Fréttir

Fyrsta tapið á heimavelli staðreynd

KA tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í dag. Þetta var síðasti leikurinn fyrir stutt HM frí en KA hafði fengið 7 af 8 stigum sínum í sumar á heimavelli og var greinilegt að menn ætluðu sér að klífa upp töfluna með sigri í dag

KA Podcastið - 14. júní 2018

Hinn vikulegi hlaðvarpsþáttur KA heldur að sjálfsögðu áfram en Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson fá til sín magnaðan gest að þessu sinni en það er enginn annar en Gunnar Níelsson. Gunni segir nokkrar frábærar sögur tengdar KA og er alveg ljóst að Gunni þarf að mæta aftur enda mjög gaman að hlusta á það sem hann hefur að segja

KA ætlar sér sigur í lokaleiknum fyrir HM

KA tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir HM frí og um að gera að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana til sigurs. Stemningin á síðustu leikjum hefur verið til fyrirmyndar og er um að gera að halda því áfram!

Ásdís með KA/Þór næstu 2 árin

Ásdís Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins

Leikjaskóli FIMAK komin af stað

Fyrsti dagur Leikjaskóla FIMAK var í dag.Alls eru 43 börn á fyrsta námskeiði okkar og mikið líf og fjör í húsinu.Frá átta til níu var frjáls leikur í fimleikasalnum og var mikið hoppað og skoppað um allt hús.

Hrannar Björn með 100 leiki fyrir KA

Bakvörður okkar KA manna hann Hrannar Björn Steingrímsson lék í gær sinn 100. leik fyrir KA í deild- og bikarkeppni. Hrannar Björn hefur í þessum 100 leikjum skorað 1 mark en það var glæsilegt mark gegn Fjölni á útivelli í Pepsi deildinni síðasta sumar

Svekkjandi tap eftir flotta frammistöðu

KA sótti Íslandsmeistara Vals heim í 8. umferð Pepsi deildar karla í gær. Bæði lið ætluðu sér sigurinn og úr varð hörkuleikur með áherslu á hörku enda voru alls 10 gul spjöld í leiknum, 5 á hvort lið og fengu báðir þjálfararnir að líta gula spjaldið

KA sækir Valsara heim á morgun

Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram og á morgun sækir KA Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á svæðið og styðja okkar lið til sigurs

KA Podcastið - 7. júní 2018

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni fá þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson til sín Tufa þjálfara KA í knattspyrnu og fara þeir félagar yfir feril Tufa sem og hvernig það var að koma frá Serbíu og til Íslands

Ný stjórn kosin

Aðalfundur FIMAK fór fram þann 31.mai síðastliðinn.Þar bar hæst að þrír stjórnarmenn létu af störfum og komu aðrir þrír í þeirra stað.Úr stjórn fóru þau Hermann Herbertsson formaður, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Guðbjörg Harpa Þorvaldsdóttir.