Fréttir

KA - Akureyri, baráttan um bæinn!

Handboltaveturinn hefst á mánudaginn þegar KA tekur á móti Akureyri þar sem bæjarstoltið sem og gríðarlega mikilvæg stig verða undir. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og skiptir það öllu máli að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar til sigurs

Breiðablik lagði Þór/KA í toppslagnum

Það var sannkallaður úrslitaleikur á Kópavogsvelli í dag þegar Breiðablik tók á móti Þór/KA í uppgjöri toppliðanna í Pepsi deild kvenna. Fyrir leikinn var Breiðablik í góðri stöðu með tveggja stiga forskot á okkar lið

Risaleikur hjá Þór/KA í Kópavogi í dag

Það er enginn smá leikur í dag þegar Íslandsmeistarar Þór/KA sækja Breiðablik heim í Pepsi deild kvenna. Fyrir leikinn er Breiðablik á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Þór/KA og því ljóst að með sigri þá lyftir okkar lið sér á toppinn

KA og KA/Þór leika í Hummel í vetur

Á kynningarkvöldi Handknattleiksdeildar KA sem fram fór í gær var undirritaður nýr styrktarsamningur við Sportver og Toppmenn og Sport. Með þessum nýja samning mun Handknattleiksdeild KA klæðast Hummel og leika því bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs í glæsilegum Hummel búningum í vetur

Sólveig Lára til liðs við KA/Þór

KA/Þór barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði undir eins árs samning við liðið. Hún kemur til liðsins frá ÍR en hún er öflug vinstri skytta sem mun bæta bæði varnar- og sóknarlínu liðsins mikið

KA Podcastið - 7. september 2018

Hlaðvarpsþáttur KA er stútfullur að þessu sinni en þeir Siguróli Magni Sigurðsson, Ágúst Stefánsson og Hjalti Þór Hreinsson fara yfir fótboltann sem og handboltann sem er að fara að hefjast

Forsala á Þór/KA - Wolfsburg!

Stórleikur Þórs/KA og Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á Þórsvelli miðvikudaginn 12. september næstkomandi klukkan 16:30. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum en pláss fyrir um 3.000 manns verður á svæðinu. Þar sem að leikurinn er svo snemma dags þá er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst á leikinn til að þurfa ekki að bíða í röð þegar leikurinn hefst

Afmælisveislur í fimleikasalnum

Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.

Tilkynning haustið 2018

Góðan daginn Af gefnu tilefni langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri.Skv.þeim upplýsingum sem komu fam á aðalfundi félagsins í vor þá sýndu ársreikningar okkar að félagið stendur illa og ljóst að skera þurfti niður launakostnaði í framhaldinu.

Kynningarkvöld handboltans á fimmtudaginn

Handknattleiksdeild KA heldur kynningarkvöld sitt á fimmtudaginn klukkan 20:30 í KA-Heimilinu næstkomandi. Farið verður yfir komandi vetur hjá KA og KA/Þór en bæði lið leika einmitt í deild þeirra bestu eftir frábært gengi á síðasta tímabili