Fréttir

Hægt að vitja happdrættisvinninga í dag

Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu á dögunum og eftirfarandi númer fengu vinning. Einhverjir hafa nú þegar sótt sína vinninga en við hvetjum ykkur sem ekki hafið sótt til að koma í KA-Heimilið í dag milli klukkan 16:00 og 18:00

KA fékk útileik gegn FH í bikarnum

Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í hádeginu og var KA í pottinum eftir 1-2 sigur á Haukum á þriðjudaginn. Það er ljóst að KA þarf að mæta aftur í Hafnarfjörðinn því að liðið fékk það verðuga verkefni að mæta FH á Kaplakrika

KA Podcastið - 3. maí 2018

Þá er fjórði þátturinn af KA Podcastinu eða Hlaðvarpinu kominn í loftið en að þessu sinni er það Hjalti Hreinsson sem stýrir þættinum ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni og fara þeir félagar yfir atburði undanfarinna daga hjá KA

Allan Norðberg til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk og er það Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg. Allan er 24 ára hægri hornamaður sem hefur farið mikinn í Færeysku deildinni undanfarin ár en hann var einmitt markahæsti hægri hornamaður deildarinnar auk þess sem hann var valinn í lið ársins í deildinni

Fotbolti.net spáir Þór/KA 1. sætinu

Það er farið að styttast í að Pepsi deild kvenna hefjist og birti Fotbolti.net spá sína fyrir deildina í dag. Spekingarnir þar spá Þór/KA Íslandsmeistaratitlinum en stelpurnar eru einmitt ríkjandi meistarar og urðu í síðustu viku bæði Deildabikarmeistarar og Meistarar Meistaranna. Fyrsti leikur hjá liðinu í sumar er á laugardaginn þegar liðið sækir Grindavík heim

Engin áhorfsvika

Nú er nýr mánuður genginn í garð og venjulega værum við að horfa fram á áhorfviku.En það er hefð fyrir því að svo sé ekki í maimánuði.Ástæðan er sú að nú eru hóparnir að byrja að æfa undir vorsýningu og ekki má skemma fyrir foreldrum upplifunina þegar á sýninguna er komið.

KA áfram í bikarnum eftir sigur á Haukum

KA liðið hóf þátttöku sína í Mjólkurbikarnum í dag þegar liðið sótti Hauka heim á Ásvöllum í Hafnarfirði, í hríðarhraglanda.

Stórafmæli í maí

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.

Haukar - KA í beinni á KA-TV

Bikarslagur Hauka og KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fer fram í dag klukkan 14:00 að Ásvöllum verður í beinni á KA-TV. Hægt er að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan en við hvetjum að sjálfsögðu alla þá sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana til sigurs, áfram KA!

Bikarslagur í Hafnarfirði á morgun

KA sækir Hauka heim að Ásvöllum á morgun í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja strákana áfram í bikarnum