17.04.2018
Aðalfundur KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 24. apríl næstkomandi klukkan 18:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu. Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá
16.04.2018
Rétt í þessu var Kristín Hrund Vatnsdal að tryggja sér Íslandsmeistaratitil í 2.þrepi kvenna í áhaldafimleikum.Mótið fór fram í Laugarbóli hjá Ármenningum og keppt er í öllum þrepum fimleikastigans yfir helgina.
16.04.2018
Blaklið KA er komið í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en KA liðið leiðir 2-0 gegn HK. KA liðið hefur nú þegar hampað Deildar- og Bikarmeistaratitlinum og stefna strákarnir ótrauðir á þrennuna
16.04.2018
Handboltinn heldur áfram á laugardaginn þegar KA tekur á móti annaðhvort Þrótti eða HK í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. Þróttur og HK mætast í oddaleik í kvöld um hvort liðið fer áfram og mætir KA. Stefán Árnason þjálfari KA var á dögunum í viðtali hjá Vikudegi þar sem hann fór yfir stöðuna og þökkum við Vikudegi fyrir að leyfa okkur að birta það hér á síðunni okkar
16.04.2018
Í örfréttapakka vikunnar förum við yfir góða stöðu í blakinu, Íslandsmeistaratitla í júdó, Þór/KA er komið í úrslit Lengjubikarsins og handboltinn fer aftur af stað, endilega fylgist með gangi mála hjá KA!
16.04.2018
Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum í Laugarbóli hjá Ármenningum.Frá Fimleikafélagi Akureyrar kepptu 18 keppendur, 15 stelpur og 3 strákar.Þessir krakkar skiluðu stórglæsilegum árangri og komu norður með tvö gull og eitt silfur ásamt einum Íslandsmeistaratitli.
16.04.2018
Iðkendur í júdódeild KA hömpuðu alls 5 Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti yngri flokka í júdó um helgina. KA átti 17 keppendur á Íslandsmótinu sem kepptu í 19 flokkum en alls var keppt í 28 flokkum á mótinu og því fín þátttaka hjá félaginu
13.04.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA eru komnir í úrslit Lengjubikarsins eftir 1-0 sigur á Breiðablik í kvöld. Bæði lið eru ógnarsterk og er búist við miklu af þeim í sumar enda voru þetta tvö efstu liðin í Pepsi deildinni á síðasta tímabili
13.04.2018
Ágúst Stefánsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og viðburðarstjóri félagsins og verður hann deildum félagsins innan handar varðandi alla viðburði/leiki á þeirra vegum. Einnig mun hann sjá um kynningu félagsins í gegnum heimasíðu félagsins, samfélagsmiðla, KA-TV, Podcast o.s.frv.
Með þessu er aðalstjórn að efla allt utanumhald um félagið og styðja um leið við allar deildir innan félagsins. Ágúst hefur nú þegar hafið störf enda mikið framundan hjá félaginu eins og kynningarkvöld fyrir Pepsideildina, Öldungur, úrslitakeppni í blaki og úrslitakeppni í handbolta og því er Gústa bara hent beint í djúpu laugina en félagið væntir mikils af störfum Gústa í framtíðinni.
13.04.2018
Þá er komin ný viðbót í KA flóruna og er það útvarpsspjall eða Podcast eins og flestir þekkja það sem. Við stefnum á að vera dugleg að ræða mál líðandi stundar hjá félaginu og fá leikmenn og aðra tengdu starfinu í skemmtilegt spjall