11.06.2018
Fyrsti dagur Leikjaskóla FIMAK var í dag.Alls eru 43 börn á fyrsta námskeiði okkar og mikið líf og fjör í húsinu.Frá átta til níu var frjáls leikur í fimleikasalnum og var mikið hoppað og skoppað um allt hús.
10.06.2018
Bakvörður okkar KA manna hann Hrannar Björn Steingrímsson lék í gær sinn 100. leik fyrir KA í deild- og bikarkeppni. Hrannar Björn hefur í þessum 100 leikjum skorað 1 mark en það var glæsilegt mark gegn Fjölni á útivelli í Pepsi deildinni síðasta sumar
10.06.2018
KA sótti Íslandsmeistara Vals heim í 8. umferð Pepsi deildar karla í gær. Bæði lið ætluðu sér sigurinn og úr varð hörkuleikur með áherslu á hörku enda voru alls 10 gul spjöld í leiknum, 5 á hvort lið og fengu báðir þjálfararnir að líta gula spjaldið
08.06.2018
Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram og á morgun sækir KA Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á svæðið og styðja okkar lið til sigurs
07.06.2018
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni fá þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson til sín Tufa þjálfara KA í knattspyrnu og fara þeir félagar yfir feril Tufa sem og hvernig það var að koma frá Serbíu og til Íslands
07.06.2018
Aðalfundur FIMAK fór fram þann 31.mai síðastliðinn.Þar bar hæst að þrír stjórnarmenn létu af störfum og komu aðrir þrír í þeirra stað.Úr stjórn fóru þau Hermann Herbertsson formaður, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Guðbjörg Harpa Þorvaldsdóttir.
05.06.2018
Áki Egilsnes var besti leikmaður karlaliðs KA á nýliðnu tímabili í handboltanum en liðið tryggði sér eins og flestir ættu að vita sæti í deild þeirra bestu. Áki var upptekinn á landsliðsæfingum í Færeyjum þegar lokahófið fór fram og fékk því bikarinn nú fyrir skömmu
05.06.2018
Coerver Coaching International Camp verður á KA-svæðinu 18.-22. júní. Þessar frábæru knattspyrnubúðir eru fyrir alla drengi og stúlkur fædd 2004-2010. Skólinn býður upp á sérhæfðar tækniæfingar og eru frábær viðbót fyrir þá sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Tvær æfingar eru á dag, heitur hádegismatur er innifalinn milli æfinga sem og fyrirlestur um mataræði og hugarfar knattspyrnumanna
04.06.2018
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.
04.06.2018
Við höfum þær gleðifréttir að hvítu KA sokkarnir sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin hjá okkur KA mönnum eru komnir aftur í sölu. Hægt er að koma upp í KA-Heimili og kaupa 3 pör í pakka á 3.000 krónur. Við hvetjum ykkur til að vera snögg að tryggja ykkur sokkana því takmarkað upplag er til