Fréttir

Aldís og Ásdís í lokahópi U-20

U-20 ára landslið kvenna í handbolta fer á HM í Ungverjalandi í sumar en liðið tryggði sæti sitt á mótinu með flottri frammistöðu í undanriðli sem fram fór í Vestmannaeyjum í mars. KA/Þór átti tvo fulltrúa í liðinu þegar HM sætið var tryggt en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir

KA Podcastið - 24. maí 2018

Áfram heldur hlaðvarpsþáttur KA en að þessu sinni fær Siguróli Magni Sigurðsson hann Ágúst Stefánsson með sér í þáttastjórnunina og fara þeir félagar yfir síðustu leiki hjá KA og Þór/KA. Þá mætir Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs í handboltanum í heimsókn og fer yfir glæsilegan vetur hjá stelpunum og yngri flokkunum ásamt því að hann ræðir stöðu sína hjá A-landsliði kvenna.

Myndaveisla frá sigri Þórs/KA á KR

Stelpurnar í Þór/KA halda áfram að vinna sína leiki en í gær vannst sterkur 2-0 sigur á KR á Þórsvellinum. Liðið hefur þar með unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og útlitið mjög gott. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á vellinum í gær og myndaði í bak og fyrir

Sigurganga Þór/KA heldur áfram

Stelpurnar í Þór/KA byrja sumarið stórkostlega en í kvöld tóku þær á móti KR í 4. umferð Pepsi deildar kvenna. Fyrir leikinn var liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og það breyttist ekkert eftir leik kvöldsins

Myndaveisla úr Keflavíkurleiknum

KA tók á móti Keflavík í 5. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær í leik þar sem mikil barátta einkenndi leikinn. Þegar upp var staðið tókst hvorugu liðinu að skora og markalaust jafntefli því niðurstaðan. Þórir Tryggvason var á leiknum og myndaði í bak og fyrir

Þór/KA fékk stórleik í bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í hádeginu og fengu Íslandsmeistarar Þórs/KA svakalegan heimaleik en liðið dróst á móti Stjörnunni. Áætlað er að leikur liðanna fari fram 1.-3. júní og er ljóst að stelpurnar fara ekki auðveldustu leiðina að bikarúrslitaleiknum í ár

Heimaleikur hjá Þór/KA gegn KR

Þór/KA tekur á móti KR á Þórsvelli í dag klukkan 17:30 í 4. umferð Pepsi deildar kvenna. Stelpurnar hafa farið frábærlega af stað í sumar og eru á toppnum með fullt hús stiga og markatöluna 10-1. Af þessum 10 mörkum þá hefur Sandra María Jessen skorað 5 og Sandra Mayor 3. Það er því ansi líklegt að upplegg KR liðsins í dag sé að loka Söndrurnar tvær

Markalaust jafntefli gegn Keflavík

KA tók á móti Keflavík á Akureyrarvelli í 5. umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn var KA með 4 stig en nýliðar Keflavíkur voru með 1 stig, það var því alveg ljóst að mikilvæg stig voru í húfi og úr varð baráttuleikur

Styttist í sumaræfingar í handboltanum

Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram í síðustu viku en fyrir unga og efnilega krakka í 5. og 6. flokki (fædd 2004-2007) þá eru í boði sumaræfingar sem hefjast 29. maí. Æfingarnar hafa heppnast gríðarlega vel undanfarin ár og verið mikil ánægja en styrktaræfingar eru einnig í pakkanum enda mikilvægt að hlúa að þeim hluta

Samantekt frá félagsfundi KA - 3. hluti

Aðalstjórn KA stóð fyrir opnum fundi í KA-heimilinu síðastliðinn miðvikudag. Þar fluttu Ingvar Már Gíslason, formaður og Eiríkur S. Jóhannsson varaformaður framsögu um rekstrarumhverfi félagsins og framtíðar hugmyndir um uppbyggingu á félagssvæði KA