Fréttir

Frábær árangur KA á Símamótinu

Um helgina fór fram hið árlega Símamót en mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna í knattspyrnu og fer mótið fram í Kópavogi í umsjá Breiðabliks. KA mætti með alls 16 lið til leiks, 6 í 5. flokki, 7 í 6. flokki og 3 í 7. flokki og má með sanni segja að stelpurnar okkar hafi staðið sig frábærlega á mótinu

4. stigamótið í strandblaki fór fram um helgina

Um helgina fór fram fjórða stigamótið í strandblaki og var leikið í Kjarnaskógi. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir strandblak í Kjarnaskógi og var leikið á öllum fjórum völlunum á mótinu. Keppt var í tveimur deildum bæði karla og kvennamegin og má svo sannarlega segja að mikið líf hafi verið á keppnissvæðinu

Vladimir Tufegdzic til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA og Vladimir Tufegdzic hafa komist að samkomulagi um að Vladimir gangi til liðs við KA og leiki með liðinu út tímabilið. Þessi 27 ára gamli Serbi mun gefa sóknarlínu KA meiri breidd og er mikil ánægja með komu hans hingað norður

Stephanie Bukovec til liðs við Þór/KA

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir síðari hluta Pepsi deildar kvenna með komu Stephanie Bukovec. Stephanie er markvörður en Sara Mjöll Jóhannsdóttir sem hefur verið varamarkvörður liðsins er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna og því vantaði að fylla í markvarðarstöðuna

4 fulltrúar KA í yngri landsliðum í fótbolta

Það er mikil viðurkenning fyrir yngri flokkastarfið hjá KA þegar krakkar úr okkar röðum eru valdir í verkefni hjá yngri landsliðum Íslands. Nýlega voru 4 aðilar úr KA valdir í verkefni í fótboltanum og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með það

Daníel Matthíasson genginn til liðs við KA

Daníel Matthíasson er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu í Olís-deild karla næsta vetur

Fyrsti sigur KA í Grindavík í 11 ár!

Það var búist við hörkuleik í Grindavík í dag eins og venja er þegar KA og Grindavík mætast en liðin hafa eldað grátt silfur á síðustu árum. Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki unnið í Grindavík frá árinu 2007 og voru strákarnir staðráðnir í að breyta því

KA sækir Grindavík heim á fimmtudag

Hasarinn heldur áfram í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, þegar KA sækir Grindvíkinga heim suður með sjó. Leikurinn er liður í 12. umferð deildarinnar og hefst klukkan 18:00, fyrir þá sem ekki komast til Grindavíkur þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

U-20 endaði í 10. sæti á HM

U-20 ára kvennalandslið Íslands lék í dag lokaleik sinn á HM í Ungverjalandi er liðið mætti Króatíu í leik um 9. sætið á mótinu. Stelpurnar mættu sterku liði Noregs í 16-liða úrslitum keppninnar í gær í svakalegum leik. KA/Þór átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir

Hulda Bryndís með KA/Þór næstu 2 árin

Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins