04.05.2018
Pepsi deild kvenna er komin af stað og fyrsti leikur Íslandsmeistara Þórs/KA er á morgun á Grindavíkurvelli þegar liðið sækir Grindavík heim. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er um að gera að drífa sig á völlinn ef þið eruð fyrir sunnan
04.05.2018
Um helgina fer fram Arionbankamót í 6. flokki drengja og stúlkna hér á Akureyri og er mótið haldið af bæði KA og Þór. Spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni og má reikna með gríðarlegu fjöri enda er mótið stórt um sig og mikið um leiki
04.05.2018
KA og Stefna hafa undanfarin ár haldið svokölluð Stefnumót í fótbolta fyrir yngri flokka í Boganum. Á morgun, laugardag, fer fram Stefnumót fyrir 6.-8. flokk hjá strákum og stelpum. Það er ljóst að það verður gríðarlegt fjör á svæðinu en mótið hefst klukkan 9:40 og lýkur um klukkan 18:00
04.05.2018
KA heldur í ár svokallað Norðurlandsmót í badminton en mótið fer fram í Naustaskóla og hefst föstudaginn 4. maí klukkan 17:00. Keppendur eru á öllum aldri og koma frá KA, TBS og Samherjum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að líta við enda gaman að sjá flóruna í Spaðadeild KA
03.05.2018
Sunnudaginn 6. maí milli klukkan 13 og 17 verður skemmtilegur viðburður í Íþróttahöllinni á Akureyri. Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, ÍBA, KA og Þór standa saman að því að perla armbönd sem verða svo seld til styrktar starfi Krafts
03.05.2018
Það styttist í fyrsta heimaleik KA í Pepsi deildinni í sumar og er sala ársmiða farin á fullt hjá okkur. Það er ein breyting á ársmiðunum hjá okkur í ár en hún felur í sér að hver miði gefur aðgang að 15 leikjum í sumar þrátt fyrir að KA leiki einungis 11 heimaleiki. Þannig að ef að þú kemst á alla leikina í sumar þá getur þú 4 sinnum boðið með þér á leik, eða ef þú kemst 8 sinnum þá geturðu 7 sinnum boðið með þér
03.05.2018
Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu á dögunum og eftirfarandi númer fengu vinning. Einhverjir hafa nú þegar sótt sína vinninga en við hvetjum ykkur sem ekki hafið sótt til að koma í KA-Heimilið í dag milli klukkan 16:00 og 18:00
03.05.2018
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í hádeginu og var KA í pottinum eftir 1-2 sigur á Haukum á þriðjudaginn. Það er ljóst að KA þarf að mæta aftur í Hafnarfjörðinn því að liðið fékk það verðuga verkefni að mæta FH á Kaplakrika
03.05.2018
Þá er fjórði þátturinn af KA Podcastinu eða Hlaðvarpinu kominn í loftið en að þessu sinni er það Hjalti Hreinsson sem stýrir þættinum ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni og fara þeir félagar yfir atburði undanfarinna daga hjá KA
03.05.2018
Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk og er það Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg. Allan er 24 ára hægri hornamaður sem hefur farið mikinn í Færeysku deildinni undanfarin ár en hann var einmitt markahæsti hægri hornamaður deildarinnar auk þess sem hann var valinn í lið ársins í deildinni