Fréttir

Sigur í fyrsta heimaleiknum

KA bar sigurorð af ÍBV í fyrsta heimaleik sumarsins á Akureyrarvelli. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA á bragðið í fyrri hálfleik og Ásgeir Sigurgeirsson bætti svo við marki í síðari hálfleik og innsiglaði 2 - 0 sigur KA.

Fyrsti heimaleikurinn er í dag kl. 16:00!

KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli klukkan 16:00. Það má búast við skemmtilegum leik en síðast þegar liðin mættust á Akureyrarvelli vann KA ótrúlegan 6-3 sigur eftir að gestirnir höfðu komist í 0-2

Filip bestur og 5 KA menn í blakliði ársins

Karlalið KA í blaki varð eins og flestir vita þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili þegar liðið hampaði Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistaratitlinum. Lokahóf Blaksambands Íslands var haldið í gær og var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Þá var Filip Pawel Szewczyk valinn besti leikmaðurinn

Upplýsingar um vorsýningu

Nú fer að líða að vorsýningunni okkar sem verður 2 og 3.júní næstkomandi.Hér koma upplýsingar um sýningatíma og hvaða hópar eru á hverri sýningu sem og einnig hvernær generalprufa fyrir sýninguna sjálfa er.

Mikið húllumhæ í kringum KA - ÍBV

KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Mikil eftirvænting er í loftinu enda búist við miklu af okkar liði í sumar og gaman að fá loksins heimaleik

Leikjanámskeið FIMAK, skráning hafinn

Nú erum við að leggja lokahönd á sumardagskrá FIMAK.Búið er að setja niður leikjanámskeið okkar en lokahnykkinn vantar á hin námskeiðin.Skráning á leikjanámskeiðið hefst á mánudaginn í Nóra en það verður með svipuðu sniði og í fyrra.

Alexander með silfur á Budo-Nord Cup í Svíþjóð

Alexander varð í öðru sæti í dag á Budo-Nord Cup hér í Svíþjóð. Hann var mjög nálægt gullinu sem mun skila sér síðar. Alexander sannaði það í dag að hann er nú einn albesti júdómaður í hans flokki á Norðurlöndunum.

KA Podcastið - 10. maí 2018

Hlaðvarpsþátturinn KA Podcastið heldur áfram göngu sinni en knattspyrnusumarið er komið af stað og bæði KA og Þór/KA hafa nú leikið tvo leiki í Pepsi deildinni. Þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson fá til sín góða gesti en karlamegin ræðir Magnús Már Einarsson frá fotbolti.net um KA liðið og kvennamegin mætir fyrirliðinn Sandra María Jessen og fer yfir byrjunina á sumrinu sem og dvöl sína með Slavia Prag í Tékklandi

SKA heimsótti FIMAK

Alpagreinadeild Skíðafélags Akureyrar kom í heimsókn í fimleikahúsið í dag og hélt lokahóf sitt hér.Margt var um manninn og mikið hoppað og skoppað um húsið.Við þökkum skíðafélaginu kærlega fyrir heimsóknirnar en fyrr í mánuðinum hélt brettadeildin einnig lokahóf sitt hjá okkur í FIMAK.

3-0 sigur Þórs/KA á nýliðunum

Stelpurnar í Þór/KA höluðu inn góðum sigri í kvöld þegar liðið tók á móti nýliðum HK/Víkings í Boganum. Það var ljóst að stelpurnar myndu þurfa góðan skammt af þolinmæði enda sterkari aðilinn fyrir fram