Fréttir

Myndaveisla frá stórsigrinum í gær

Um 1.000 manns mættu á Akureyrarvöll í gær þegar KA vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum í 7. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær og sótti 3 gríðarlega mikilvæg stig. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum þrátt fyrir gríðarlegt sólskin og mikinn hita. Hér fyrir neðan má sjá myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum

Frábær sigur KA á Víkingum

KA tók á móti Víking í 7. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli. Mikil gleði var í kringum leikinn en KA menn tóku daginn snemma á KA-svæðinu þar sem allar greinar innan KA voru í boði, grillaðar voru pylsur, andlitsmálning og allskonar fleira skemmtilegt. Því næst arkaði hópurinn niður á Akureyrarvöll og það í þessari frábæru blíðu. Mætingin á leikinn var líka til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns mættu á völlinn

Stjarnan sló Þór/KA út í Bikarnum

Það var enginn smá leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan fór alla leið í bikarúrslitin í fyrra einmitt eftir að hafa slegið út okkar lið og voru okkar stelpur staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra enda stefnan að vinna alla bikarana sem í boði eru

Bikarslagur Þórs/KA og Stjörnunnar á morgun

Það er enginn smá leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins hjá Þór/KA á morgun þegar liðið tekur á móti Stjörnunni. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 17:15 og er alveg ljóst að stelpurnar þurfa á öllum þeim stuðning að halda sem í boði er

Bikardraumurinn úti eftir tap gegn FH

KA átti erfitt verkefni í kvöld þegar liðið sótti FH-inga heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ekki nóg með að FH liðið sé ógnarsterkt að þá voru skörð höggvin í leikmannahóp KA en Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams og Elfar Árni Aðalsteinsson voru allir frá

KA með 7 fulltrúa í U15 og U16

Í vikunni voru æfingahópar fyrir drengjalandslið skipuð leikmönnum undir 16 og undir 15 ára aldri. KA skipar stóran sess í þessum hópum en í U16 á KA 4 fulltrúa og í U15 á KA 3 fulltrúa. Maksim Akbachev og Örn Þrastarson eru þjálfarar hópsins og er þetta frábært tækifæri fyrir strákana til að sýna sig

Strandhandboltamót KA 23. júní

Handknattleiksdeild KA bryddar upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður í Kjarnaskógi laugardaginn 23. júní og verður leikið í blönduðum flokki það er að segja að strákar og stelpur munu spila saman

KA Podcastið - 31. maí 2018

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram og að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir stöðuna hjá Þór/KA og KA í fótboltanum, 4 brons í júdó á Norðurlandamótinu og landsliðsstelpurnar okkar í handboltanum

Sumaræfingar hjá júdódeild KA

Það er mikið líf í júdódeild KA um þessar mundir en nýlega unnust 4 bronsverðlaun á Norðurlandamótinu auk þess sem 5 Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur. Deildin býður svo uppá sumaræfingar fyrir alla aldursflokka og hvetjum við alla til að kíkja á þessar flottu æfingar

Bikarslagur FH og KA á morgun

Það er skammt stórra högga á milli hjá KA liðinu þessa dagana en liðið mætir FH í Kaplakrika á morgun í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust nýverið í Pepsi deildinni á sama stað og eftir markalausan fyrri hálfleik þá unnu Hafnfirðingar 3-1 sigur