20.04.2018
Það er komið að stóru stundinni í handboltanum en KA tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. KA er með heimaleikjarétt í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að fara upp. Baráttan hefst í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:00 og hvetjum við alla til að mæta
20.04.2018
Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og leikur því með liðinu næstu árin. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Ásgeir verið hreint út sagt magnaður fyrir liðið bæði sumarið 2016 þegar liðið vann Inkasso deildina sem og 2017 þegar liðið undirstrikaði veru sína í deild þeirra bestu
20.04.2018
Það er farið að styttast í að knattspyrnusumarið hefjist og er fotbolti.net með spá í Pepsi deild karla. KA liðinu er spáð 4. sætinu í sumar af þeirra spekingum og er mjög gaman að renna yfir umfjöllun þeirra um liðið. Bæði fara þeir yfir styrkleika liðsins sem og að heyra í leikmönnum KA
20.04.2018
Markvörðurinn Jovan Kukobat skrifaði í morgun undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA. Samningurinn er til tveggja ára en Jovan hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í vetur sem er að hefja úrslitaeinvígi gegn HK um laust sæti í Olís deildinni að ári
20.04.2018
Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði nú í morgun undir nýjan samning við KA/Þór í handboltanum. Samningurinn er til tveggja ára og er mikil ánægja hjá meistaraflokksráði að halda Aldísi Ástu áfram hjá liðinu
20.04.2018
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur verið að selja happdrættismiða til styrktar starfinu í kringum liðið. Til stóð að draga í happdrættinu í dag en því hefur verið frestað til mánudags þar sem að starfsdagur er hjá Sýslumanni á Akureyri
19.04.2018
Föstudaginn 20.apríl og laugardaginn 21.apríl munu fimleikar.is vera í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla að selja fimleikavarning.Salan mun fara fram í anddyrinu og standa yfir frá kl.
19.04.2018
Annar þáttur af KA Podcastinu er kominn í loftið en KA Podcastið er vikulegur hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um mál líðandi stundar hjá KA og góðir gestir koma í heimsókn. Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir glæsilegt blaktímabil KA ásamt því að hita upp fyrir umspil í handboltanum
18.04.2018
Aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar KA fóru fram í vikunni þar sem farið var yfir síðasta ár bæði inná vellinum sem og utan. Þá var kosið í stjórnir deildanna ásamt því að aðilum var þökkuð góð störf í þágu félagsins undanfarin ár
18.04.2018
Jónatan Magnússon hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning sem þjálfari meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jonni hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár, í fyrra fór liðið í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en í ár stóð liðið uppi sem sigurvegari í Grill 66 deildinni og leikur því í deild þeirra bestu á komandi tímabili