Fréttir

Þór/KA með frábæran sigur á Stjörnunni

Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í kvöld á móti Stjörnunni í lokaleik fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna. Þriðja leikinn í röð voru stelpurnar að leika innbyrðisleik í toppbaráttunni og voru ansi mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið

Alexander keppir á European Cup í Paks og Prag

Alexander Heiðarsson mun næstu hegi taka þátt í European Cup í Ungverjalandi og svo viku síðar í Tékklandi. European Cup mótin eru sterkustu mót sem haldin eru í Evrópu í hans flokki og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á meðal þeirra bestu. Alexander hefur undanfarið verið í æfingabúðum í Barcelona og mun svo ljúka sumar tímabilinu í Tékklandi í æfingabúðum að loknu mótinu þar. Hægt verður að fylgjast með keppninni í heimasíðu Alþjóða Júdósambandsinssins www.ijf.org. Hann mun keppa í -60 kg og keppir 15. júlí í Paks í Ungverjalandi og í Prag í Tékklandi 21. júlí.

N1-mótinu lauk um helgina (myndband)

32. N1-móti KA lauk á laugardaginn en mótið hófst á miðvikudeginum. Við þökkum öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir hve vel til tókst, hvort sem það eru keppendur, þjálfarar, liðsstjórar, gestir eða sjálfboðaliðar. Alls fóru fram 840 leikir á mótinu sem er nýtt met en það gerir 25.200 mínútur af fótbolta sem eru 420 klukkustundir

Dagur Gautason í lokahópi U-18 á EM

U-18 ára landslið Íslands í handbolta mun leika á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu dagana 8.-20. ágúst. Liðið mun leika í D-riðli og andstæðingar Íslands eru Slóvenía, Svíþjóð og Pólland. Riðillinn verður leikinn í Varaždin sem er nyrst í Króatíu

Stórleikur hjá Þór/KA á morgun

Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Stjörnunni á Þórsvelli á morgun, þriðjudag, klukkan 18:00. Þetta er þriðji toppslagurinn í röð hjá stelpunum en þær unnu Breiðablik 2-0 og gerðu 0-0 jafntefli við Val í síðustu leikjum. Fyrir leikinn er Þór/KA í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en Breiðablik er á toppnum með 21 stig

U-20 í 16-liða úrslit á HM og U-16 í 9. sæti

Það er nóg um að vera hjá ungmennalandsliðum Íslands í handbolta um þessar mundir en U-20 ára kvennalandslið Íslands í handbolta er komið alla leiðina í 16-liða úrslit á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi eftir frábæra frammistöðu í riðlakeppninni

Þrif eftir N1-mótið, óskum eftir þér!

Þá er N1-móti KA lokið í ár og tókst afar vel til, fjölmargir KA-menn lögðu hönd á plóg til að láta þetta risastóra mót ganga upp. Gríðarlegur fjöldi fólks var á svæðinu okkar enda er þessi helgi orðin stærsta ferðahelgi ársins hér á Akureyri

Sannfærandi sigur KA á Fjölni

KA tók á móti Fjölni í kvöld í 11. umferð Pepsi deildar karla, þrátt fyrir fína spilamennsku í undanförnum leikjum þá var KA liðið án sigurs í síðustu þremur leikjum og var komið í botnbaráttu. Það voru því ansi mikilvæg stig í húfi fyrir okkar lið og á sama tíma fyrir gestina en með sigri gátu Fjölnismenn komist í þægilega stöðu og 6 stigum frá okkar liði

N1-mótið í fullum gangi

32. N1-mót KA hófst í gær og er í fullum gangi. Alls keppa 188 lið á mótinu og verða leiknir 840 leikir á mótinu en því líkur um 18:00 á laugardeginum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að kynna sér mótið en allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins:

KA Podcastið - 5. júlí 2018

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni þrátt fyrir að N1-mót KA sé í fullum gangi. Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Hreinsson fara yfir frammistöðu KA liðsins í sumar og rýna í hinn gríðarlega mikilvæga leik í dag sem er gegn Fjölni. Toppslagur Vals og Þórs/KA kvennamegin er einnig tekinn fyrir