06.05.2018
Það var hörkuleikur í KA-Heimilinu í dag þegar Deildarmeistarar KA tóku á móti Selfoss í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki karla í handbolta. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn í vetur og var gríðarleg spenna í leik liðanna í dag
06.05.2018
KA mætti Fylkismönnum í Egilshöll í dag í annarri umferð Pepsi deildar karla. KA var þarna að leika sinn annan leik í Egilshöllinni en liðið gerði 2-2 jafntefli við Fjölni í fyrstu umferðinni en Fylkismenn höfðu tapað 1-0 gegn Víkingi í sínum leik
06.05.2018
Um helgina fór fram Íslandsmót fullorðinna í júdó en mótið var haldið í Laugardalshöll í Reykjavík. KA sendi 10 keppendur til leiks og kom heim með 2 Íslandsmeistaratitla, 2 silfur og 2 brons.
05.05.2018
Titilvörn Íslandsmeistaranna í Þór/KA hófst í dag og það með glæsibrag þegar stelpurnar sóttu Grindavík heim. Á síðustu leiktíð tapaðist leikurinn í Grindavík en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að það myndi ekki endurtaka sig hér í dag
05.05.2018
KA liðið leikur sinn annan leik í Pepsi deildinni á morgun, sunnudag, þegar liðið sækir Fylkismenn heim í Egilshöllina klukkan 17:00. KA liðið gerði 2-2 jafntefli einmitt í Egilshöll í fyrstu umferð gegn Fjölnismönnum en Fylkismenn töpuðu á sama tíma 1-0 gegn Víkingum
05.05.2018
Deildarmeistarar KA í 4. flokki karla í handbolta taka á móti Selfoss á morgun, sunnudag, klukkan 15:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa verið frábærir í vetur sem og undanfarin ár en þeir hafa unnið titil á hverju ári þrjú ár í röð
04.05.2018
Pepsi deild kvenna er komin af stað og fyrsti leikur Íslandsmeistara Þórs/KA er á morgun á Grindavíkurvelli þegar liðið sækir Grindavík heim. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er um að gera að drífa sig á völlinn ef þið eruð fyrir sunnan
04.05.2018
Um helgina fer fram Arionbankamót í 6. flokki drengja og stúlkna hér á Akureyri og er mótið haldið af bæði KA og Þór. Spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni og má reikna með gríðarlegu fjöri enda er mótið stórt um sig og mikið um leiki
04.05.2018
KA og Stefna hafa undanfarin ár haldið svokölluð Stefnumót í fótbolta fyrir yngri flokka í Boganum. Á morgun, laugardag, fer fram Stefnumót fyrir 6.-8. flokk hjá strákum og stelpum. Það er ljóst að það verður gríðarlegt fjör á svæðinu en mótið hefst klukkan 9:40 og lýkur um klukkan 18:00
04.05.2018
KA heldur í ár svokallað Norðurlandsmót í badminton en mótið fer fram í Naustaskóla og hefst föstudaginn 4. maí klukkan 17:00. Keppendur eru á öllum aldri og koma frá KA, TBS og Samherjum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að líta við enda gaman að sjá flóruna í Spaðadeild KA