24.08.2018
Í dag var tilkynntur U-21 árs landsliðshópur Íslands sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019. KA á alls 3 fulltrúa í hópnum en það eru þeir Aron Elí Gíslason, Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson. Þetta eru frábærar fréttir og mikil viðurkenning fyrir starfið okkar en allir þrír hafa leikið stórt hlutverk hjá KA liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Þjálfari liðsins er Eyjólfur Sverrisson
24.08.2018
KA sækir Víkinga heim á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 18. umferð Pepsi deildar karla. KA liðið er í sérstakri stöðu fyrir leik en liðið á enn bæði möguleika á Evrópusæti sem og að falla. Heimamenn í Víking eru í 9. sæti aðeins þremur stigum á eftir KA og því um sex stiga leik að ræða
24.08.2018
Það er gríðarleg spenna á toppnum í Pepsi deild kvenna en aðeins munar tveimur stigum á Breiðablik og Þór/KA þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni. Þór/KA tekur á morgun, laugardag, á móti Selfoss og er ljóst að stelpurnar þurfa á sigri að halda til að halda pressu á Blikum
23.08.2018
Norðlenska Greifamótið í handbolta hófst í dag þegar KA tók á móti Gróttu í karlaflokki og KA/Þór lék gegn Ungmennaliði KA/Þórs kvennamegin. Mótið fer skemmtilega af stað en í karlaflokki er leikið í tveimur riðlum, annar er leikinn í KA-Heimilinu og hinn í Höllinni
23.08.2018
Hlaðvarspþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson vel yfir handboltann. Þeir hita vel upp fyrir Norðlenska Greifamótið í handboltanum sem hefst í dag og lýkur á laugardag en alls keppa 6 lið hjá körlunum og 4 kvennamegin
22.08.2018
Handboltavertíðin er hafin en undanfarnar vikur hafa 3.-6. flokkur æft tvisvar í viku en mánudaginn 27. ágúst tekur vetrartaflan við og þá hefjast æfingar hjá 7. og 8. flokk ásamt því að æfingaálag eykst hjá öðrum flokkum
21.08.2018
Það verður sannkölluð handboltaveisla fyrir norðan í kringum helgina þegar Norðlenska Greifamótið fer fram. Leikið verður bæði í karla- og kvennaflokki en hjá körlunum keppa 6 lið um titilinn en 4 lið hjá konunum en spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Höllinni
21.08.2018
Á dögunum hófust nýir þættir á N4 sem nefnast Taktíkin þar sem farið er yfir íþróttamálin hér á Akureyri. Umsjónarmaður þáttarins er Skúli Bragi Magnússon og var knattspyrnulið KA umfjöllunarefni fyrsta þáttarins.
21.08.2018
Nú þegar hafa eldri keppnishópar hafið þjálfun fyrir veturinn en aðrir hópar munu byrja mánudaginn 3.september.Laugardagshóparnir hefjast svo 8.september.Allir sem voru hjá okkur á vorönn eru sjálfkrafa skráðir áfram í haust, vinsamlegast tilkynnir okkur á skrifstofa@fimak.
20.08.2018
Það var stórslagur í gær þegar KA tók á móti KR í 17. umferð Pepsi deildar karla en bæði lið eru að berjast um 4. sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og tók eftirfarandi myndir frá hasarnum. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndirnar