Fréttir

Alexander í landsliðinu í undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í blaki hefur leik í undankeppni EM 2019 í dag þegar strákarnir sækja Slóvakíu heim. Auk Íslands og Slóvakíu eru Svartfjallaland og Moldóva í riðlinum. Fyrirfram er Slóvakía sterkasta liðið en Slóvakar hafa farið í lokakeppnina síðustu sex skipti

Úrslit á Íslandsmótinu í strandblaki (myndband)

Um helgina fór fram Íslandsmótið í strandblaki í Kjarnaskógi á Akureyri en blakdeild KA sá um umsjón mótsins. Veðrið lék við keppendur og voru aðstæður algjörlega til fyrirmyndar. KA-TV sýndi frá mótinu sem og gerði þetta skemmtilega samantektarmyndband frá úrslitaleikjunum

Þór/KA áfram eftir markalaust jafntefli

Íslandsmeistarar Þórs/KA gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik riðlakeppninnar. Fyrir leik var ljóst að stelpurnar þurftu sigur til að vinna riðilinn og eiga öruggt sæti í næstu umferð. Það tókst ekki en tvö af bestu liðunum í 2. sæti komust einnig áfram og stelpurnar voru þar á meðal

Kemst Þór/KA í 32-liða úrslit í Meistaradeildinni?

Það er enginn smá leikur í dag hjá Íslandsmeisturum Þór/KA þegar þær mæta Hollenska liðinu Ajax í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga og ljóst að liðið sem vinnur leikinn í dag mun fara áfram í 32-liða úrslit keppninnar

Sigur og tap í fyrstu æfingaleikjunum

Það er farið að styttast í að tímabilið hefjist í handboltanum og er undirbúningur kominn á flug hjá karlaliði KA sem leikur í efstu deild í vetur. Liðið hefur æft líkamlega þáttinn vel í sumar og hófu æfingar með bolta í síðustu viku

Öruggur sigur KA suður með sjó

KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 16. umferð Pepsi deildar karla í dag en Keflvíkingar hafa verið í miklum vandræðum í sumar og voru fyrir leikinn án sigurs. FH tapaði fyrr í dag gegn ÍBV og KA gat því með sigri komið sér aðeins stigi frá FH í baráttunni um 4. sætið

KA mætir Keflavík á útivelli í dag

Baráttan heldur áfram í Pepsi deildinni í dag þegar KA sækir Keflvíkinga heim í 16. umferð deildarinnar. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni en heimamenn eru á botninum með 4 stig án sigurs og þurfa heldur betur að fara að gefa í til að forðast fall. KA er á sama tíma í 7. sætinu með 19 stig og er mitt á milli þess að vera að berjast um 4. sætið og að halda sæti sínu í deildinni

Þór/KA með öruggan sigur á Wexford

Þór/KA mætti Wexford í kvöld í öðrum leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Stelpurnar gátu með sigri tryggt sér hreinan úrslitaleik við Ajax í lokaumferðinni um sæti í 32-liða úrslitum en aðeins efsta sæti riðilsins gefur öruggt sæti í næstu umferð

Frábær byrjun á EM hjá Degi og U-18

Dagur Gautason og félagar hans í U-18 landsliði Íslands í handbolta byrja frábærlega á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Króatíu. Ísland leikur í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Slóveníu en Ísland býr yfir gríðarlega sterku liði og er búist við miklu af strákunum

Þór/KA mætir Wexford í kvöld

Meistaradeildin er í fullu fjöri hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA en í kvöld klukkan 18:30 mætir liðið Írska liðinu Wexford í öðrum leik liðanna í riðlakeppninni. Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Linfield í fyrsta leiknum á sama tíma og Wexford tapaði 1-4 gegn stórliði Ajax. Leikið er í Norður-Írlandi