26.03.2018
Eins og oft áður þá var mikið um að vera í KA starfinu í liðinni viku og er örfréttapakki vikunnar stútfullur. Endilega kynntu þér hvað er að gerast hjá félaginu
26.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér um helgina sæti á HM í Ungverjalandi í sumar. Undankeppnin fór fram í Vestmannaeyjum en ásamt Íslandi léku Litháen, Makedónía og Þýskaland
25.03.2018
Handknattleiksdeild KA er með frábæra spilastokka til sölu með leikmönnum KA og KA/Þórs. Stykkið kostar 1.500 krónur í forsölu en henni lýkur í dag (25. mars) og það er því um að gera að drífa í að panta ef að þú átt það enn eftir!
24.03.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA eru komnir áfram í undanúrslit Lengjubikarsins eftir góðan 3-1 sigur á FH í lokaleik riðlakeppninnar. Önnur lið eiga enn leik eftir og því kemur í ljós eftir nokkra daga hver andstæðingur liðsins í undanúrslitunum verður
24.03.2018
Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason
24.03.2018
Lokaumferð Grill 66 deildar karla í handboltanum fór fram í gær og tók KA á móti Ungmennaliði Val. Fyrir umferðina var enn smá möguleiki á að hampa sigri í deildinni en til þess þyrfti KA að vinna sinn leik og HK að vinna Akureyri
24.03.2018
Kvennalið KA tók á móti Stjörnunni í úrslitakeppni Mizunodeildarinnar í blaki. Stjarnan hafði unnið fyrri leik liðanna og þurfti því KA liðið sigur til að knýja fram oddaleik í einvíginu
23.03.2018
Kvennalið KA í blaki tekur á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Mizunodeildarinnar. Stjarnan vann fyrsta leikinn 3-0 og getur með sigri í kvöld klárað einvígið. Það er því ansi mikið undir hjá stelpunum
22.03.2018
Blakdeild KA og Lorenzo Ciancio hafa komist að samkomulagi að Lorenzo láti af störfum sem þjálfari hjá deildinni. Lorenzo mun láta af störfum strax í dag.
Lorenzo er þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar í sínum næstu störfum.
Filip Szewczyk, þjálfari karlaliðs KA, mun stýra stelpunum út leiktíðina.
21.03.2018
Vormót Júdósamband Íslands í flokki fullorðinna verður haldið næsta laugardag í KA-Heimilinu. Mótið hefst klukkan 10:00 og mótslok áætluð uppúr hádegi. Frítt verður inn og er íþróttaáhugafólk hvatt til að mæta enda er orðið langt síðan júdómót hefur verið haldið í KA-Heimilinu