Fréttir

KA vann aftur og er í lykilstöðu

KA er komið í lykilstöðu í einvígi sínu gegn HK um laust sæti í Olís deild karla í handboltanum eftir 20-25 sigur í öðrum leik liðanna í Digranesi í kvöld. KA leiðir því einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sæti í deild þeirra bestu að ári

Þór/KA deildabikarmeistarar

Það var sannkölluð úrslitastemming í Boganum í dag þegar Þór/KA og Stjarnan mættust í úrslitaleik deildarbikarsins. Það er óhætt að segja að lukkan hafi verið á bandi Stjörnukvenna í upphafi leiks en þær fengu tvö mörk af ódýrara taginu á fyrsta hálftíma leiksins. Helena Jónsdóttir markvörður Þór/KA meiddist í aðdraganda fyrra marksins

KA-TV: HK - KA í beinni

HK og KA mætast í kvöld í Digranesi í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís deildinni að ári. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í deild þeirra bestu og leiðir KA 1-0 eftir sigur í KA-Heimilinu á laugardaginn. Það má því með sanni segja að það sé mikið undir í leiknum í kvöld en HK getur jafnað metin en sigri KA er staða liðsins orðin ansi vænleg

Úrslitaleikur Þór/KA og Stjörnunnar í beinni

Við minnum á úrslitaleik Lengjubikars kvenna þar sem Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í Boganum í dag kl. 17:15. Stuðningurinn við stelpurnar var til fyrirmyndar á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari og um að gera að byrja þar sem frá var horfið, áfram Þór/KA

Hrefna og Gunnar hætta í aðalstjórn KA

Aðalfundur KA verður haldinn í dag klukkan 18:00 í KA-Heimilinu. Það er ljóst að það verða breytingar á aðalstjórn félagsins en þau Hrefna G. Torfadóttir og Gunnar Níelsson munu bæði hætta. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á fundinn og fylgjast með því mikla og góða verki sem unnið hefur verið í aðalstjórn sem og að sjá hvaða skref eru framundan hjá KA

Landsbankinn styrkir FIMAK áfram

Fimleikafélag Akureyrar og Landsbankinn hafa undirritað áframhaldandi samstarfssamning.Landsbankinn hefur undanfarin ár stutt dyggilega við FIMAK og eiga miklar þakkir skildar fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt félaginu.

KA fékk Hauka í Mjólkurbikarnum

Í hádeginu var dregið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en keppnin hefur undanfarin ár verið þekkt sem Borgunarbikarinn. KA liðið fékk útileik gegn Haukum en Haukar leika í Inkasso deildinni í sumar

Örfréttir KA - 23. apríl 2018

Í örfréttapakka vikunnar förum við yfir frábæra þrennu í blakinu, umspilið um laust sæti í efstu deild í handboltanum, nýja samninga og komandi knattspyrnuleiki, endilega kíkið á pakkann og kynnið ykkur gang mála hjá KA

Þorvaldur Þorvaldsson áfram með KA/Þór

Þorvaldur Þorvaldsson hefur gert nýjan samning við meistaraflokksráð KA/Þórs í handboltanum og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Á dögunum var einnig gerður nýr samningur við Jónatan Magnússon og því ljóst að þjálfarateymið heldur áfram óbreytt

Nýjar siðareglur KA

Aðalstjórn KA samþykkti nýverið nýjar siðareglur félagsins sem allir félagsmenn ættu að kynna sér. Það er von okkar allra um að allt starf í kringum KA sé til fyrirmyndar og félagi okkar til sóma hvort sem um ræðir leikmenn, þjálfara, starfsmenn, stjórnarmenn, forráðamenn eða almenna stuðningsmenn