15.07.2018
Knattspyrnudeild KA og Vladimir Tufegdzic hafa komist að samkomulagi um að Vladimir gangi til liðs við KA og leiki með liðinu út tímabilið. Þessi 27 ára gamli Serbi mun gefa sóknarlínu KA meiri breidd og er mikil ánægja með komu hans hingað norður
13.07.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir síðari hluta Pepsi deildar kvenna með komu Stephanie Bukovec. Stephanie er markvörður en Sara Mjöll Jóhannsdóttir sem hefur verið varamarkvörður liðsins er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna og því vantaði að fylla í markvarðarstöðuna
13.07.2018
Það er mikil viðurkenning fyrir yngri flokkastarfið hjá KA þegar krakkar úr okkar röðum eru valdir í verkefni hjá yngri landsliðum Íslands. Nýlega voru 4 aðilar úr KA valdir í verkefni í fótboltanum og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með það
13.07.2018
Daníel Matthíasson er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu í Olís-deild karla næsta vetur
12.07.2018
Það var búist við hörkuleik í Grindavík í dag eins og venja er þegar KA og Grindavík mætast en liðin hafa eldað grátt silfur á síðustu árum. Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki unnið í Grindavík frá árinu 2007 og voru strákarnir staðráðnir í að breyta því
11.07.2018
Hasarinn heldur áfram í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, þegar KA sækir Grindvíkinga heim suður með sjó. Leikurinn er liður í 12. umferð deildarinnar og hefst klukkan 18:00, fyrir þá sem ekki komast til Grindavíkur þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
11.07.2018
U-20 ára kvennalandslið Íslands lék í dag lokaleik sinn á HM í Ungverjalandi er liðið mætti Króatíu í leik um 9. sætið á mótinu. Stelpurnar mættu sterku liði Noregs í 16-liða úrslitum keppninnar í gær í svakalegum leik. KA/Þór átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
11.07.2018
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins
10.07.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í kvöld á móti Stjörnunni í lokaleik fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna. Þriðja leikinn í röð voru stelpurnar að leika innbyrðisleik í toppbaráttunni og voru ansi mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið
10.07.2018
Alexander Heiðarsson mun næstu hegi taka þátt í European Cup í Ungverjalandi og svo viku síðar í Tékklandi. European Cup mótin eru sterkustu mót sem haldin eru í Evrópu í hans flokki og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á meðal þeirra bestu. Alexander hefur undanfarið verið í æfingabúðum í Barcelona og mun svo ljúka sumar tímabilinu í Tékklandi í æfingabúðum að loknu mótinu þar. Hægt verður að fylgjast með keppninni í heimasíðu Alþjóða Júdósambandsinssins www.ijf.org. Hann mun keppa í -60 kg og keppir 15. júlí í Paks í Ungverjalandi og í Prag í Tékklandi 21. júlí.