31.05.2018
KA átti erfitt verkefni í kvöld þegar liðið sótti FH-inga heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ekki nóg með að FH liðið sé ógnarsterkt að þá voru skörð höggvin í leikmannahóp KA en Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams og Elfar Árni Aðalsteinsson voru allir frá
31.05.2018
Í vikunni voru æfingahópar fyrir drengjalandslið skipuð leikmönnum undir 16 og undir 15 ára aldri. KA skipar stóran sess í þessum hópum en í U16 á KA 4 fulltrúa og í U15 á KA 3 fulltrúa. Maksim Akbachev og Örn Þrastarson eru þjálfarar hópsins og er þetta frábært tækifæri fyrir strákana til að sýna sig
31.05.2018
Handknattleiksdeild KA bryddar upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður í Kjarnaskógi laugardaginn 23. júní og verður leikið í blönduðum flokki það er að segja að strákar og stelpur munu spila saman
31.05.2018
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram og að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir stöðuna hjá Þór/KA og KA í fótboltanum, 4 brons í júdó á Norðurlandamótinu og landsliðsstelpurnar okkar í handboltanum
31.05.2018
Það er mikið líf í júdódeild KA um þessar mundir en nýlega unnust 4 bronsverðlaun á Norðurlandamótinu auk þess sem 5 Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur. Deildin býður svo uppá sumaræfingar fyrir alla aldursflokka og hvetjum við alla til að kíkja á þessar flottu æfingar
30.05.2018
Það er skammt stórra högga á milli hjá KA liðinu þessa dagana en liðið mætir FH í Kaplakrika á morgun í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust nýverið í Pepsi deildinni á sama stað og eftir markalausan fyrri hálfleik þá unnu Hafnfirðingar 3-1 sigur
30.05.2018
Það verður líf og fjör á KA-svæðinu sunnudaginn 3. júní en þá ætlum við að bjóða uppá skemmtun fyrir unga sem aldna. Hægt verður að prófa allar íþróttir sem iðkaðar eru undir merkjum KA en það eru að sjálfsögðu fótbolti, handbolti, blak, júdó og badminton
29.05.2018
Í sumar verðum við með leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2009-2011.Hægt verður að vera frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00.Einnig er boðið upp á að byrja klukkan 9:00.
28.05.2018
Norðurlandameistaramótið í júdó var haldið um helgina og átti júdódeild KA fjóra keppendur á því móti að auki sem Anna Soffía þjálfari og landsliðsþjálfari dró fram gallann fyrir sveitakeppnina. Alexander keppti í -60 kg flokki í undir 21 árs. Hann byrjaði af krafti og sigraði glímu á glæsilega en því miður var þetta ekki dagurinn hans og náði hann ekki á pall í þetta skipti, en hann hefur verið á palli á nánast öllum mótum sem hann hefur keppt á erlendis
28.05.2018
Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu í undankeppni HM 2019. Þór/KA á hvorki fleiri né færri en þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen