28.06.2018
U-18 ára landslið Íslands í handbolta hóf í dag leik á Nations Cup í Lübecke í Þýskalandi. Strákarnir mættu Norðmönnum og eftir að Ísland hafði leitt 13-11 í hálfleik náðu strákarnir 5 marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. En Norðmennirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 1 mark, það var þó ekki nóg og Ísland fór með 26-25 sigur af hólmi
28.06.2018
Í hlaðvarpsþætti KA þessa vikuna fara Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir atburði síðustu viku en þar stóðu hæst frábær sigur Þórs/KA á Breiðablik í toppslag Pepsi deildar kvenna sem og Greifamót KA í 7. flokki kvenna. Þeir félagar hita einnig upp fyrir leik KA og Breiðabliks í fyrsta leik Pepsi deildar karla eftir HM hlé
27.06.2018
Í síðustu viku var Coerver Coaching International Camp á KA-svæðinu en það er knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2010. Mikil ánægja var með skólann en þetta er annað árið sem KA og Coerver bjóða upp á námskeiðið hér á KA-svæðinu. Mjög færir erlendir þjálfarar koma og leiðbeina krökkunum ásamt þjálfurum frá KA
25.06.2018
Um helgina fór fram Greifamót KA en það er mót fyrir 7. flokk kvenna. Þetta er þriðja árið sem mótið fer fram hér á KA-svæðinu og tókst mótið afar vel upp. Gleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum sem og aðstandendum þeirra og ekki skemmdi fyrir að veðurguðirnir voru góðir við okkur um helgina
24.06.2018
Það var svo sannarlega stórslagur á Þórsvelli í dag þegar topplið Breiðabliks kom í heimsókn á Þórsvöll í uppgjöri efstu tveggja liða Pepsi deildar kvenna. Sigur myndi koma okkar liði í toppsætið en tap hefði komið liðinu í erfiða stöðu í toppbaráttunni og því ljóst að stelpurnar hreinlega yrðu að sækja til sigurs
23.06.2018
Það er enginn smá leikur í Pepsi deild kvenna á morgun, sunnudag, þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti toppliði Breiðabliks í uppgjöri toppliða deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og má reikna með svakalegum leik enda tvö bestu lið landsins
22.06.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA leika að sjálfsögðu í Meistaradeild Evrópu í ár, í dag var dregið í riðla nú rétt í þessu. Alls er leikið í 10 riðlum og fer sigurvegari riðilsins beint áfram í 32-liða úrslit og þau tvö lið með besta árangurinn í 2. sætinu. Það er því alveg ljóst að ef stelpurnar ætla sér áfram í 32-liða úrslitin þá þurfa þær að stefna á sigur í riðlinum
22.06.2018
KA hlaðvarpið heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir síðustu leiki í fótboltanum hjá KA og Þór/KA ásamt því að ræða hinn gríðarlega mikilvæga toppslag hjá Þór/KA gegn Breiðablik á sunnudaginn. Þá hefur verið mikið líf á KA-svæðinu undanfarna daga og fara þeir að sjálfsögðu aðeins yfir þá hluti
20.06.2018
Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta strandhandboltamótinu sem átti að fara fram um helgina í Kjarnaskógi. Ekki er komin ný tímasetning á mótið en stefnt er að halda það í júlí eða ágúst. Tilkynning um nýja tímasetningu kemur um leið og hún hefur verið ákveðin
20.06.2018
Í dag milli kl. 16:45 og 18:00 munum við afhenda gjafabréf fyrir keppnistreyjum sem fylgja með æfingagjöldum sumarsins. Afhending fer fram í KA-heimilinu en treyjan sjálf er afhent í Toppmenn og Sport. Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga