Fréttir

Fjölskylduskemmtun 3. júní á KA-svæðinu

Það verður líf og fjör á KA-svæðinu sunnudaginn 3. júní en þá ætlum við að bjóða uppá skemmtun fyrir unga sem aldna. Hægt verður að prófa allar íþróttir sem iðkaðar eru undir merkjum KA en það eru að sjálfsögðu fótbolti, handbolti, blak, júdó og badminton

Leikja- og fimleikanámskeið FIMAK

Í sumar verðum við með leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2009-2011.Hægt verður að vera frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00.Einnig er boðið upp á að byrja klukkan 9:00.

KA júdókonur með fjögur brons á NM

Norðurlandameistaramótið í júdó var haldið um helgina og átti júdódeild KA fjóra keppendur á því móti að auki sem Anna Soffía þjálfari og landsliðsþjálfari dró fram gallann fyrir sveitakeppnina. Alexander keppti í -60 kg flokki í undir 21 árs. Hann byrjaði af krafti og sigraði glímu á glæsilega en því miður var þetta ekki dagurinn hans og náði hann ekki á pall í þetta skipti, en hann hefur verið á palli á nánast öllum mótum sem hann hefur keppt á erlendis

Þrjár úr Þór/KA í A-landsliðinu

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu í undankeppni HM 2019. Þór/KA á hvorki fleiri né færri en þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen

KR lagði KA að velli 2-0

Það var enginn smá leikur í Pepsi deild karla í dag þegar KA sótti KR-inga heim í Frostaskjól. Bæði lið voru ósátt með stigasöfnun sína í deildinni til þessa og það voru því mikilvæg stig í boði og úr varð fínn leikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs

Stórsigur Þórs/KA í Hafnarfirðinum

Það virðist fátt geta stöðvað Íslandsmeistara Þórs/KA í upphafi sumars en stelpurnar mættu í Kaplakrika í dag og mættu liði FH. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar unnið alla leiki sumarsins og það varð engin breyting á því eftir leik dagsins

Martha og Jonni best á hófi HSÍ

Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fór fram í gær og var mikið um dýrðir. Að venju voru þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu standa uppúr verðlaunaðir og fór töluvert fyrir handknattleiksdeild KA á hófinu enda tryggðu bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu á nýliðinni leiktíð

Stórleikur í Frostaskjóli, KR - KA

Það er enginn smá leikur á morgun hjá strákunum þegar KA mætir suður og leikur gegn stórliði KR. Bæði lið hafa farið rólegar af stað heldur en ætlunin var og því ljóst að það eru mjög mikilvæg 3 stig í boði í slag liðanna á morgun

Þór/KA sækir FH heim á morgun

Íslandsmeistarar Þór/KA mæta í Kaplakrika á morgun og mæta þar liði FH í 5. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en FH er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan Þór/KA er á toppi deildarinnar ásamt Breiðablik með fullt hús stiga

Rakel Sara fer til Svíþjóðar með U-16

U-16 ára landslið kvenna í handbolta er á leiðinni til Svíþjóðar á European Open sem fer fram dagana 2.-6. júlí í Gautaborg. Stelpurnar eru með Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Azerbaijan í riðli og á KA/Þór einn fulltrúa í hópnum og er það Rakel Sara Elvarsdóttir