10.08.2018
Þór/KA mætti Wexford í kvöld í öðrum leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Stelpurnar gátu með sigri tryggt sér hreinan úrslitaleik við Ajax í lokaumferðinni um sæti í 32-liða úrslitum en aðeins efsta sæti riðilsins gefur öruggt sæti í næstu umferð
10.08.2018
Dagur Gautason og félagar hans í U-18 landsliði Íslands í handbolta byrja frábærlega á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Króatíu. Ísland leikur í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Slóveníu en Ísland býr yfir gríðarlega sterku liði og er búist við miklu af strákunum
10.08.2018
Meistaradeildin er í fullu fjöri hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA en í kvöld klukkan 18:30 mætir liðið Írska liðinu Wexford í öðrum leik liðanna í riðlakeppninni. Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Linfield í fyrsta leiknum á sama tíma og Wexford tapaði 1-4 gegn stórliði Ajax. Leikið er í Norður-Írlandi
10.08.2018
Hlaðvarpsþáttur KA er kominn aftur í loftið eftir smá sumarfrí. Þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Hreinsson skella í rándýran þátt en þeir fá til sín Archie Nkumu leikmann KA í knattspyrnu sem og Stefán Árnason og Jónatan Magnússon þjálfara KA og KA/Þórs í handboltanum
09.08.2018
Daníel Hafsteinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild KA, þetta eru frábærar fréttir en Daníel er fæddur árið 1999 og verður því 19 ára síðar á árinu og er gríðarlega mikið efni. Þá er hann liðsmaður í U-19 ára landsliði Íslands og hefur leikið 8 leiki með yngri landsliðum Íslands
09.08.2018
Það verður líf og fjör á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi um helgina en þá fer fram Íslandsmótið í strandblaki. Aðstaðan í Kjarnaskógi er orðin einhver sú besta á landinu og verður virkilega áhugavert að fylgjast með gangi mála en Íslandsmótið er að sjálfsögðu stærsta mótið í strandblakinu ár hvert
08.08.2018
KA tók á móti FH í 15. umferð Pepsi deildar karla í kvöld á Greifavellinum. Bæði lið eru í harðri baráttu um 4. sætið og voru því dýrmæt stig í boði í leik kvöldsins. Cristian Martinez markvörður KA gat ekki leikið vegna meiðsla og því lék hinn ungi Aron Elí Gíslason sinn þriðja leik í sumar
07.08.2018
Baráttan er hafin hjá Þór/KA í Meistaradeild Evrópu en í kvöld mættu stelpurnar liði Linfield Ladies í fyrstu umferð undanriðils keppninnar. Riðillinn fer fram í Norður-Írlandi og það einmitt á heimavelli Linfield. Fyrr í dag vann Ajax öruggan 4-1 sigur á Wexford Youths en aðeins efsta liðið í riðlinum er öruggt með sæti í næstu umferð og því mikilvægt fyrir okkar lið að halda í við Ajax
07.08.2018
Það er sannkallaður stórleikur á morgun, miðvikudag, þegar KA tekur á móti FH í 15. umferð Pepsi deildar karla á Greifavellinum klukkan 18:00. Það er gríðarleg barátta á öllum vígsstöðvum í deildinni og það lítur út fyrir að hvert einasta stig muni telja gríðarlega í lok sumars
06.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA hefja leik í Meistaradeild Evrópu á morgun þegar liðið mætir Linfield Ladies. Stelpurnar leika í fjögurra liða riðli og aðeins sigurvegari riðilsins er öruggur um sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en riðillinn fer fram í Norður-Írlandi á heimavelli Linfield