Fréttir

Myndaveisla frá sigri KA í blaki

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á HK í KA-Heimilinu í kvöld og vann þar með úrslitaeinvígið 3-0. Frábær stemning var í KA-Heimilinu og voru pallarnir þéttsetnir, líklega áhorfendamet á blakleik á Íslandi. Þórir Tryggvason ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði stemninguna eins og honum einum er lagið

Akureyrarfjör 2018 - skipulag

Dagana 19.20.& 21.apríl fer fram Akureyrarfjör Fimleikafélagsins.Þetta er innanfélagsmót þar sem öllum iðkendum félagsins gefst kostur á að keppa.Iðkendur yngri en 9 ára keppa ekki til verðlaunasætis heldur fá allir þáttökuverðlaun.

KA Íslandsmeistari í blaki 2018

KA tókst hið ótrúlega og hampaði í kvöld Íslandsmeistaratitlinum í blaki og vann liðið þar með allar þrjár keppnirnar í vetur. KA er því Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistari, geri aðrir betur!

Aðalfundur KA 24. apríl

Aðalfundur KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 24. apríl næstkomandi klukkan 18:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu. Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá

Kristín Hrund Vatnsdal Íslandsmeistari í 2. þrepi kvenna í áhaldafimleikum.

Rétt í þessu var Kristín Hrund Vatnsdal að tryggja sér Íslandsmeistaratitil í 2.þrepi kvenna í áhaldafimleikum.Mótið fór fram í Laugarbóli hjá Ármenningum og keppt er í öllum þrepum fimleikastigans yfir helgina.

Hampar KA Íslandsmeistaratitlinum á þriðjudaginn?

Blaklið KA er komið í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en KA liðið leiðir 2-0 gegn HK. KA liðið hefur nú þegar hampað Deildar- og Bikarmeistaratitlinum og stefna strákarnir ótrauðir á þrennuna

Stefán Árnason fer yfir komandi umspil

Handboltinn heldur áfram á laugardaginn þegar KA tekur á móti annaðhvort Þrótti eða HK í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. Þróttur og HK mætast í oddaleik í kvöld um hvort liðið fer áfram og mætir KA. Stefán Árnason þjálfari KA var á dögunum í viðtali hjá Vikudegi þar sem hann fór yfir stöðuna og þökkum við Vikudegi fyrir að leyfa okkur að birta það hér á síðunni okkar

Örfréttir KA - 16. apríl 2018

Í örfréttapakka vikunnar förum við yfir góða stöðu í blakinu, Íslandsmeistaratitla í júdó, Þór/KA er komið í úrslit Lengjubikarsins og handboltinn fer aftur af stað, endilega fylgist með gangi mála hjá KA!

Úrslit af Íslandsmóti í þrepum í áhaldafimleikum 2018

Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum í Laugarbóli hjá Ármenningum.Frá Fimleikafélagi Akureyrar kepptu 18 keppendur, 15 stelpur og 3 strákar.Þessir krakkar skiluðu stórglæsilegum árangri og komu norður með tvö gull og eitt silfur ásamt einum Íslandsmeistaratitli.

Flott uppskera á Íslandsmótinu í júdó

Iðkendur í júdódeild KA hömpuðu alls 5 Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti yngri flokka í júdó um helgina. KA átti 17 keppendur á Íslandsmótinu sem kepptu í 19 flokkum en alls var keppt í 28 flokkum á mótinu og því fín þátttaka hjá félaginu