Fréttir

Arnór og Haraldur í æfingahóp U-16

KA á tvo fulltrúa í æfingahóp Íslenska landsliðsins í handbolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri sem mun æfa dagana 31. ágúst til 2. september næstkomandi. Þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson. Þjálfari liðsins er Maksim Akbachev

KA Podcastið - 16. ágúst 2018

Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni og Hjalti vel yfir stöðuna í fótboltanum og fá til sín góða gesti. Karlamegin mætir Ásgeir Sigurgeirsson þar sem hann fer yfir sumarið og ferilinn til þessa. Kvennamegin þá mætir Anna Rakel Pétursdóttir í heimsókn og ræðir baráttuna í Meistaradeildinni sem og komandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn

Tarik Kasumovic til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA barst mikill liðsstyrkur fyrir komandi tímabil í dag þegar deildin samdi við Bosníumanninn Tarik Kasumovic. Þessi 26 ára gamla vinstri skytta mun gefa liðinu mikið sóknarlega en kappinn er 202 cm á hæð og 102 kíló

Þór/KA tekur á móti FH á morgun

Slagurinn í Pepsi deild kvenna heldur áfram hjá Þór/KA eftir ævintýrið í Meistaradeildinni. Stelpurnar taka á morgun, föstudag, á móti FH í 14. umferð deildarinnar. Það er mikið undir í deildinni enda aðeins 5 leikir eftir en leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00

Dagur í undanúrslit EM með U-18

Dagur Gautason og liðsfélagar hans í Íslenska landsliðinu í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri eru komnir alla leið í undanúrslit á EM í Króatíu eftir sigur í milliriðli keppninnar. Liðið er með þeim sterkari sem hafa komið upp í nokkur ár og er mjög gaman að fylgjast með strákunum

Alex Máni lék í stórsigrum U-15

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 15 ára og yngri lék á dögunum æfingaleiki gegn úrvalsliðum Peking og Hong Kong. KA átti einn fulltrúa í hópnum en það var Alex Máni Garðarsson. Alex Máni var þarna að leika sína fyrstu landsleiki og óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með áfangann

Alexander í landsliðinu í undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í blaki hefur leik í undankeppni EM 2019 í dag þegar strákarnir sækja Slóvakíu heim. Auk Íslands og Slóvakíu eru Svartfjallaland og Moldóva í riðlinum. Fyrirfram er Slóvakía sterkasta liðið en Slóvakar hafa farið í lokakeppnina síðustu sex skipti

Úrslit á Íslandsmótinu í strandblaki (myndband)

Um helgina fór fram Íslandsmótið í strandblaki í Kjarnaskógi á Akureyri en blakdeild KA sá um umsjón mótsins. Veðrið lék við keppendur og voru aðstæður algjörlega til fyrirmyndar. KA-TV sýndi frá mótinu sem og gerði þetta skemmtilega samantektarmyndband frá úrslitaleikjunum

Þór/KA áfram eftir markalaust jafntefli

Íslandsmeistarar Þórs/KA gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik riðlakeppninnar. Fyrir leik var ljóst að stelpurnar þurftu sigur til að vinna riðilinn og eiga öruggt sæti í næstu umferð. Það tókst ekki en tvö af bestu liðunum í 2. sæti komust einnig áfram og stelpurnar voru þar á meðal

Kemst Þór/KA í 32-liða úrslit í Meistaradeildinni?

Það er enginn smá leikur í dag hjá Íslandsmeisturum Þór/KA þegar þær mæta Hollenska liðinu Ajax í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga og ljóst að liðið sem vinnur leikinn í dag mun fara áfram í 32-liða úrslit keppninnar