13.07.2018
Það er mikil viðurkenning fyrir yngri flokkastarfið hjá KA þegar krakkar úr okkar röðum eru valdir í verkefni hjá yngri landsliðum Íslands. Nýlega voru 4 aðilar úr KA valdir í verkefni í fótboltanum og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með það
13.07.2018
Daníel Matthíasson er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu í Olís-deild karla næsta vetur
12.07.2018
Það var búist við hörkuleik í Grindavík í dag eins og venja er þegar KA og Grindavík mætast en liðin hafa eldað grátt silfur á síðustu árum. Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki unnið í Grindavík frá árinu 2007 og voru strákarnir staðráðnir í að breyta því
11.07.2018
Hasarinn heldur áfram í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, þegar KA sækir Grindvíkinga heim suður með sjó. Leikurinn er liður í 12. umferð deildarinnar og hefst klukkan 18:00, fyrir þá sem ekki komast til Grindavíkur þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
11.07.2018
U-20 ára kvennalandslið Íslands lék í dag lokaleik sinn á HM í Ungverjalandi er liðið mætti Króatíu í leik um 9. sætið á mótinu. Stelpurnar mættu sterku liði Noregs í 16-liða úrslitum keppninnar í gær í svakalegum leik. KA/Þór átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
11.07.2018
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins
10.07.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í kvöld á móti Stjörnunni í lokaleik fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna. Þriðja leikinn í röð voru stelpurnar að leika innbyrðisleik í toppbaráttunni og voru ansi mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið
10.07.2018
Alexander Heiðarsson mun næstu hegi taka þátt í European Cup í Ungverjalandi og svo viku síðar í Tékklandi. European Cup mótin eru sterkustu mót sem haldin eru í Evrópu í hans flokki og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á meðal þeirra bestu. Alexander hefur undanfarið verið í æfingabúðum í Barcelona og mun svo ljúka sumar tímabilinu í Tékklandi í æfingabúðum að loknu mótinu þar. Hægt verður að fylgjast með keppninni í heimasíðu Alþjóða Júdósambandsinssins www.ijf.org. Hann mun keppa í -60 kg og keppir 15. júlí í Paks í Ungverjalandi og í Prag í Tékklandi 21. júlí.
10.07.2018
32. N1-móti KA lauk á laugardaginn en mótið hófst á miðvikudeginum. Við þökkum öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir hve vel til tókst, hvort sem það eru keppendur, þjálfarar, liðsstjórar, gestir eða sjálfboðaliðar. Alls fóru fram 840 leikir á mótinu sem er nýtt met en það gerir 25.200 mínútur af fótbolta sem eru 420 klukkustundir
10.07.2018
U-18 ára landslið Íslands í handbolta mun leika á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu dagana 8.-20. ágúst. Liðið mun leika í D-riðli og andstæðingar Íslands eru Slóvenía, Svíþjóð og Pólland. Riðillinn verður leikinn í Varadin sem er nyrst í Króatíu