Fréttir

Fyrsti heimaleikur Þórs/KA á morgun

Íslandsmeistarar Þórs/KA hófu sumarið af gríðarlegum krafti þegar liðið vann 0-5 útisigur á Grindavík í fyrsta leik sumarsins. Á morgun, miðvikudag, er svo komið að fyrsta heimaleiknum þegar sameinað lið HK og Víkings mætir norður en leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18:00.

6. fl. stúlkna í 2. sæti á Íslandsmóti

Stúlkurnar á yngra ári 6. flokks hjá KA/Þór áttu góðu gengi að fagna í vetur en um nýliðna helgi lauk tímabilinu hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti á Íslandsmótinu. Stelpurnar hafa æft vel í vetur og er hópurinn samheldinn og flottur

Vinnu- og tiltektardagur á Akureyrarvelli á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka til hendinni á Akureyrarvelli. Vinnudagurinn hefst kl. 16:30 og stendur eitthvað frameftir. Allar hendur vel þegnar til þess að koma vellinum okkar í toppstand fyrir fyrsta heimaleik sem er á laugardaginn! Við verðum búin fyrir Eurovision!

Heiðursfélagar KA heiðraðir

Þann 1. maí var skemmtileg athöfn í KA-Heimilinu þegar heiðursfélögum KA var afhent ný og glæsileg heiðursmerki fyrir þeirra merku störf í þágu félagsins. Mjög gaman var að fá þessa glæsilegu einstaklinga í heimsókn og þakka þeim fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir félagið. Hér fyrir neðan má svo sjá mynd af þeim heiðursfélögum sem komust á þennan skemmtilega viðburð

4. flokkur tapaði gegn Selfoss

Það var hörkuleikur í KA-Heimilinu í dag þegar Deildarmeistarar KA tóku á móti Selfoss í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki karla í handbolta. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn í vetur og var gríðarleg spenna í leik liðanna í dag

Tap gegn Fylki í Egilshöllinni

KA mætti Fylkismönnum í Egilshöll í dag í annarri umferð Pepsi deildar karla. KA var þarna að leika sinn annan leik í Egilshöllinni en liðið gerði 2-2 jafntefli við Fjölni í fyrstu umferðinni en Fylkismenn höfðu tapað 1-0 gegn Víkingi í sínum leik

Alexander og Berenika Íslandsmeistarar

Um helgina fór fram Íslandsmót fullorðinna í júdó en mótið var haldið í Laugardalshöll í Reykjavík. KA sendi 10 keppendur til leiks og kom heim með 2 Íslandsmeistaratitla, 2 silfur og 2 brons.

Þór/KA byrjar sumarið á stórsigri

Titilvörn Íslandsmeistaranna í Þór/KA hófst í dag og það með glæsibrag þegar stelpurnar sóttu Grindavík heim. Á síðustu leiktíð tapaðist leikurinn í Grindavík en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að það myndi ekki endurtaka sig hér í dag

Fylkir og KA mætast í Egilshöllinni

KA liðið leikur sinn annan leik í Pepsi deildinni á morgun, sunnudag, þegar liðið sækir Fylkismenn heim í Egilshöllina klukkan 17:00. KA liðið gerði 2-2 jafntefli einmitt í Egilshöll í fyrstu umferð gegn Fjölnismönnum en Fylkismenn töpuðu á sama tíma 1-0 gegn Víkingum

4. flokkur í undanúrslitum á morgun

Deildarmeistarar KA í 4. flokki karla í handbolta taka á móti Selfoss á morgun, sunnudag, klukkan 15:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa verið frábærir í vetur sem og undanfarin ár en þeir hafa unnið titil á hverju ári þrjú ár í röð