19.07.2018
Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games brydda upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi sunnudaginn 5. ágúst og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman
19.07.2018
Knattspyrnudeild KA og Völsungur hafa komist að samkomulagi um að framherjinn ungi hann Sæþór Olgeirsson verði lánaður til Völsungs út tímabilið. Sæþór er uppalinn hjá Völsungum og gekk í raðir KA fyrir sumarið. Sæþór kom við sögu í 6 leikjum í deild og bikar með KA á tímabilinu
19.07.2018
Hlaðvarpsþáttur KA er mættur aftur á svæðið eftir smá hlé og mæta þeir félagar Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Þór Hreinsson með þétthlaðinn þátt þessa vikuna. Þeir fara vel yfir frábært gengi KA og Þórs/KA í Pepsi deildunum að undanförnu og rýna í komandi leiki
17.07.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku á móti Grindavík á Þórsvelli í kvöld í fyrsta leik síðari umferðar Pepsi deildar kvenna. Þór/KA vann fyrri leik liðanna 0-5 í Grindavík en síðan þá höfðu Grindvíkingar náð nokrum góðum úrslitum og bjuggust því flestir við krefjandi leik
17.07.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er á leiðinni á Evrópumeistaramótið í Slóveníu en mótið hefst á morgun, 18. júlí. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er vinstri skyttan okkar hann Sigþór Gunnar Jónsson. Mótið verður leikið í Celje og lýkur 30. júlí
16.07.2018
Pepsi deild kvenna er hálfnuð og er svakaleg barátta um efsta sæti deildarinnar milli Þór/KA og Breiðabliks. Breiðablik er á toppi deildarinnar með 24 stig á meðan okkar lið er með 23 stig og er enn ósigrað í deildinni
16.07.2018
Um helgina fór fram hið árlega Símamót en mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna í knattspyrnu og fer mótið fram í Kópavogi í umsjá Breiðabliks. KA mætti með alls 16 lið til leiks, 6 í 5. flokki, 7 í 6. flokki og 3 í 7. flokki og má með sanni segja að stelpurnar okkar hafi staðið sig frábærlega á mótinu
16.07.2018
Um helgina fór fram fjórða stigamótið í strandblaki og var leikið í Kjarnaskógi. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir strandblak í Kjarnaskógi og var leikið á öllum fjórum völlunum á mótinu. Keppt var í tveimur deildum bæði karla og kvennamegin og má svo sannarlega segja að mikið líf hafi verið á keppnissvæðinu
15.07.2018
Knattspyrnudeild KA og Vladimir Tufegdzic hafa komist að samkomulagi um að Vladimir gangi til liðs við KA og leiki með liðinu út tímabilið. Þessi 27 ára gamli Serbi mun gefa sóknarlínu KA meiri breidd og er mikil ánægja með komu hans hingað norður
13.07.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir síðari hluta Pepsi deildar kvenna með komu Stephanie Bukovec. Stephanie er markvörður en Sara Mjöll Jóhannsdóttir sem hefur verið varamarkvörður liðsins er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna og því vantaði að fylla í markvarðarstöðuna