21.03.2018
Á föstudaginn tekur KA á móti Ungmennaliði Vals í lokaumferð Grill 66 deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er alveg klárt að strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!
20.03.2018
Vegna árshátíðar Giljaskóla verður eitthvað um að tímar séu felldir níður í vikunni en í einhverjum tilfellum færðir til.Upplýsingar um tíma sem falla niður eða eru færðir til koma inn á facebook síðum hópa og jafnvel í tölvupósti.
20.03.2018
Við hjá FIMAK ætlum að taka upp þá nýjung að bjóða foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.Fyrirkomulagið er þannig að afmælisveisla hefst á hálftíma fresti og varir í eina og hálfa klukkustund í senn, klukkutími inn í sal og hálftími fyrir framan salinn til að vera með kökur/pizzur.
20.03.2018
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 27. mars kl. 20:00
20.03.2018
Loksins, loksins eru peysurnar sem fylgja æfingagjöldunum í handbolta hjá yngriflokkum KA og KA/Þór tilbúnar til afhendingar. Peysurnar verða afhentar í KA-heimilinu á föstudaginn milli 14:00 og 18:00.
19.03.2018
Deildar- og Bikarmeistarar KA í blaki unnu í kvöld góðan 3-1 sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Mizunodeildarinnar. KA hefur þar með unnið báða heimaleiki sína og leiðir 2-1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í úrslitin
19.03.2018
Herrar mínir og herrar! Hið margfræga Herrakvöld KA er laugardaginn 24 mars og verður Höddi Magg veislustjóri. Ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson, það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!
19.03.2018
Síðasta vika var svo sannarlega glæsileg í KA starfinu. KA/Þór varð deildarmeistari í handboltanum og karlalið KA vann HK og í blakinu standa karla og kvennalið okkar í ströngu. Þá er KA komið í undanúrslit Lengjubikarsins og Þór/KA er komið í gang kvennamegin, ekki missa af örfréttapakka vikunnar!
18.03.2018
Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Búið er að tilkynna að Guðjón Þórðarson verður ræðumaður á kvöldinu en nú er komið að því að tilkynna þann næsta. Það verður enginn annar en hin magnaða kempa Valdimar Grímsson!
18.03.2018
KA mætti suður og lék gegn Þrótturum í lokaumferð Lengjubikarsins í gær. Strákarnir voru með pálmann í höndunum eftir magnaðan 4-0 sigur á Breiðablik í síðustu umferð og dugði því stig til að tryggja sæti í undanúrslitum keppninnar