Fréttir

KA í lykilstöðu eftir sigur í Fagralundi

Deildar- og Bikarmeistarar KA eru komnir í góða stöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á HK í kvöld. KA vann leikinn 1-3 og leiðir því einvígið 2-0, næsti leikur verður í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn

Fer Þór/KA í úrslit Lengjubikarsins?

Íslandsmeistarar Þór/KA mæta Breiðablik í undanúrslitum Lengjubikarsins á morgun, föstudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Leiknisvelli. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast svo Stjarnan og Valur

Annar leikur KA og HK í Kópavogi í kvöld

Einvígi KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki heldur áfram í kvöld þegar liðin mætast í Fagralundi í Kópavogi klukkan 20:00. KA vann fyrsta leikinn í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og leiðir því einvígið 1-0. Sigra þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum

KA vann HK og leiðir einvígið 1-0

KA og HK mættust í kvöld í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðin eru án nokkurs vafa bestu liðin í dag en þau mættust einnig í bikarúrslitunum og voru í efstu sætunum í deildarkeppninni, það mátti því búast við hörkuleik í KA-Heimilinu

Einvígi KA og HK hefst í kvöld!

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Deildar- og Bikarmeistarar KA taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum HK. Þetta eru án vafa bestu lið landsins og verður hart barist. Ekki missa af frábæru blaki í KA-Heimilinu klukkan 20:00, áfram KA

Aðalfundur Handknattleiksdeildar 17. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:00 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.

Aðalfundur Júdódeildar 17. apríl

Aðalfundur Júdódeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.

Akureyrarfjör

Dagana 19-21 apríl fer fram hið árlega Akureyrarfjör.Skráning fer fram á þátttökuskjali inn facebookhópum hvers hóps fyrir sig.Þetta er ekki bindandi skráning en með þessu viljum við sjá umfangið m.

Aðalfundur Spaðadeildar 16. apríl

Aðalfundur Spaðadeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.

Aðalfundur Blakdeildar 16. apríl

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 18:00 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.