Fréttir

KA með keppendur á Budo Nord í Svíþjóð

Þau Alexander, Ísabella Nótt, Berenika, Gylfi, Hannes, Árni, Hekla og Kristín munu á morgun keppa fyrir hönd KA á Budo Nord mótinu í Lundi í Svíþjóð. Þjálfarinn þeirra, Adam Brands verður þeim til halds og trausts. Mótið er gríðarlega sterkt en um 450 keppendur frá 15 löndum keppa.

Jónatan hættir með A-landsliðið

Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs í handboltanum sem hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá kvennalandsliði Íslands undanfarin tvö ár hefur ákveðið að láta staðar numið hjá landsliðinu. Í hans stað kemur Elías Már Halldórsson en aðalþjálfari verður áfram Axel Stefánsson

Opinn félagsfundur 16. maí

KA verður með opinn félagsfund í KA-Heimilinu þann 16. maí næstkomandi klukkan 17:15 en til umræðu verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda gríðarlega mikilvægir tímar hjá félaginu okkar

Fyrirtæki heimsækja FIMAK

FIMAK hefur boðið þeim stuðningsaðilum sem sem hafa skrifað undir nýja samninga við félagið á árinu í heimsókn.Starfsmenn þessara fyrirtækja geta komið með börn og barnabörn í frjálsan leik í fimleikahúsið á ákveðnum tímum og var sá fyrsti núna um helgina og komu starfsmenn Landsbankans og T Plús í heimsókn.

Lokahóf yngri flokka og sumaræfingar

Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar

Maður leiksins fær flottan Nivea pakka

Undanfarin ár hefur maður leiksins í heimaleikjum KA í fótboltanum verið verðlaunaður með glæsilegum pakka frá Nivea. Þetta vel heppnaða samstarf mun halda áfram í sumar og verða pakkarnir meira að segja enn veglegri í sumar en undanfarin ár

Fyrsti heimaleikur Þórs/KA á morgun

Íslandsmeistarar Þórs/KA hófu sumarið af gríðarlegum krafti þegar liðið vann 0-5 útisigur á Grindavík í fyrsta leik sumarsins. Á morgun, miðvikudag, er svo komið að fyrsta heimaleiknum þegar sameinað lið HK og Víkings mætir norður en leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18:00.

6. fl. stúlkna í 2. sæti á Íslandsmóti

Stúlkurnar á yngra ári 6. flokks hjá KA/Þór áttu góðu gengi að fagna í vetur en um nýliðna helgi lauk tímabilinu hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti á Íslandsmótinu. Stelpurnar hafa æft vel í vetur og er hópurinn samheldinn og flottur

Vinnu- og tiltektardagur á Akureyrarvelli á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka til hendinni á Akureyrarvelli. Vinnudagurinn hefst kl. 16:30 og stendur eitthvað frameftir. Allar hendur vel þegnar til þess að koma vellinum okkar í toppstand fyrir fyrsta heimaleik sem er á laugardaginn! Við verðum búin fyrir Eurovision!

Heiðursfélagar KA heiðraðir

Þann 1. maí var skemmtileg athöfn í KA-Heimilinu þegar heiðursfélögum KA var afhent ný og glæsileg heiðursmerki fyrir þeirra merku störf í þágu félagsins. Mjög gaman var að fá þessa glæsilegu einstaklinga í heimsókn og þakka þeim fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir félagið. Hér fyrir neðan má svo sjá mynd af þeim heiðursfélögum sem komust á þennan skemmtilega viðburð