22.04.2018
Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 26. apríl klukkan 21:00 eða eftir leik KA og HK í handboltanum. Kynningarkvöldið verður með aðeins breyttu sniði í ár en við munum fá álit helstu spekinga landsins á KA liðinu, pallborðsumræður og svo að sjálfsögðu kynning á leikmönnum KA í sumar
22.04.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í Boganum á þriðjudaginn klukkan 17:15. Stelpurnar eru í mjög flottum gír nú þegar styttist í að Pepsi deildin hefjist og hvetjum við alla sem geta til að mæta í Bogann og styðja stelpurnar til sigurs enda Lengjubikarinn í húfi
21.04.2018
KA vann fyrsta leikinn í viðureign sinni gegn HK um laust sæti í Olís deildinni þegar liðin mættust í KA-Heimilinu í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en KA hafði frumkvæðið mestallan leikinn og vann á endanum 24-20 sigur og leiðir því einvígið 1-0. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í deild þeirra bestu
21.04.2018
Einvígi KA og HK um laust sæti í Olís deildinni að ári hefst í dag klukkan 16:00 í KA-Heimilinu. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja liðið til sigurs enda ljóst að þetta verður gríðarlega erfitt og krefjandi verkefni. Fyrir ykkur sem ómögulega komist á leikinn þá verður KA-TV með leikinn í beinni og meira að segja einnig næstu tvo leiki liðanna
20.04.2018
Það er komið að stóru stundinni í handboltanum en KA tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. KA er með heimaleikjarétt í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að fara upp. Baráttan hefst í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:00 og hvetjum við alla til að mæta
20.04.2018
Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og leikur því með liðinu næstu árin. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Ásgeir verið hreint út sagt magnaður fyrir liðið bæði sumarið 2016 þegar liðið vann Inkasso deildina sem og 2017 þegar liðið undirstrikaði veru sína í deild þeirra bestu
20.04.2018
Það er farið að styttast í að knattspyrnusumarið hefjist og er fotbolti.net með spá í Pepsi deild karla. KA liðinu er spáð 4. sætinu í sumar af þeirra spekingum og er mjög gaman að renna yfir umfjöllun þeirra um liðið. Bæði fara þeir yfir styrkleika liðsins sem og að heyra í leikmönnum KA
20.04.2018
Markvörðurinn Jovan Kukobat skrifaði í morgun undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA. Samningurinn er til tveggja ára en Jovan hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í vetur sem er að hefja úrslitaeinvígi gegn HK um laust sæti í Olís deildinni að ári
20.04.2018
Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði nú í morgun undir nýjan samning við KA/Þór í handboltanum. Samningurinn er til tveggja ára og er mikil ánægja hjá meistaraflokksráði að halda Aldísi Ástu áfram hjá liðinu
20.04.2018
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur verið að selja happdrættismiða til styrktar starfinu í kringum liðið. Til stóð að draga í happdrættinu í dag en því hefur verið frestað til mánudags þar sem að starfsdagur er hjá Sýslumanni á Akureyri