17.05.2018
Hlaðvarpsþáttur KA, KA Podcastið, heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir lokahófið í handboltanum, stöðuna í fótboltanum ásamt því að þeir rýna í félagsfund KA sem fór fram í gær
17.05.2018
KA á krefjandi verkefni fyrir höndum í dag þegar liðið sækir FH heim í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við svakalegum leik en liðin gerðu jafntefli í báðum viðureignum sínum á síðustu leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr 2-2 jafntefli þeirra í Kaplakrika
17.05.2018
Hið stórskemmtilega lokahóf hjá yngri flokkunum í handboltanum er í dag í KA-Heimilinu klukkan 18:00. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar
16.05.2018
Á morgun, fimmtudag, verður Fimleikasambandið 50 ára.Af því tilefni ætlar FSÍ að setja heimsmet í handstöðu í Laugardagshöll.Um leið verður iðkendum hér á Akureyri boðið að koma í fimleikahúsið hérna hjá okkur og styðja við verkefnið.
16.05.2018
KA heldur í dag opinn félagsfund þar sem félagið mun kynna framtíðaruppbyggingu á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu okkar. Fundurinn hefst klukkan 17:15 í íþróttasal KA-Heimilisins
15.05.2018
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 31.maí kl.20:00 í Giljaskóla.Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn.
15.05.2018
Blakdeild KA er áfram stórhuga eftir gríðarlega vel heppnað tímabil hjá karlaliðinu sem vann alla þrjá titla sem í boði voru. Liðinu barst í morgun mikill liðsstyrkur en Miguel Mateo Castrillo var stigahæsti leikmaður Mizunodeildarinnar á síðustu leiktíð og kemur til KA frá Þrótti Neskaupstað
15.05.2018
Það eru alvöru nágrannaslagir í dag í fótboltanum en í 2. flokki karla tekur sameiginlegt lið KA/Dalvík/Reynir/Magni á móti Þór á KA-vellinum klukkan 18:00 en leikurinn er liður í 32-liða úrslitum Bikarkeppni 2. flokks
14.05.2018
Það rigna enn inn titlar hjá Blakdeild KA en 3. flokkur kvenna varð um helgina Íslandsmeistari í sínum flokki eftir frábæra frammistöðu á Ísafirði. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína 2-0, geri aðrir betur!
13.05.2018
KA heldur gríðarlega mikilvægan félagsfund á miðvikudaginn klukkan 17:15 þar sem rædd verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Það er ótrúlega mikilvægt að KA fólk fjölmenni á fundinn enda mjög mikilvægir tímar framundan hjá félaginu okkar en KA hefur stækkað gríðarlega undanfarin ár