Fréttir

Jafntefli í fyrsta leik sumarsins

KA sótti Fjölnismenn heim í Egilshöllina í fyrstu umferð Pepsi deildar karla í dag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir sumrinu enda gengi KA liðsins verið mjög gott á undirbúningstímabilinu og spá spekinga í boltanum verið jákvæð fyrir liðið

KA hefur leik í Pepsi deildinni á morgun

Pepsi deild karla er að fara af stað og leikur KA sinn fyrsta leik í sumar fyrir sunnan þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöllinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er mikil eftirvænting fyrir því að deildin sé að fara að byrja

KA í deild þeirra bestu eftir stórsigur

KA tryggði sér sæti í Olísdeild karla að ári eftir stórkostlegan 37-25 sigur á HK í þriðja leik liðanna í KA-Heimilinu í gærkvöldi. KA vann alla þrjá leiki liðanna og þar með einvígið 3-0 og tryggði þar með veru sína meðal þeirra bestu á ansi hreint sannfærandi hátt

Vinningshafar í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu

Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu í gær og eftirfarandi númer fengu vinning. Vinningana verður hægt að vitja í KA-heimilinu á mánudaginn frá 15:30-17:30 og á miðvikudaginn frá 15:30-17:30. Ef viðkomandi kemst ekki á þeim tíma til að sækja miðann, vinsamlegast hafið þá samband við þann sem seldi ykkur miðann og málinu verður reddað.

Sigur í kvöld kemur KA í efstu deild

KA tekur á móti HK í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um sæti í efstu deild. KA hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna og tryggir sér því sæti í Olísdeildinni með sigri í kvöld. Þetta hafa verið hörkuleikir og ljóst að KA þarf á öllum þeim stuðning sem í boði er til að klára verkefnið

KA Podcastið - 26. apríl 2018

Áfram heldur hið vikulega KA Podcast göngu sinni en KA Podcastið er vikulegur hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um mál líðandi stundar hjá KA og góðir gestir koma í heimsókn. Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir stöðuna í einvígi KA og HK um laust sæti í deild þeirra bestu í handboltanum og aðalfund KA. Þá koma þau Ágústa Kristinsdóttir og Guðmann Þórisson í heimsókn og ræða komandi sumar hjá KA og Þór/KA

Auglýsum eftir fólki í stjórn

Senn líður að aðalfundi, sem verður haldinn í maí.FIMAK leitar að fólki í ýmis stjórnarstörf og er forsenda fyrir starfi íþróttafélags eins og FIMAK.Hafir þú áhuga á að koma að uppbyggingu félagsins, þá má hafa samband við skrifstofa@fimak.

Ingvar Már Gíslason nýr formaður KA

Aðalfundur KA fór fram í gær og var Ingvar Már Gíslason kjörinn nýr formaður félagsins en Hrefna G. Torfadóttir lét af störfum. Ingvar hefur undanfarin ár gegnt hlutverki varaformanns félagsins en tekur nú við forystuhlutverkinu og er mikil ánægja með skipan Ingvars. Á sama tíma þökkum við Hrefnu kærlega fyrir hennar störf en hún hefur verið formaður frá árinu 2010

Kveðja frá fráfarandi formanni

Það eru forréttindi að hafa verið kjörin öll þessi ár sem formaður KA

Skráning í íþrótta- og leikjaskóla KA

Skráning er í fullum gangi fyrir íþrótta- og leikjaskóla félagsins fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Leikjaskólinn hefur verið starfræktur í fjölda mörg ár og alltaf verið vel liðinn af foreldrum og börnum. Nú er hægt að skrá krakka í skólann með því að sækja þar til gert blað hér fyrir neðan, fylla það út og skila uppí KA-Heimili. Einnig er hægt að mæta að morgni 11. júní og fylla út blaðið en að sækja það hér á vefnum, fylla út og skila þvi í KA-heimilið flýtir fyrir