26.04.2018
KA tekur á móti HK í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um sæti í efstu deild. KA hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna og tryggir sér því sæti í Olísdeildinni með sigri í kvöld. Þetta hafa verið hörkuleikir og ljóst að KA þarf á öllum þeim stuðning sem í boði er til að klára verkefnið
26.04.2018
Áfram heldur hið vikulega KA Podcast göngu sinni en KA Podcastið er vikulegur hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um mál líðandi stundar hjá KA og góðir gestir koma í heimsókn. Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir stöðuna í einvígi KA og HK um laust sæti í deild þeirra bestu í handboltanum og aðalfund KA. Þá koma þau Ágústa Kristinsdóttir og Guðmann Þórisson í heimsókn og ræða komandi sumar hjá KA og Þór/KA
25.04.2018
Senn líður að aðalfundi, sem verður haldinn í maí.FIMAK leitar að fólki í ýmis stjórnarstörf og er forsenda fyrir starfi íþróttafélags eins og FIMAK.Hafir þú áhuga á að koma að uppbyggingu félagsins, þá má hafa samband við skrifstofa@fimak.
25.04.2018
Aðalfundur KA fór fram í gær og var Ingvar Már Gíslason kjörinn nýr formaður félagsins en Hrefna G. Torfadóttir lét af störfum. Ingvar hefur undanfarin ár gegnt hlutverki varaformanns félagsins en tekur nú við forystuhlutverkinu og er mikil ánægja með skipan Ingvars. Á sama tíma þökkum við Hrefnu kærlega fyrir hennar störf en hún hefur verið formaður frá árinu 2010
25.04.2018
Það eru forréttindi að hafa verið kjörin öll þessi ár sem formaður KA
25.04.2018
Skráning er í fullum gangi fyrir íþrótta- og leikjaskóla félagsins fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Leikjaskólinn hefur verið starfræktur í fjölda mörg ár og alltaf verið vel liðinn af foreldrum og börnum. Nú er hægt að skrá krakka í skólann með því að sækja þar til gert blað hér fyrir neðan, fylla það út og skila uppí KA-Heimili. Einnig er hægt að mæta að morgni 11. júní og fylla út blaðið en að sækja það hér á vefnum, fylla út og skila þvi í KA-heimilið flýtir fyrir
24.04.2018
KA er komið í lykilstöðu í einvígi sínu gegn HK um laust sæti í Olís deild karla í handboltanum eftir 20-25 sigur í öðrum leik liðanna í Digranesi í kvöld. KA leiðir því einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sæti í deild þeirra bestu að ári
24.04.2018
Það var sannkölluð úrslitastemming í Boganum í dag þegar Þór/KA og Stjarnan mættust í úrslitaleik deildarbikarsins. Það er óhætt að segja að lukkan hafi verið á bandi Stjörnukvenna í upphafi leiks en þær fengu tvö mörk af ódýrara taginu á fyrsta hálftíma leiksins. Helena Jónsdóttir markvörður Þór/KA meiddist í aðdraganda fyrra marksins
24.04.2018
HK og KA mætast í kvöld í Digranesi í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís deildinni að ári. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í deild þeirra bestu og leiðir KA 1-0 eftir sigur í KA-Heimilinu á laugardaginn. Það má því með sanni segja að það sé mikið undir í leiknum í kvöld en HK getur jafnað metin en sigri KA er staða liðsins orðin ansi vænleg
24.04.2018
Við minnum á úrslitaleik Lengjubikars kvenna þar sem Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í Boganum í dag kl. 17:15. Stuðningurinn við stelpurnar var til fyrirmyndar á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari og um að gera að byrja þar sem frá var horfið, áfram Þór/KA