02.09.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.
31.08.2018
Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram þegar KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn klukkan 14:00. Aðeins fjórir leikir eru eftir í deildinni og enn er mikil spenna á toppi og botni deildarinnar. Valur er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og ljóst að þeir þurfa á sigri að halda fyrir norðan
31.08.2018
Baráttan í Olís deildinni í handboltanum fer senn að hefjast en karlalið KA tekur á móti Akureyri í fyrsta leik þann 10. september og kvennalið KA/Þórs tekur á móti stórliði Vals 15. september. Bæði lið unnu sér sæti í deild þeirra bestu með frábærri frammistöðu í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð og framundan er spennandi vetur
31.08.2018
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram og að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir leiki KA og Þórs/KA í fótboltanum sem og komandi lokasprett í Pepsi deildunum. Guðmann Þórisson fyrirliði KA mætti á svæðið í mjög svo skemmtilegt spjall
30.08.2018
Mikið er af óskilamunum í KA-Heimilinu eftir sumarið og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og skoða hvort það leynist einhver flík á svæðinu sem hefur glatast undanfarna mánuði. Föstudaginn 7. september munum við fara með þá óskilamuni sem eftir verða í húsinu til Rauða Krossins og því er um að gera að kíkja sem fyrst á óskilamunina.
29.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA leika fyrri leik sinn gegn stórliði Wolfsburg í Meistaradeildinni á Þórsvelli 12. september næstkomandi. Leikurinn er einn sá stærsti sem hefur farið fram hér á Akureyri og alveg ljóst að við þurfum að fjölmenna í stúkuna og sýna okkar frábæra liði þann stuðning sem það á skilið
29.08.2018
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar í flokka og námskeið yngriflokkaráðs knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar. Til að skrá barn á námskeið þá skal gera það í gegnum vefinn okkar, ka.felog.is
28.08.2018
Húsumsjón í Íþróttahúsinu hefur farið þess á leit við okkur hjá Fimleikafélaginu að banna kökuveislur á ganginum eftir æfingu eða meðan æfingu stendur.Þetta svæði er ætlað fyrir foreldra sem eru að bíða eftir börnunum sínum og ekki leyfilegt að yfirtaka svæðið sem tilheyrir ekki Fimleikafélaginu.
28.08.2018
Júdódeild KA hefur vetraræfingar sínar mánudaginn 3. september næstkomandi en allar æfingar deildarinnar fara fram í íþróttahúsinu við Laugagötu. Mikill kraftur er í júdóstarfinu og er spennandi vetur framundan
27.08.2018
Handknattleiksdeild KA og Svavar Ingi Sigmundsson skrifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samning. Þetta eru miklar gleðifregnir en Svavar er nýorðinn 18 ára og er gríðarlega mikið efni sem býr sig undir sitt annað tímabil með meistaraflokki KA