21.05.2018
Fjörið heldur áfram í Pepsi deild karla og tekur KA á móti Keflavík á morgun, þriðjudag, á Akureyrarvelli klukkan 19:15. KA tapaði síðasta leik gegn FH í Hafnarfirði 3-1 og er ljóst að strákarnir eru staðráðnir í að bæta við þremur stigum gegn Keflvíkingum en KA er með 4 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína. Nýliðar Keflavíkur hafa hinsvegar 1 stig en það kom eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni
20.05.2018
Aðalstjórn KA stóð fyrir opnum fundi í KA-heimilinu síðastliðinn miðvikudag. Þar fluttu Ingvar Már Gíslason, formaður og Eiríkur S. Jóhannsson varaformaður framsögu um rekstrarumhverfi félagsins og framtíðar hugmyndir um uppbyggingu á félagssvæði KA
18.05.2018
Næsti leikur KA í Pepsi deildinni hefur verið færður yfir á þriðjudaginn en það er heimaleikur gegn nýliðum Keflavíkur. Leikurinn átti að fara fram á mánudag en nýr leiktími er klukkan 19:15 á þriðjudag og fer leikurinn að sjálfsögðu fram á Akureyrarvelli
18.05.2018
Aðalstjórn KA stóð fyrir opnum fundi í KA-heimilinu síðastliðinn miðvikudag. Þar fluttu Ingvar Már Gíslason, formaður og Eiríkur S. Jóhannsson varaformaður framsögu um rekstrarumhverfi félagsins og framtíðarhugmyndir um uppbyggingu á félagssvæði KA
18.05.2018
Lokahóf yngri flokka hjá handknattleiksdeild KA fór fram í gær og var mikið líf og fjör á svæðinu. Að venju voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir en einnig var farið í hina ýmsu leiki og bar þar hæst reipitogskeppni milli iðkenda og foreldra sem sló vægast sagt í gegn! Lokahófinu lauk svo með frábærri pizzuveislu og er óhætt að segja að allir hafi farið heim með bros á vör
17.05.2018
KA mætti sterku liði FH í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi deildar karla. Ljóst var fyrir leikinn að erfitt verkefni væri fyrir hendi enda hefur FH verið besta lið landsins undanfarin ár en fyrir leikinn var FH með 6 stig í 2. sætinu og KA með 4 stig í 5. sætinu
17.05.2018
Hlaðvarpsþáttur KA, KA Podcastið, heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir lokahófið í handboltanum, stöðuna í fótboltanum ásamt því að þeir rýna í félagsfund KA sem fór fram í gær
17.05.2018
KA á krefjandi verkefni fyrir höndum í dag þegar liðið sækir FH heim í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við svakalegum leik en liðin gerðu jafntefli í báðum viðureignum sínum á síðustu leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr 2-2 jafntefli þeirra í Kaplakrika
17.05.2018
Hið stórskemmtilega lokahóf hjá yngri flokkunum í handboltanum er í dag í KA-Heimilinu klukkan 18:00. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar
16.05.2018
Á morgun, fimmtudag, verður Fimleikasambandið 50 ára.Af því tilefni ætlar FSÍ að setja heimsmet í handstöðu í Laugardagshöll.Um leið verður iðkendum hér á Akureyri boðið að koma í fimleikahúsið hérna hjá okkur og styðja við verkefnið.