11.05.2018
KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Mikil eftirvænting er í loftinu enda búist við miklu af okkar liði í sumar og gaman að fá loksins heimaleik
11.05.2018
Nú erum við að leggja lokahönd á sumardagskrá FIMAK.Búið er að setja niður leikjanámskeið okkar en lokahnykkinn vantar á hin námskeiðin.Skráning á leikjanámskeiðið hefst á mánudaginn í Nóra en það verður með svipuðu sniði og í fyrra.
10.05.2018
Alexander varð í öðru sæti í dag á Budo-Nord Cup hér í Svíþjóð. Hann var mjög nálægt gullinu sem mun skila sér síðar. Alexander sannaði það í dag að hann er nú einn albesti júdómaður í hans flokki á Norðurlöndunum.
10.05.2018
Hlaðvarpsþátturinn KA Podcastið heldur áfram göngu sinni en knattspyrnusumarið er komið af stað og bæði KA og Þór/KA hafa nú leikið tvo leiki í Pepsi deildinni. Þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson fá til sín góða gesti en karlamegin ræðir Magnús Már Einarsson frá fotbolti.net um KA liðið og kvennamegin mætir fyrirliðinn Sandra María Jessen og fer yfir byrjunina á sumrinu sem og dvöl sína með Slavia Prag í Tékklandi
10.05.2018
Alpagreinadeild Skíðafélags Akureyrar kom í heimsókn í fimleikahúsið í dag og hélt lokahóf sitt hér.Margt var um manninn og mikið hoppað og skoppað um húsið.Við þökkum skíðafélaginu kærlega fyrir heimsóknirnar en fyrr í mánuðinum hélt brettadeildin einnig lokahóf sitt hjá okkur í FIMAK.
09.05.2018
Stelpurnar í Þór/KA höluðu inn góðum sigri í kvöld þegar liðið tók á móti nýliðum HK/Víkings í Boganum. Það var ljóst að stelpurnar myndu þurfa góðan skammt af þolinmæði enda sterkari aðilinn fyrir fram
09.05.2018
Þau Alexander, Ísabella Nótt, Berenika, Gylfi, Hannes, Árni, Hekla og Kristín munu á morgun keppa fyrir hönd KA á Budo Nord mótinu í Lundi í Svíþjóð. Þjálfarinn þeirra, Adam Brands verður þeim til halds og trausts. Mótið er gríðarlega sterkt en um 450 keppendur frá 15 löndum keppa.
09.05.2018
Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs í handboltanum sem hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá kvennalandsliði Íslands undanfarin tvö ár hefur ákveðið að láta staðar numið hjá landsliðinu. Í hans stað kemur Elías Már Halldórsson en aðalþjálfari verður áfram Axel Stefánsson
09.05.2018
KA verður með opinn félagsfund í KA-Heimilinu þann 16. maí næstkomandi klukkan 17:15 en til umræðu verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda gríðarlega mikilvægir tímar hjá félaginu okkar
09.05.2018
FIMAK hefur boðið þeim stuðningsaðilum sem sem hafa skrifað undir nýja samninga við félagið á árinu í heimsókn.Starfsmenn þessara fyrirtækja geta komið með börn og barnabörn í frjálsan leik í fimleikahúsið á ákveðnum tímum og var sá fyrsti núna um helgina og komu starfsmenn Landsbankans og T Plús í heimsókn.