16.09.2018
Þór/KA tekur á móti Val í algjörum toppleik í Pepsi deild kvenna á morgun, mánudag, klukkan 17:00 á Þórsvelli. Þetta er síðasti heimaleikur liðsins í sumar og á liðið enn smá möguleika á Íslandsmeistaratitlinum
16.09.2018
KA vann einhvern ótrúlegasta sigur í manna minnum er liðið burstaði Íslandsmeistarakandídatana í Haukum 31-20 í KA-Heimilinu í gær. Stemningin var frábær og gleðin allsráðandi. Egill Bjarni Friðjónsson og Hannes Pétursson voru á staðnum og mynduðu leikinn í bak og fyrir. Myndaveislur þeirra má sjá með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.
15.09.2018
KA tók á móti Haukum í 2. umferð Olís deildar karla í KA-Heimilinu í dag. Fyrirfram var reiknað með sigri gestanna en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabil á sama tíma og okkar liði hefur verið spáð neðsta sætinu í deildinni. Spá er hinsvegar bara spá eins og kom svo sannarlega á daginn í dag
15.09.2018
KA/Þór lék fyrsta leik sinn í deild þeirra bestu þegar liðið tók á móti Íslandsmeistarakandídötunum í Val. Stelpurnar hafa þurft að bíða lengi eftir leiknum en liðið tryggði sig upp fyrir um hálfu ári síðan og því eðlilega mikil eftirvænting eftir leik dagsins
15.09.2018
Það er enginn smá handboltadagur í dag í KA-Heimilinu en KA/Þór tekur á móti Val í Olís deild kvenna klukkan 14:30 og klukkan 17:00 tekur KA á móti Haukum í Olís deild karla. Stemningin var svakaleg á mánudaginn og við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram í allan vetur
14.09.2018
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram, að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir opnunarleik Olís deildar karla þegar KA vann Akureyri 28-27 og rýna í deildina. Þá hita þeir upp fyrir Olís deild kvenna og fá til sín Ásdísi Guðmundsdóttur leikmann KA/Þórs
14.09.2018
Það er alvöru handboltadagur í KA-Heimilinu á morgun, laguardag, þegar KA/Þórs tekur á móti Val kl. 14:30 í opnunarleik Olís deildar kvenna og klukkan 17:00 tekur KA á móti Haukum í Olís deild karla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja okkar frábæru lið til sigurs í þessum krefjandi verkefnum
14.09.2018
Kríla júdó er fyrir krakka sem ekki eru byrjaðir í skóla. Æfingar eru á sunnudögum 11:00 til 11:45 í Laugagötunni við sundlaugina.
Gert er ráð fyrir að forráðamaður sé viðstaddur á meðan á æfingu stendur.
Þjálfari er Adam Brands og veitir hann nánir upplýsingar í síma 863 4928.
13.09.2018
Í dag fór fram úrslitaleikur Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna þegar KA tók á móti Breiðablik á Greifavellinum. Bæði lið unnu úrslitariðil sinn með fullu húsi stiga og ekki spurning að þarna mættust tvö bestu lið landsins. Mætingin á völlinn var til fyrirmyndar og var flott stemning yfir þessum stóra leik
13.09.2018
Sælt KA-fólk Eftir fund með stjórn knattspyrnudeildar í gær, þá var tekin sameiginleg ákvörðun um að ég verð ekki þjálfari KA á næsta ári, þannig að 13 ára ferð mín hjá þessu frábæra félagi er á enda. Þegar ég horfi til baka, þá geng ég mjög stoltur frá borði. Yfir 100 leikir sem leikmaður, þjálfari alla yngra flokka karla og kvenna frá sjöunda og upp í meistaraflokk, aðstoðarþjálfari mfl í 3 ár og á endanum aðalþjálfari mfl í 3 ár