27.08.2018
Nú fara fram framkvæmdir við andyri Íþróttahússins við Giljaskóla og því ekki hægt að ganga um þar.Næstu daga verður því gengið inn um neyðarútganginn hjá stóru dýnunni norðan við aðal innganginn.
27.08.2018
Hannes Pétursson ljósmyndari kíkti við á Norðlenska Greifamótið um helgina og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Flott stemning var í kringum mótið og ljóst að mikil ánægja var að fá alvöru handboltaleiki fyrir norðan fyrir tímabilið sem hefst 10. september hjá körlunum og 15. september kvennamegin
25.08.2018
Mikið fjör var á lokadegi Norðlenska Greifamótsins í dag þar sem úrslit mótsins réðust. Hjá körlunum hófst dagurinn á leik um 5. sætið
25.08.2018
Allar æfingar í badminton eru í Íþróttahúsi Naustaskóla en tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu
25.08.2018
KA mætti í Víkina í dag í algjörum sex stiga leik en fyrir leikinn var KA enn í baráttu um Evrópusæti auk þess að eiga enn möguleika á falli. Víkingar voru þremur stigum á eftir okkar mönnum og þurftu því á sigri að halda til að fjarlægjast fallbaráttuna
25.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í dag á móti Selfyssingum í 15. umferð Pepsi deildar kvenna. Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir liðið enda í harðri toppbaráttu með Breiðablik. Liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í sumar en það var strax ljóst að stelpurnar ætluðu ekki að láta það endurtaka sig
24.08.2018
Annar dagur Norðlenska Greifamótsins er að kveldi kominn og er ljóst hvaða lið mætast í leikjum um sæti hjá körlunum en riðlakeppninni lauk í dag. Mikil spenna var í leikjum dagsins og sýndu öll liðin flott tilþrif og ljóst að undirbúningur fyrir komandi tímabil er vel á veg kominn
24.08.2018
Í dag var tilkynntur U-21 árs landsliðshópur Íslands sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019. KA á alls 3 fulltrúa í hópnum en það eru þeir Aron Elí Gíslason, Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson. Þetta eru frábærar fréttir og mikil viðurkenning fyrir starfið okkar en allir þrír hafa leikið stórt hlutverk hjá KA liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Þjálfari liðsins er Eyjólfur Sverrisson
24.08.2018
KA sækir Víkinga heim á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 18. umferð Pepsi deildar karla. KA liðið er í sérstakri stöðu fyrir leik en liðið á enn bæði möguleika á Evrópusæti sem og að falla. Heimamenn í Víking eru í 9. sæti aðeins þremur stigum á eftir KA og því um sex stiga leik að ræða
24.08.2018
Það er gríðarleg spenna á toppnum í Pepsi deild kvenna en aðeins munar tveimur stigum á Breiðablik og Þór/KA þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni. Þór/KA tekur á morgun, laugardag, á móti Selfoss og er ljóst að stelpurnar þurfa á sigri að halda til að halda pressu á Blikum