Fréttir

Þór/KA meistari meistaranna

Stelpurnar í Þór/KA halda áfram að raða inn titlunum en í dag lögðu þær ÍBV í slagnum um titilinn meistari meistaranna. Þór/KA varð eins og alþjóð veit Íslandsmeistari á síðustu leiktíð en ÍBV hampaði Bikarmeistaratitlinum. Leikurinn fór fram á KA-velli og var fín mæting á völlinn

Þór/KA og ÍBV keppa um Meistara Meistaranna

Það fer fram stórleikur á KA-velli í dag þegar Íslandsmeistarar Þór/KA taka á móti Bikarmeisturum ÍBV í leik Meistara Meistaranna. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og má búast við hörkuleik enda slagur þeirra liða sem hömpuðu stóru bikurunum á síðasta tímabili

Fjölnir - KA 2-2: Hvað sögðu menn eftir leik?

Fjölnir og KA gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í dag í fyrstu umferð Pepsi deildar karla. Fyrri hálfleikur var gríðarlega fjörugur og komu öll mörkin einmitt í fyrri hálfleik, sá síðari var hinsvegar mun rólegri og var lítið um færi. Leikmenn og þjálfarar beggja liða voru teknir í viðtöl af hinum ýmsu miðlum og birtum við þau hér fyrir neðan

Jafntefli í fyrsta leik sumarsins

KA sótti Fjölnismenn heim í Egilshöllina í fyrstu umferð Pepsi deildar karla í dag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir sumrinu enda gengi KA liðsins verið mjög gott á undirbúningstímabilinu og spá spekinga í boltanum verið jákvæð fyrir liðið

KA hefur leik í Pepsi deildinni á morgun

Pepsi deild karla er að fara af stað og leikur KA sinn fyrsta leik í sumar fyrir sunnan þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöllinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er mikil eftirvænting fyrir því að deildin sé að fara að byrja

KA í deild þeirra bestu eftir stórsigur

KA tryggði sér sæti í Olísdeild karla að ári eftir stórkostlegan 37-25 sigur á HK í þriðja leik liðanna í KA-Heimilinu í gærkvöldi. KA vann alla þrjá leiki liðanna og þar með einvígið 3-0 og tryggði þar með veru sína meðal þeirra bestu á ansi hreint sannfærandi hátt

Vinningshafar í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu

Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu í gær og eftirfarandi númer fengu vinning. Vinningana verður hægt að vitja í KA-heimilinu á mánudaginn frá 15:30-17:30 og á miðvikudaginn frá 15:30-17:30. Ef viðkomandi kemst ekki á þeim tíma til að sækja miðann, vinsamlegast hafið þá samband við þann sem seldi ykkur miðann og málinu verður reddað.

Sigur í kvöld kemur KA í efstu deild

KA tekur á móti HK í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um sæti í efstu deild. KA hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna og tryggir sér því sæti í Olísdeildinni með sigri í kvöld. Þetta hafa verið hörkuleikir og ljóst að KA þarf á öllum þeim stuðning sem í boði er til að klára verkefnið

KA Podcastið - 26. apríl 2018

Áfram heldur hið vikulega KA Podcast göngu sinni en KA Podcastið er vikulegur hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um mál líðandi stundar hjá KA og góðir gestir koma í heimsókn. Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir stöðuna í einvígi KA og HK um laust sæti í deild þeirra bestu í handboltanum og aðalfund KA. Þá koma þau Ágústa Kristinsdóttir og Guðmann Þórisson í heimsókn og ræða komandi sumar hjá KA og Þór/KA

Auglýsum eftir fólki í stjórn

Senn líður að aðalfundi, sem verður haldinn í maí.FIMAK leitar að fólki í ýmis stjórnarstörf og er forsenda fyrir starfi íþróttafélags eins og FIMAK.Hafir þú áhuga á að koma að uppbyggingu félagsins, þá má hafa samband við skrifstofa@fimak.