13.05.2018
Sigurför Íslandsmeistara Þórs/KA heldur áfram í Pepsi deild kvenna en í dag vann liðið 0-2 útisigur á Bikarmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum. Liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir sumarið og það lítur ekki út fyrir að sú pressa sé að hafa einhver áhrif á þetta magnaða lið
13.05.2018
Lokahóf handknattleiksdeildar KA fór fram um helgina og ríkti mikil gleði á svæðinu enda tryggði bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu með frábærum árangri á nýliðnu tímabili. Eins og venja er voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir
13.05.2018
KA vann góðan 2-0 sigur á ÍBV í fyrsta heimaleik sínum í Pepsi deildinni í gær. Mikið líf var á Akureyrarvallarsvæðinu enda var ýmislegt skemmtilegt í boði. Hitað var upp á báðum endum vallarins og var hægt að fara á sparkvöll, fá andlitsmálningu, happdrætti, kakó og kleinur og margt fleira
13.05.2018
Það er meistaraslagur í Vestmannaeyjum í Pepsi deild kvenna í dag þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA sækja Bikarmeistara ÍBV heim. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður virkilega áhugavert að fylgjast með gangi mála enda hefur verið mikið líf í síðustu viðureignum liðanna
12.05.2018
KA bar sigurorð af ÍBV í fyrsta heimaleik sumarsins á Akureyrarvelli. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA á bragðið í fyrri hálfleik og Ásgeir Sigurgeirsson bætti svo við marki í síðari hálfleik og innsiglaði 2 - 0 sigur KA.
12.05.2018
KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli klukkan 16:00. Það má búast við skemmtilegum leik en síðast þegar liðin mættust á Akureyrarvelli vann KA ótrúlegan 6-3 sigur eftir að gestirnir höfðu komist í 0-2
12.05.2018
Karlalið KA í blaki varð eins og flestir vita þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili þegar liðið hampaði Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistaratitlinum. Lokahóf Blaksambands Íslands var haldið í gær og var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Þá var Filip Pawel Szewczyk valinn besti leikmaðurinn
11.05.2018
Nú fer að líða að vorsýningunni okkar sem verður 2 og 3.júní næstkomandi.Hér koma upplýsingar um sýningatíma og hvaða hópar eru á hverri sýningu sem og einnig hvernær generalprufa fyrir sýninguna sjálfa er.
11.05.2018
KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Mikil eftirvænting er í loftinu enda búist við miklu af okkar liði í sumar og gaman að fá loksins heimaleik
11.05.2018
Nú erum við að leggja lokahönd á sumardagskrá FIMAK.Búið er að setja niður leikjanámskeið okkar en lokahnykkinn vantar á hin námskeiðin.Skráning á leikjanámskeiðið hefst á mánudaginn í Nóra en það verður með svipuðu sniði og í fyrra.