21.08.2018
Á dögunum hófust nýir þættir á N4 sem nefnast Taktíkin þar sem farið er yfir íþróttamálin hér á Akureyri. Umsjónarmaður þáttarins er Skúli Bragi Magnússon og var knattspyrnulið KA umfjöllunarefni fyrsta þáttarins.
21.08.2018
Nú þegar hafa eldri keppnishópar hafið þjálfun fyrir veturinn en aðrir hópar munu byrja mánudaginn 3.september.Laugardagshóparnir hefjast svo 8.september.Allir sem voru hjá okkur á vorönn eru sjálfkrafa skráðir áfram í haust, vinsamlegast tilkynnir okkur á skrifstofa@fimak.
20.08.2018
Það var stórslagur í gær þegar KA tók á móti KR í 17. umferð Pepsi deildar karla en bæði lið eru að berjast um 4. sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og tók eftirfarandi myndir frá hasarnum. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndirnar
20.08.2018
Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu gaf í dag út hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í lokaleikjum undankeppni HM í september. Í hópnum eru tveir fulltrúar frá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen
19.08.2018
Dagur Gautason og liðsfélagar hans í Íslenska landsliðinu í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri þurftu að sætta sig við silfur á EM í Króatíu í dag eftir 27-32 tap gegn Svíum í úrslitaleik mótsins. Strákarnir höfðu fyrr í mótinu unnið Svía sannfærandi en frændur okkar komu fram hefndum í dag
19.08.2018
Það var stórslagur á Greifavellinum í dag þegar KA tók á móti KR. Í vikunni varð ljóst að 4. sætið í deildinni mun gefa Evrópusæti en fyrir leik dagsins sátu KR-ingar í því sæti en KA aðeins tveimur stigum á eftir og gat því með sigri farið upp fyrir Vesturbæinga
17.08.2018
Dagur Gautason og liðsfélagar hans í U-18 landsliði Íslands í handbolta gerðu sér lítið fyrir og unnu heimamenn í Króatíu í undanúrslitum EM. Í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn mæta strákarnir Svíþjóð en liðin mættust í riðlakeppni mótsins og þar vann Ísland 29-24 sigur
17.08.2018
Þór/KA tók á móti FH í dag eftir smá pásu frá Pepsi deildinni vegna Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði síðasta leik sínum í deildinni og þá fór mikil orka í að tryggja sæti í næstu umferð auk þess sem dregið var í dag. Leikur dagsins var því mikill prófsteinn á liðið en eins og svo oft áður þá var það ekki að vefjast fyrir okkar frábæra liði
17.08.2018
Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu og Þór/KA var að sjálfsögðu í pottinum. Það var ljóst að stelpurnar myndu fá mjög erfiða leiki og sú varð svo sannarlega raunin því upp úr hattinum kom Wolfsburg. Í liði Wolfsburg er landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir
17.08.2018
Það er einfaldlega risaleikur á sunnudaginn þegar KA tekur á móti KR klukkan 16:00. Liðin eru í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni og nú þurfum við einfaldlega að sameinast í stúkunni og sækja gríðarlega mikilvæg 3 stig heim