01.07.2018
Myndir af Vorsýningu eru komnar úr framköllun.Hægt er að nálgast myndirnar í Fimak dagana:
3.júlí (Þri) kl.17-18,
10.júlí ( Þri) kl.17-18 og
1.ágúst (Mið) kl.
01.07.2018
N1-mót KA hefst á miðvikudaginn og verður mótið í ár það stærsta í sögunni en alls keppa 188 lið 840 leiki og eru þátttakendur um 1.900 á mótinu. N1-mótið er eitt aðalstolt félagsins og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að mótið fari vel fram
01.07.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
01.07.2018
KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni í dag eftir HM hlé þegar Breiðablik kom norður á Greifavöllinn. Leikurinn var liður í 10. umferð deildarinnar og var ljóst fyrir leik að KA þyrfti eitthvað útúr leiknum enda var liðið í 10. sæti fyrir leikinn
01.07.2018
Knattspyrnudeild KA og Greifinn Veitingahús hafa komist að samkomulagi um að hér eftir mun heimavöllur KA í Pepsi-deild karla bera nafnið Greifavöllurinn. Fyrsti leikur KA á vellinum með hinu nýja nafni er einmitt í dag þegar liðið tekur á móti Breiðablik klukkan 16:00
30.06.2018
Olísdeildarlið KA/Þórs í handboltanum barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar króatíski markvörðurinn Olgica Andrijasevic skrifaði undir 2 ára samning við liðið. Sunna Guðrún Pétursdóttir og Margrét Einarsdóttir skiptu markmannsstöðunni með sér á síðasta tímabili en þær hafa báðar yfirgefið liðið fyrir komandi tímabil
30.06.2018
KA sendir annaðhvert ár 4. flokk drengja og stúlkna í handboltanum til Svíþjóðar á Partille Cup. Partille Cup er eitt stærsta handboltamót í heiminum og keppa iðulega um 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum á mótinu
29.06.2018
KA tekur á móti Breiðablik á sunnudag í fyrsta leik í Pepsi deildinni eftir HM hlé og er leikurinn liður í 10. umferð deildarinnar. Heimavöllurinn hefur reynst KA liðinu gríðarlega mikilvægur og það mun reyna á stuðning okkar í stúkunni á sunnudaginn enda er Breiðablik með hörkulið
28.06.2018
U-18 ára landslið Íslands í handbolta hóf í dag leik á Nations Cup í Lübecke í Þýskalandi. Strákarnir mættu Norðmönnum og eftir að Ísland hafði leitt 13-11 í hálfleik náðu strákarnir 5 marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. En Norðmennirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 1 mark, það var þó ekki nóg og Ísland fór með 26-25 sigur af hólmi
28.06.2018
Í hlaðvarpsþætti KA þessa vikuna fara Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir atburði síðustu viku en þar stóðu hæst frábær sigur Þórs/KA á Breiðablik í toppslag Pepsi deildar kvenna sem og Greifamót KA í 7. flokki kvenna. Þeir félagar hita einnig upp fyrir leik KA og Breiðabliks í fyrsta leik Pepsi deildar karla eftir HM hlé