Fréttir

Kökuveislur á gangi framan við íþróttasalinn

Húsumsjón í Íþróttahúsinu hefur farið þess á leit við okkur hjá Fimleikafélaginu að banna kökuveislur á ganginum eftir æfingu eða meðan æfingu stendur.Þetta svæði er ætlað fyrir foreldra sem eru að bíða eftir börnunum sínum og ekki leyfilegt að yfirtaka svæðið sem tilheyrir ekki Fimleikafélaginu.

Æfingatafla Júdódeildar 2018-2019

Júdódeild KA hefur vetraræfingar sínar mánudaginn 3. september næstkomandi en allar æfingar deildarinnar fara fram í íþróttahúsinu við Laugagötu. Mikill kraftur er í júdóstarfinu og er spennandi vetur framundan

Svavar áfram hjá KA næstu 2 árin

Handknattleiksdeild KA og Svavar Ingi Sigmundsson skrifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samning. Þetta eru miklar gleðifregnir en Svavar er nýorðinn 18 ára og er gríðarlega mikið efni sem býr sig undir sitt annað tímabil með meistaraflokki KA

Framkvæmdir við andyri Fimleikahússins

Nú fara fram framkvæmdir við andyri Íþróttahússins við Giljaskóla og því ekki hægt að ganga um þar.Næstu daga verður því gengið inn um neyðarútganginn hjá stóru dýnunni norðan við aðal innganginn.

Myndaveisla frá Norðlenska Greifamótinu

Hannes Pétursson ljósmyndari kíkti við á Norðlenska Greifamótið um helgina og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Flott stemning var í kringum mótið og ljóst að mikil ánægja var að fá alvöru handboltaleiki fyrir norðan fyrir tímabilið sem hefst 10. september hjá körlunum og 15. september kvennamegin

KA vann Akureyri - KA/Þór meistarar

Mikið fjör var á lokadegi Norðlenska Greifamótsins í dag þar sem úrslit mótsins réðust. Hjá körlunum hófst dagurinn á leik um 5. sætið

Æfingar Spaðadeildar KA 2018-2019

Allar æfingar í badminton eru í Íþróttahúsi Naustaskóla en tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu

KA sekúndum frá sigri í Víkinni

KA mætti í Víkina í dag í algjörum sex stiga leik en fyrir leikinn var KA enn í baráttu um Evrópusæti auk þess að eiga enn möguleika á falli. Víkingar voru þremur stigum á eftir okkar mönnum og þurftu því á sigri að halda til að fjarlægjast fallbaráttuna

Mikilvæg 3 stig hjá Þór/KA

Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í dag á móti Selfyssingum í 15. umferð Pepsi deildar kvenna. Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir liðið enda í harðri toppbaráttu með Breiðablik. Liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í sumar en það var strax ljóst að stelpurnar ætluðu ekki að láta það endurtaka sig

Akureyrarslagur á Norðlenska Greifamótinu

Annar dagur Norðlenska Greifamótsins er að kveldi kominn og er ljóst hvaða lið mætast í leikjum um sæti hjá körlunum en riðlakeppninni lauk í dag. Mikil spenna var í leikjum dagsins og sýndu öll liðin flott tilþrif og ljóst að undirbúningur fyrir komandi tímabil er vel á veg kominn