27.05.2018
Það var enginn smá leikur í Pepsi deild karla í dag þegar KA sótti KR-inga heim í Frostaskjól. Bæði lið voru ósátt með stigasöfnun sína í deildinni til þessa og það voru því mikilvæg stig í boði og úr varð fínn leikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs
27.05.2018
Það virðist fátt geta stöðvað Íslandsmeistara Þórs/KA í upphafi sumars en stelpurnar mættu í Kaplakrika í dag og mættu liði FH. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar unnið alla leiki sumarsins og það varð engin breyting á því eftir leik dagsins
26.05.2018
Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fór fram í gær og var mikið um dýrðir. Að venju voru þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu standa uppúr verðlaunaðir og fór töluvert fyrir handknattleiksdeild KA á hófinu enda tryggðu bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu á nýliðinni leiktíð
26.05.2018
Það er enginn smá leikur á morgun hjá strákunum þegar KA mætir suður og leikur gegn stórliði KR. Bæði lið hafa farið rólegar af stað heldur en ætlunin var og því ljóst að það eru mjög mikilvæg 3 stig í boði í slag liðanna á morgun
26.05.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA mæta í Kaplakrika á morgun og mæta þar liði FH í 5. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en FH er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan Þór/KA er á toppi deildarinnar ásamt Breiðablik með fullt hús stiga
24.05.2018
U-16 ára landslið kvenna í handbolta er á leiðinni til Svíþjóðar á European Open sem fer fram dagana 2.-6. júlí í Gautaborg. Stelpurnar eru með Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Azerbaijan í riðli og á KA/Þór einn fulltrúa í hópnum og er það Rakel Sara Elvarsdóttir
24.05.2018
U-20 ára landslið kvenna í handbolta fer á HM í Ungverjalandi í sumar en liðið tryggði sæti sitt á mótinu með flottri frammistöðu í undanriðli sem fram fór í Vestmannaeyjum í mars. KA/Þór átti tvo fulltrúa í liðinu þegar HM sætið var tryggt en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
24.05.2018
Áfram heldur hlaðvarpsþáttur KA en að þessu sinni fær Siguróli Magni Sigurðsson hann Ágúst Stefánsson með sér í þáttastjórnunina og fara þeir félagar yfir síðustu leiki hjá KA og Þór/KA. Þá mætir Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs í handboltanum í heimsókn og fer yfir glæsilegan vetur hjá stelpunum og yngri flokkunum ásamt því að hann ræðir stöðu sína hjá A-landsliði kvenna.
24.05.2018
Stelpurnar í Þór/KA halda áfram að vinna sína leiki en í gær vannst sterkur 2-0 sigur á KR á Þórsvellinum. Liðið hefur þar með unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og útlitið mjög gott. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á vellinum í gær og myndaði í bak og fyrir
23.05.2018
Stelpurnar í Þór/KA byrja sumarið stórkostlega en í kvöld tóku þær á móti KR í 4. umferð Pepsi deildar kvenna. Fyrir leikinn var liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og það breyttist ekkert eftir leik kvöldsins