Fréttir

U-16: Grátlegt tap á Vrilittos mótinu

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum yngri en 16 ára mætti Króatíu í úrslitaleik Vrilittos mótsins í Grikklandi í dag. Liðin voru saman í riðli fyrr í keppninni og vann Ísland viðureign liðanna í riðlakeppninni 26-25. Það var því ljóst að það mætti búast við hörkuúrslitaleik

U-16: Strákarnir komnir í úrslit Vrilittos Cup

Arnór Ísak Haddsson og liðsfélagar hans tryggðu sér í morgun sæti í úrslitaleik Vrilittos mótsins í Grikklandi eftir spennuþrunginn 25-24 sigur á Ísrael. Ísrael hafði unnið hinn riðilinn með því að vinna alla leiki sína en strákarnir sýndu mjög flotta frammistöðu og leika um gullið

U-16: Arnór Ísak upp úr riðlinum

U-16 ára landslið Íslands í handbolta stendur í ströngu á Vrilittos Cup í Grikklandi. Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA er í liðinu en í dag lauk riðlakeppninni á mótinu og tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum

8 blakstelpur frá KA stóðu í ströngu um páskana

KA átti alls 8 fulltrúa í ferð B-landsliðs Íslands og U-16 ára landsliðs Íslands í blaki sem fóru til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð yfir páskana

Sigþór Gunnar valinn í U-20 og Dagur í U-18

Í vikunni voru gefnir út æfingahópar fyrir U-20 og U-18 ára landslið Íslands í handbolta og munu hóparnir æfa helgina 6.-8. apríl næstkomandi. Tveir leikmenn KA voru valdir og eru það þeir Sigþór Gunnar Jónsson (U-20) og Dagur Gautason (U-18)

Ný 7 manna stjórn Knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA var haldinn í KA-Heimilinu í vikunni og var þá kosið í nýja stjórn. Eiríkur S. Jóhannsson formaður steig til hliðar og það gerði Anna Birna Sæmundsdóttir einnig. Við þökkum þeim kærlega fyrir flott störf fyrir deildina en þau verða að sjálfsögðu áfram áberandi í starfinu okkar

KA úr leik í Lengjubikarnum

KA tók á móti Grindavík í Boganum í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag. Liðin mættust einnig í undanúrslitum keppninnar í fyrra og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð

KA mætir Grindavík í Boganum á Skírdag

KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 14:00 og tryggir sigurliðið sér þátttökurétt í úrslitaleik Lengjubikarsins

8 stúlkur frá KA til Ítalíu um páskana

8 KA stúlkur héldu utan í morgun til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð. KA á 6 fulltrúa í U-16 ára landsliðinu sem tekur þátt í Easter Volley mótinu og svo á KA 2 fulltrúa í B-landsliði Íslands sem tekur þátt í Pasqua Challenge

4. flokkur karla Deildarmeistarar

4. flokkur karla á eldra ári urðu í gær Deildarmeistarar í efstu deild. Liðið tryggði sigurinn í deildinni með 8 marka sigri á nágrönnum sínum í Þór í gær, 29-21. Var þetta lokaleikur liðsins í deildinni og framundan er úrslitakeppni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppnin hefst um miðjan apríl