Fréttir

Fylkir og KA mætast í Egilshöllinni

KA liðið leikur sinn annan leik í Pepsi deildinni á morgun, sunnudag, þegar liðið sækir Fylkismenn heim í Egilshöllina klukkan 17:00. KA liðið gerði 2-2 jafntefli einmitt í Egilshöll í fyrstu umferð gegn Fjölnismönnum en Fylkismenn töpuðu á sama tíma 1-0 gegn Víkingum

4. flokkur í undanúrslitum á morgun

Deildarmeistarar KA í 4. flokki karla í handbolta taka á móti Selfoss á morgun, sunnudag, klukkan 15:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa verið frábærir í vetur sem og undanfarin ár en þeir hafa unnið titil á hverju ári þrjú ár í röð

Fyrsti leikur Þórs/KA á morgun

Pepsi deild kvenna er komin af stað og fyrsti leikur Íslandsmeistara Þórs/KA er á morgun á Grindavíkurvelli þegar liðið sækir Grindavík heim. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er um að gera að drífa sig á völlinn ef þið eruð fyrir sunnan

Arionbankamót í handboltanum um helgina

Um helgina fer fram Arionbankamót í 6. flokki drengja og stúlkna hér á Akureyri og er mótið haldið af bæði KA og Þór. Spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni og má reikna með gríðarlegu fjöri enda er mótið stórt um sig og mikið um leiki

Stefnumót í Boganum á morgun

KA og Stefna hafa undanfarin ár haldið svokölluð Stefnumót í fótbolta fyrir yngri flokka í Boganum. Á morgun, laugardag, fer fram Stefnumót fyrir 6.-8. flokk hjá strákum og stelpum. Það er ljóst að það verður gríðarlegt fjör á svæðinu en mótið hefst klukkan 9:40 og lýkur um klukkan 18:00

Norðurlandsmót í badminton 2018

KA heldur í ár svokallað Norðurlandsmót í badminton en mótið fer fram í Naustaskóla og hefst föstudaginn 4. maí klukkan 17:00. Keppendur eru á öllum aldri og koma frá KA, TBS og Samherjum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að líta við enda gaman að sjá flóruna í Spaðadeild KA

Perlum saman á sunnudaginn fyrir góðu málefni

Sunnudaginn 6. maí milli klukkan 13 og 17 verður skemmtilegur viðburður í Íþróttahöllinni á Akureyri. Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, ÍBA, KA og Þór standa saman að því að perla armbönd sem verða svo seld til styrktar starfi Krafts

Ársmiðasala í fullum gangi hjá fótboltanum

Það styttist í fyrsta heimaleik KA í Pepsi deildinni í sumar og er sala ársmiða farin á fullt hjá okkur. Það er ein breyting á ársmiðunum hjá okkur í ár en hún felur í sér að hver miði gefur aðgang að 15 leikjum í sumar þrátt fyrir að KA leiki einungis 11 heimaleiki. Þannig að ef að þú kemst á alla leikina í sumar þá getur þú 4 sinnum boðið með þér á leik, eða ef þú kemst 8 sinnum þá geturðu 7 sinnum boðið með þér

Hægt að vitja happdrættisvinninga í dag

Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu á dögunum og eftirfarandi númer fengu vinning. Einhverjir hafa nú þegar sótt sína vinninga en við hvetjum ykkur sem ekki hafið sótt til að koma í KA-Heimilið í dag milli klukkan 16:00 og 18:00

KA fékk útileik gegn FH í bikarnum

Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í hádeginu og var KA í pottinum eftir 1-2 sigur á Haukum á þriðjudaginn. Það er ljóst að KA þarf að mæta aftur í Hafnarfjörðinn því að liðið fékk það verðuga verkefni að mæta FH á Kaplakrika