Fréttir

Þór/KA í úrslit Lengjubikarsins

Íslandsmeistarar Þór/KA eru komnir í úrslit Lengjubikarsins eftir 1-0 sigur á Breiðablik í kvöld. Bæði lið eru ógnarsterk og er búist við miklu af þeim í sumar enda voru þetta tvö efstu liðin í Pepsi deildinni á síðasta tímabili

Ágúst Stefánsson ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri KA

Ágúst Stefánsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og viðburðarstjóri félagsins og verður hann deildum félagsins innan handar varðandi alla viðburði/leiki á þeirra vegum. Einnig mun hann sjá um kynningu félagsins í gegnum heimasíðu félagsins, samfélagsmiðla, KA-TV, Podcast o.s.frv. Með þessu er aðalstjórn að efla allt utanumhald um félagið og styðja um leið við allar deildir innan félagsins. Ágúst hefur nú þegar hafið störf enda mikið framundan hjá félaginu eins og kynningarkvöld fyrir Pepsideildina, Öldungur, úrslitakeppni í blaki og úrslitakeppni í handbolta og því er Gústa bara hent beint í djúpu laugina en félagið væntir mikils af störfum Gústa í framtíðinni.

KA Podcastið - 13. apríl 2018

Þá er komin ný viðbót í KA flóruna og er það útvarpsspjall eða Podcast eins og flestir þekkja það sem. Við stefnum á að vera dugleg að ræða mál líðandi stundar hjá félaginu og fá leikmenn og aðra tengdu starfinu í skemmtilegt spjall

KA í lykilstöðu eftir sigur í Fagralundi

Deildar- og Bikarmeistarar KA eru komnir í góða stöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á HK í kvöld. KA vann leikinn 1-3 og leiðir því einvígið 2-0, næsti leikur verður í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn

Fer Þór/KA í úrslit Lengjubikarsins?

Íslandsmeistarar Þór/KA mæta Breiðablik í undanúrslitum Lengjubikarsins á morgun, föstudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Leiknisvelli. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast svo Stjarnan og Valur

Annar leikur KA og HK í Kópavogi í kvöld

Einvígi KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki heldur áfram í kvöld þegar liðin mætast í Fagralundi í Kópavogi klukkan 20:00. KA vann fyrsta leikinn í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og leiðir því einvígið 1-0. Sigra þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum

KA vann HK og leiðir einvígið 1-0

KA og HK mættust í kvöld í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðin eru án nokkurs vafa bestu liðin í dag en þau mættust einnig í bikarúrslitunum og voru í efstu sætunum í deildarkeppninni, það mátti því búast við hörkuleik í KA-Heimilinu

Einvígi KA og HK hefst í kvöld!

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Deildar- og Bikarmeistarar KA taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum HK. Þetta eru án vafa bestu lið landsins og verður hart barist. Ekki missa af frábæru blaki í KA-Heimilinu klukkan 20:00, áfram KA

Aðalfundur Handknattleiksdeildar 17. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:00 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.

Aðalfundur Júdódeildar 17. apríl

Aðalfundur Júdódeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.