Fréttir

Gríðarlega mikilvægur heimaleikur á morgun

KA tekur á móti Fjölni á morgun, fimmtudag, í gríðarlega mikilvægum leik í Pepsi deildinni. Leikurinn fer fram á Greifavellinum klukkan 18:30. Fyrir leikinn er KA í 11. sæti með 9 stig en gestirnir eru í því 8. með 12 stig

Jafnt í toppslagnum að Hlíðarenda

Aðra umferðina í röð var toppslagur hjá Þór/KA í Pepsi deildinni þegar þær sóttu Valskonur heim að Hlíðarenda. Stelpurnar voru á toppnum fyrir leik en Valsliðið var aðeins stigi á eftir og því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið

Landsliðsverkefni í handboltanum

Það er nóg um að vera hjá okkar fólki í verkefnum með unglingalandsliðunum í handboltanum þessa dagana. Þá eru bæði strákar og stelpur í 4. flokki stödd á Partille Cup í Svíþjóð þessa dagana þannig að það er sko ekkert sumarfrí hjá okkar fólki í handboltanum

Risaleikur á Hlíðarenda hjá Þór/KA

Þór/KA lyfti sér á topp Pepsi deildar kvenna í síðustu umferð með frábærum 2-0 sigri á Breiðablik í uppgjöri toppliðanna. Það er svo annar svakalegur leikur framundan hjá liðinu en á morgun sækja þær Valskonur heim en aðeins munar einu stigi á liðunum fyrir leikinn

Myndaveisla úr Breiðabliksleiknum

KA og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í gær á Greifavellinum í 10. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur en KA lék manni færri nær allan síðari hálfleikinn en náðu að halda út og sigla inn góðu stigi gegn öflugu liði Blika

30 ár frá fyrsta sigri KA á N1-mótinu

N1-mót KA hefst á þriðjudaginn og er mótið í ár það 32. í röðinni en fyrsta mótið var haldið árið 1987. Mótið er í dag orðið gríðarlega stórt og taka þátt alls 188 lið í ár og eru leiknir samtals 840 leikir frá miðvikudegi til laugardags. Mótið hefur stækkað frá ári til árs og er eitt af aðalsmerkjum félagsins

Myndir af vorsýningu, afhending.

Myndir af Vorsýningu eru komnar úr framköllun.Hægt er að nálgast myndirnar í Fimak dagana: 3.júlí (Þri) kl.17-18, 10.júlí ( Þri) kl.17-18 og 1.ágúst (Mið) kl.

Vantar sjálfboðaliða í undirbúning N1-mótsins

N1-mót KA hefst á miðvikudaginn og verður mótið í ár það stærsta í sögunni en alls keppa 188 lið 840 leiki og eru þátttakendur um 1.900 á mótinu. N1-mótið er eitt aðalstolt félagsins og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að mótið fari vel fram

Stórafmæli í júlí

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.

10 KA menn héldu út gegn Blikum

KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni í dag eftir HM hlé þegar Breiðablik kom norður á Greifavöllinn. Leikurinn var liður í 10. umferð deildarinnar og var ljóst fyrir leik að KA þyrfti eitthvað útúr leiknum enda var liðið í 10. sæti fyrir leikinn