni en alls keppa 188 lið 840 leiki og eru þátttakendur um 1.900 á mótinu. N1-mótið er eitt aðalstolt félagsins og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að mótið fari vel fram
01.07.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
01.07.2018
KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni í dag eftir HM hlé þegar Breiðablik kom norður á Greifavöllinn. Leikurinn var liður í 10. umferð deildarinnar og var ljóst fyrir leik að KA þyrfti eitthvað útúr leiknum enda var liðið í 10. sæti fyrir leikinn
01.07.2018
Knattspyrnudeild KA og Greifinn Veitingahús hafa komist að samkomulagi um að hér eftir mun heimavöllur KA í Pepsi-deild karla bera nafnið Greifavöllurinn. Fyrsti leikur KA á vellinum með hinu nýja nafni er einmitt í dag þegar liðið tekur á móti Breiðablik klukkan 16:00
30.06.2018
Olísdeildarlið KA/Þórs í handboltanum barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar króatíski markvörðurinn Olgica Andrijasevic skrifaði undir 2 ára samning við liðið. Sunna Guðrún Pétursdóttir og Margrét Einarsdóttir skiptu markmannsstöðunni með sér á síðasta tímabili en þær hafa báðar yfirgefið liðið fyrir komandi tímabil
30.06.2018
KA sendir annaðhvert ár 4. flokk drengja og stúlkna í handboltanum til Svíþjóðar á Partille Cup. Partille Cup er eitt stærsta handboltamót í heiminum og keppa iðulega um 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum á mótinu
29.06.2018
KA tekur á móti Breiðablik á sunnudag í fyrsta leik í Pepsi deildinni eftir HM hlé og er leikurinn liður í 10. umferð deildarinnar. Heimavöllurinn hefur reynst KA liðinu gríðarlega mikilvægur og það mun reyna á stuðning okkar í stúkunni á sunnudaginn enda er Breiðablik með hörkulið