04.06.2018
Um 1.000 manns mættu á Akureyrarvöll í gær þegar KA vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum í 7. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær og sótti 3 gríðarlega mikilvæg stig. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum þrátt fyrir gríðarlegt sólskin og mikinn hita. Hér fyrir neðan má sjá myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum
03.06.2018
KA tók á móti Víking í 7. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli. Mikil gleði var í kringum leikinn en KA menn tóku daginn snemma á KA-svæðinu þar sem allar greinar innan KA voru í boði, grillaðar voru pylsur, andlitsmálning og allskonar fleira skemmtilegt. Því næst arkaði hópurinn niður á Akureyrarvöll og það í þessari frábæru blíðu. Mætingin á leikinn var líka til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns mættu á völlinn
02.06.2018
Það var enginn smá leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan fór alla leið í bikarúrslitin í fyrra einmitt eftir að hafa slegið út okkar lið og voru okkar stelpur staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra enda stefnan að vinna alla bikarana sem í boði eru
01.06.2018
Það er enginn smá leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins hjá Þór/KA á morgun þegar liðið tekur á móti Stjörnunni. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 17:15 og er alveg ljóst að stelpurnar þurfa á öllum þeim stuðning að halda sem í boði er
31.05.2018
KA átti erfitt verkefni í kvöld þegar liðið sótti FH-inga heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ekki nóg með að FH liðið sé ógnarsterkt að þá voru skörð höggvin í leikmannahóp KA en Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams og Elfar Árni Aðalsteinsson voru allir frá
31.05.2018
Í vikunni voru æfingahópar fyrir drengjalandslið skipuð leikmönnum undir 16 og undir 15 ára aldri. KA skipar stóran sess í þessum hópum en í U16 á KA 4 fulltrúa og í U15 á KA 3 fulltrúa. Maksim Akbachev og Örn Þrastarson eru þjálfarar hópsins og er þetta frábært tækifæri fyrir strákana til að sýna sig
31.05.2018
Handknattleiksdeild KA bryddar upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður í Kjarnaskógi laugardaginn 23. júní og verður leikið í blönduðum flokki það er að segja að strákar og stelpur munu spila saman
31.05.2018
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram og að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir stöðuna hjá Þór/KA og KA í fótboltanum, 4 brons í júdó á Norðurlandamótinu og landsliðsstelpurnar okkar í handboltanum
31.05.2018
Það er mikið líf í júdódeild KA um þessar mundir en nýlega unnust 4 bronsverðlaun á Norðurlandamótinu auk þess sem 5 Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur. Deildin býður svo uppá sumaræfingar fyrir alla aldursflokka og hvetjum við alla til að kíkja á þessar flottu æfingar
30.05.2018
Það er skammt stórra högga á milli hjá KA liðinu þessa dagana en liðið mætir FH í Kaplakrika á morgun í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust nýverið í Pepsi deildinni á sama stað og eftir markalausan fyrri hálfleik þá unnu Hafnfirðingar 3-1 sigur